Komdu þér frá maður...

Það er með ólíkindum bullið sem kemur frá honum.
Að þetta skuli vera Fjármálaráðherra Íslendinga er til skammar fyrir Land okkar og Þjóð..
Að halda því fram að endurreisn Landsins sé hafin er fyrra og það sem hann ætti frekar að segja er að honum er búið að takast að knésetja Þjóðina í lánatökum okkur til greiðslu vegna falls allra bankana hér á Landi sem og erlendis.
Að geta sagt að endurreisn sé komin vegna þess að honum tókst að landa einum samningi í viðbót sem endanlega myndi ganga af Þjóðinni ef samþykktur verður er fyrra vegna þess að þessi maður sem er Fjármálaráðherra Íslendinga er ekki að gera sér grein fyrir því að Þjóðin á nú þegar ekki fyrir reikningum sínum og skuldum...

Þjóðin á ekki fyrir mat og þess vegna eru miklar og stækkandi biðraðirnar eftir matarúthlutun í viku hverri, og fólk er að flýja land vegna ástandsins hér sem er komið til vegna þess að það eina sem að þessi Ríkisstjórn er búin að gera er að taka lán og taka lán.
Það er ekkert búið að gera til þess að koma hjólum Atvinnulífsins í gang, það er ekkert búið að gera til þess að auka hagvöxtin hér á Landi , nei það eina sem hann og Ríkisstjórnin kann er að taka lán á lán ofan...

Ég vil að Fjármálaráðherra standi við orð sín og segi af sér vegna þessa mikla klúðurs sem þetta Icesave er. Þetta er óréttlætismál fyrir okkur Íslendinga og eins og staðan er hér á Landi þá væri réttast að fara Dómstólaleiðina með þetta mikla mál...
Að vera svona ílla veruleika-fyrrtur eins og myndin er að sína okkur að Fjármálaráðherra sé er ekki gott fyrir okkur Íslendinga...
Veruleika-fyrrtur segi ég vegna þess að nú þegar á þjóðin ekki fyrir nauðsynlegri þjónustu eða aðhaldi fyrir sig og sína, þjóðin á ekki fyrir reikningum sínum eða mat...
Komdu þér frá maður og síndu Þjóðinni að þú sért maður orða þinna....


mbl.is „Risaáfangi í endurreisn Íslands“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki bara að taka lán ofan á lán. Allar vinstri stjórnir, hvort sem er hér á landi eða annars staðar, hafa alltaf notað skattaaðferðir til að ná sér í pening. Nú á að hækka kolefnisskattin um heilar 5 kr. um áramót vegna þess að hækkunin í eldsneyti skilaði sér ekki eins og reiknað var með. Skrítið.?? Þetta hyski skilur það ekki að fólk á ekki meiri pening og því miður á þetta ástand eftir að versna ennþá meir. 10 manns á dag yfirgefa landið og þeim fer ekki fækkandi. Ekkert hefur verið gert t.d. í að leiðrétta eftirlaunaósómann hjá þingmönnum eða reyna að sína það í verki að bæta hag almennings. Það er búið að slökkva ljósin í kjallaranum en það loga öll ljós á efri hæðum. Þar heldur partíið áfram eins og ekkert hefur skeð.

Kveðja Sigurður.

Sigurður Hjaltested (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 09:50

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Sigurður þetta er ljótt og þjóðin verður að taka sig saman núna og koma þessari Ríkisstjórn frá ef að Þjóðin ætlar sér ekki að láta kafsigla sér í strand í boði Fjármálaráðherra....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.12.2010 kl. 09:56

3 identicon

þykir þessi færsla bera vott um vanþekkingu á efninu, ég er ekki sammála þér og ég mun kjósa þessa ríkisstjórn aftur.

Mér er líka spurn, hvað viltu gera, viltu setja Bjarna Ben og vini hans úr silfurskeiða hreyfingunni við stjórnvölinn? nú eða draga útbrunnið hræið sem ritstýrir Morgunblaðinu aftur í stjórnmál? Að fólk láti út úr sér svona vitleysu...

kær kveðja

Baldur

Baldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 12:57

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Baldur það er ljóst að ánauð villt þú Landi þínu og Þjóð. Það eru væntanlega fleiri möguleikar til en þessir sem að þú nefnir...

Skotgröf endarlaust hjálpar okkur ekki....

Ég hef aldrei farið í launung með það að Sjálfstæð er ég. Hvað er að vera Sjálfstæður er spurning sem endaði aftur hjá sjálfri mér í því svari að ef ég sjálf veit ekki hvað mér er fyrir bestu og hvað ég get og hvað ekki þá get ég aldrei ætlast til þess að aðrir viti það...

Mér finnst allt sem heitir Virðing og Traust vera talað niður og það er ekki gott. Þjóðin sjálf veit hvað hún getur og hvað hún getur ekki og það eru mjög margir ekki að geta staðið blikk sitt fjárhagslega eins og staðan er í dag, og ekki er útlit fyrir að staðan batni...

Hverjir bera ábyrgð á því er núverandi Ríkisstjórn...

Baldur ef að þú heldur að þeir sem að þú nefnir hljóti kosningu ef til kosninga kæmi núna þá verður þjóðin að velja það sem að hún vill, ég persónulega segi að við eigum að kjósa einstaklinga beint í Embætti...

Það er ekki eins og við séum margar milljónir sem búum hér á landi... 

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.12.2010 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband