Það á eftir að breyta Stjórnarskrá okkar....

Þessi ESB aðild sem Íslendingar eru búnir að sækja um í (að vísu í andstöðu við meiri hluta þjóðarinnar) og á að vera það besta sem fyrir okkur getur komið ef að marka má orð Samfylkingarinnar er að veltast fyrir mér á annan hátt en verið hefur...

Það sem er að trufla mig er að það er sótt um í ESB sem á að vera það besta sem fyrir okkur gæti komið er ekki meira og betra fyrir okkur en það að það þarf að taka allt kerfið hérna og breyta því aftur til fornaldar liggur við að ég segi....

Það virðist vera svo að þær reglur og þau lög sem eru innan ESB hennta okkur ekki meira en það að það þarf að breyta öllu hérna á Íslandi fyrir þessa ESB aðild, breyta meira og minna öllu svo mikið að það er vafa mál hvort það sé okkur til góða segi ég...

Að það þurfi að semja um allt á þann hátt að það er tap fyrir okkur Íslendinga finnst mér ekki í lagi...

Það þarf að breyta Stjórnarskránni okkar þannig að Sjálfstæði okkar fer til þess eins að við getum farið í þetta ESB samfélag, og hversu gott getur það verið fyrir okkur....

Ekkert ESB segi ég og krefst ég þess að Þjóðin fái að kjósa um það hvort þetta er það sem að hún vill áður en lengra er haldið á þessari braut....

Að það skuli en þá vera talað um að viðræður séu eingöngu í gangi er ekki  í lagi...

Ég segi bara Guði sér lof fyrir Stjórnarskránna okkar núna, hún er að gera það að það er ekki hægt að keyra Þjóðina í ESB gegn hennar vilja....

Þetta samhengi á milli AGS og ESB eru allir búnir að vita um og er sorglegt fyrir Ríkisstjórnina okkar að þetta sé að koma svona fram núna vegna þess að hún er búin að halda því fram að svo sé ekki....

Ríkisstjórn sem er rúin trausti er óstarfhæf fyrir Þjóðina....

 


mbl.is ESB skilyrðir aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband