Það er pólitísk upplausn í Landinu...

Það er sorglegt að hún sjái ekki sjálf að það er pólitísk upplausn í Landinu og þurfti ekki Bjarna Benediktsson til þess að skapa þá stöðu.

Ríkisstjórnin sjálf hefur skapað sér þá stöðu sem uppi er með því að gera annað en hún lét kjósa sig til með fögrum loforðum sen reyndust svo lygar einar....

Nei Jóhanna Sigurðardóttir lengra getur Ríkisstjórn þín ekki haldið án þess að endurnýja vinnu-umboð ykkar til þeirra sem sköffuðu ykkur þessa vinnu og það er til okkar fólksins....


mbl.is Loksins, loksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Akkúrat, það er og hefur verið pólitísk upplausn og þingið þarf endurnýjað umboð. Maður sér strax hverjir eru hræddir við kosningu. Ef umboð Bjarna er svona veikt af hverju ætti hann þá að fara fram á kosningar?

Jóhanna nefnir með réttu samningana framundan og atvinnuuppbyggingu en áttar sig ekki á því að henni er ekki treyst fyrir þessu. Hún er orðin mjög slétt og fín en Ríkisstjórn hennar ekki.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 12.4.2011 kl. 16:04

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Adda það er greinilegt að titringur er fyrir hendi. Varðandi samningana og atvinnuuppbygginguna þá er það allt í upplausn og þær línur sem komnar eru þurfa ekki að fara þó svo að það verði kosningar...

Samningarnir eru í upplausn vegna þess að þeir voru byggðir  upp með það í huga að Icesave yrði samþykkt...

Ef Icesave hafði svona mikil áhrif á gerða samningana þá átti að útskýra það fyrir þjóðinni...

Ekki búa til samning sem er háður þessum skilyrðum... 

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.4.2011 kl. 16:10

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það má heldur ekki gleyma því að Jóhanna S. hefur setið í áratugi í pólitík og var í síðustu Ríkisstjórn....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.4.2011 kl. 16:12

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það hefur verið upplausn á Íslandi s.l. fjögur ár og allan tímann hefur Jóhanna verið í ráðherrastól.

Magnús Sigurðsson, 12.4.2011 kl. 16:38

5 Smámynd: Ragnar Einarsson

Þarf að endurnýja ca. 90% af þessum þingafætum, þannig að fólk eins og Birgitta komist að.

Ragnar Einarsson, 12.4.2011 kl. 16:39

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Kosningar verða að koma svo trúverðugleiki komi...

Hvað verður og kemur, kemur í ljós....

En mér finnst þetta mikið Þroskamerki hjá Bjarna og vissulega er hann að taka mikla áhættu en hann lætur það ekki stoppa sig frá því að krefjast annað og betra fyrir okkar hönd hummm...

Það er annað en Ríkisstjórnin sem virðist ekki þora að horfast í augu við það hvort hún hafi fylgi frá þjóðinni eða ekki og það er sorglegt vegna þess að það á ekki að þurfa að gera allt brjálað með mótmælum til þess að það sé hlustað...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.4.2011 kl. 17:15

7 Smámynd: Ragnar Einarsson

"OKKAR"    Hönd,,,,,,,,,,,,,,fyndnasta sem ég hef heyrt.

Ragnar Einarsson, 12.4.2011 kl. 18:57

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott mál nú vonandi komast aðilar að sem vilja gera eitthvað fyrir landann en ekki elítuna og einkavinina!

Sigurður Haraldsson, 12.4.2011 kl. 19:25

9 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ragnar Einarsson ef af verður þá verður það væntanlega í höndum okkar kjósenda hvað kemur og verður, það er það sem ég á við....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.4.2011 kl. 19:59

10 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sigurður það er komin tími til þess að fólkið í Landinu, heimilin og fyrirtækin fái þá hjálp sem þau þurfa og kölluðu eftir fyrir síðustu kosningar og var lofað að kæmi... Atvinnu verði henda í gang sem gefur hagvöxt...

Það er á hreinu fyrir mér að allt er betra en það sem er....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.4.2011 kl. 20:03

11 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það sem mér þykir verst af öllu er að það er ekki búið að ganga frá því að við getum fengið persónukjör næst nema að Alþingi taki sig saman og ákveði að taka það fyrir og afgreiða það í gegn fyrir 11 mai, það er dagurinn sem Bjarni Benediktsson fer fram á að Alþingi verði rofið að mig minnir...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.4.2011 kl. 20:07

12 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já 11 Mai 2011 er dagurinn.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.4.2011 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband