Í heimi hinna fullorðnu...

Það var nefnilega það í heimi hinna fullorðnu gera menn ekki svona...

Það er nefnilega svo að í heimi þeirra sem að telja sig vera fullorðna þá vita flestir hvað má og hvað má ekki, vita til dæmis að þjófnaður er ekki löglegur og hefur afleiðingar ef að upp kemst, vita að lygar og ómerkileg heit er ekki það sem skilar árangri heldur sannleikurinn...

Sá ég þátt á Innstöðinni um NEI við Icesave þar sem maður að nafni Gunnar Tómasson Hagfræðingur sat fyrir svörum varðandi Icesave og hvet ég alla til sjá þennan þátt vegna þess að hann útskýrir vel hversvegna við eigum ekki að borga Icesave, á undan þessum þætti átti að vera þáttur JÁ við Icesave og ætlaði ég að sjá hann en viti menn ENGIN mætti þar til að tala fyrir Icesave sem átti að vera í höndum Fjármálaeftirlitsins að sjá um ef ég man rétt...

Hvað hver sagði og hver lofaði hverju hefur ekkert að segja fyrir mér í þessu máli og ekki að ræða það að við tökum þessar byrðar á okkur ef að okkur ber engin LAGALEG skilda til þess...

Hvernig þetta Icesave er búið að koma okkur Íslendingum fyrir sjónir þá er þetta að verða gott leikrit sem fer að komast út í enda og sá endir er Dómsstóll vegna þess að það er ekki okkar að borga þessa óreiðuskuld sem er tilkomin vegna þess að Einkafyrirtæki var rænt að innan að eigendum sínum...

Að ætla okkur Íslendingum að borga þetta klúður vegna þess að það er betra en að viðurkenna að  nýja fjármálastefnu þurfi á ekki að líðast og eiga ÞEIR sem að ollu því að svona gat farið að sæta ábyrgð og taka afleiðingum sínum eins og fullorðinn einstaklingur myndi gera þegar hann veit að út í enda er komið...

Krefst ég þess að Ríkisstjórn Íslands fari frá störfum ef að Þjóðin fellir Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu...

Ég mun segja nei við Icesave einfaldlega vegna þess að það er ekki okkar að borga þessa óreiðuskuld...


mbl.is Óvissa og erfið samskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það geri ég líka.

Helga Kristjánsdóttir, 10.3.2011 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband