Er til annað land sem heitir Ísland...

Við lestur þessara fréttar þá velti ég því fyrir mér hvort það sé annað land til sem heitir Ísland og við ekki meðvituð um það...

Að segja að Íslendingar hafi sloppið vel er bara ekki rétt...

Það sem hefur verið gert er að þessu hruni hefur verið sópað og troðið á herðar okkar Íslenskra skattgreiðenda sem hefur gert það að heilu fjölskyldurnar eru búnar að missa heimili sín.

Fólk á ekki fyrir reikningum sínum, ekki fyrir matnum sínum, ekki fyrir þeim nauðsynjum sem þarf til að fjölskyldueiningin geti gengið sómasamlega svo ég spyr mig eðlilega hver er ekki í takt við raunveruleikan hérna...

 Íslendingar eru búnir að vera í stríði og eru í stríði við eigin Ríkisstjórn vegna þess að Þetta hrun er verið að setja á herðar okkar Íslenskra skattgreiðenda þó ólöglegt sé...

Svo við lestur þessara fréttar þá er eðlilegt að það hvarli að manni hvort það sé til annað land sem heitir Ísland...


mbl.is Íslendingar sagðir hafa sloppið vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband