Ekki okkar að borga...

Það er bara eitt í stöðunni ef að Alþingi hafnar ekki þessum Icesave óreiðureikning og það er Þjóðaratkvæðagreiðsla...

Forsetinn setti þetta í hendurnar á Þjóðinni á sínum tíma og þaðan á niðurstaðan um greiðsluvilja þjóðarinnar að koma.

Þjóðin veit að henni ber ekki að borga þessa óreiðuskuld  Icesave....

Eru Stjórnvöld ekki eiðsvarin með undirskrift sinni að hag og velferð Íslendinga beri að hafa í fyrirrúmi. Eiðsvarin í að passa hag okkar það vel að svona sé ekki troðið á okkur...

Við erum búin að fá allar tegundir af hótunum sem gætu komið fyrir okkur frá Ríkisstjórninni síðastliðin 2 ár ef við ekki samþykkjum og borgum Icesave, allar þessar hótanir hafa reynst innantómt gaul.

Aftur á móti hefur sú staða gerst á meðan að klárt liggur að okkur ber ekki að borga Icesave...

Þjóðarbúið er á hausnum og þjóðin heyrir ekki annað frá Ráðamönnum sínum en að Ríkiskassi sé tómur á sama tíma og þjóðin heyrir það og les að það er til endarlaus peningur til að borga fyrir misstök og klúður sem átt hafa sér stað hjá Ríkisstjórninni á þessum 2. árum sínum...

Vanhæf Ríkisstjórn segi ég sem á að víkja tafarlaust vegna athæfisleysi sinna í að gæta hag okkar í þessu mikla óréttlætismáli sem ég segi að þetta Icesave er...

 


mbl.is Ríkið greiði 26 milljarða vegna Icesave í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Höldum baráttunni áfram,unnum okkur ekki hvíldar,gerum allt til að börnin okkar erfi frjálst Ísland.

Helga Kristjánsdóttir, 3.2.2011 kl. 05:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband