ESB ræður ekki þar sem við Íslendingar erum ekki farnir í ESB....

ESB ræður ekki þar segi ég vegna þess við Íslendingar erum ekki farnir í ESB.

Það að við Íslendingar höfum hvorki fengið að svara því hvort við viljum í þessar ESB aðildarviðræður, eða hvað þá hvort að við viljum í þetta ESB Aðildarferli þá finnst mér skynsamlegast að Þjóðin fái að segja til um það núna áður en lengra er haldið hvað hún vilji í þessu ESB máli...

Fyrir það fyrsta þá er mikil andstaða gegn þessari ESB umsókn hjá Þjóðinni, og þar sem við Íslendingar erum ekki betur stödd fjárhagslega en er og öllum ljóst að nóg annað er að gera sem er brýnna og þarfara en ESB umsókn þá er það rétt og skynsamsamlegt að kjósa núna svo það fáist þá á hreinnt hvort þetta er það sem að Þjóðin vill eða ekki.... 

Þetta væl frá stjórnarsamstöðunni um að stjórnarandstaðan og þeir sem vilja ekki í ESB sé hræddir við  þann samning sem komi kannski er algjör fyrra vegna þess að meirihluti Þjóðarinnar er búinn að fá að sjá nóg inn fyrir gluggann hjá ESB til þess að vita í fljótubragði hvað menn vilja og vilja ekki...

Við hvað er Ríkisstjórnin hrædd eiginlega spyr ég vegna þess að það er hún sem þorir greinilega ekki að vita hug Þjóðarinnar...

Ekkert ESB segi ég vegna þess ég tel hag okkar Íslendinga miklu betur borgið í okkar eigin höndum en ekki í höndum ESB...


mbl.is ESB hafnar hugmyndum Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband