Ljótur leikur......

Þessi persónulega skoðun hans hefur því miður ratað inn í ASÍ...

Bara að það hafi verið gengið þannig frá samningunum sem var verið að gera á þeirri forsendu að Icesave yrði að samþykkja segir það sem segja þarf þar...

Það er öllu verra að heyra þetta að það verði að ljúka málinu og að það sé ekki hægt lengur að hafa þessa óvissu hangandi yfir hefur fengið mig til þess að skoða þetta núna frá öðru sjónarhorni...

Best að ljúka málinu og eyða þar með allri óvissu um að við Íslendingar gætum hugsanlega fengið að vita meira eins og að það var trygging á þessum Icesave innistæðum erlendis...

Að eyða óvissu á því að við gætum hugsanlega komist að því að það var aldrei tekið lán sem okkur bæri að borga heldur borgaði Tryggingarfélag allar þær innistæður sem voru umfram lágmark...

Mér finnst þetta miklar og alvaralegar upplýsingar í ljósi þess að því hefur verið haldið fram við okkur að það hafi verið tekið lán fyrir þessu og það bæri okkur að borga þó svo að það væri engi lagaheimild til fyrir því...

Það brenna á mér spurningar eins og vissi Alþingi af þessu og er þetta eitt í viðbót sem átti að leyna og Ríkisstjórn vissi af...

Því einhvern vegin geri ég ráð fyrir því að Ríkisstjórnin hafi vitað af þessu en kosið að halda því leyndu í von um að þessu Icesave yrði bara lokið með samþykkt á kjördag og þar með allri óvissu verið eitt um að upp kæmist...

Það á að kalla Alþingi saman strax og fá svör við þessu og þó að ég sé NEI sinni og allt virðist benda til þess að þessum samningi verði hafnað þá er þetta alvaralegar og miklar upplýsingar sem við verðum að fá að vita hvort réttar séu áður en lengra er haldið með þessa Þjóðaratkvæðagreiðslu...

Spurning jafnvel um að fara fram á henni verði frestað þar til þetta liggur ljóst vegna þess að kannski þarf hennar ekki við... 


mbl.is Gylfi: Ekki afstaða ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Gylfi er erkifífl en Ólafur Darri er bara Alþýðubandalags kjáni sem hefur ennþá Svavar Gests sem sitt átrúnaðargoð.

Guðmundur Pétursson, 7.4.2011 kl. 03:01

2 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Gylfi Arnbjörnsson notar stöðu sína innan ASÍ beint og óbeint til að koma Icesave-skilaboðum jásinna til þjóðarinnar.

Birgir Viðar Halldórsson, 7.4.2011 kl. 08:29

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já strákar ég er hrædd um að hann hafi skotið sig í fótinn með þessum orðum sínum, og að sjálfsögðu á hann ekkert með að blanda sínu áliti í kjaraviðræðurnar...

Maður hefði haldið að það ætti að aukast svigrúmið til hækkana ef að þessum Icesave verður hafnað eftir öllum eðlilegum lögmálum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.4.2011 kl. 09:25

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér, ég tel að þarna hafi ríkisstjórnin farið á bak við þjóðina og verið búin að semja um eitthvað sem síðan ekki stóðst, þökk sé forsetanum.  Og þetta þarf allt saman að rannsaka, þegar frú Jóhanna hefur farið á fund forsetans og beðið um lausn fyrir sig og sitt ráðuneyti á mánudaginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 21:39

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Ásthildur og ég er sammála þér.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.4.2011 kl. 00:45

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2011 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband