Vanþroski...

Svona orð eru ekki til fyrirmyndar og á Þráinn að biðjast afsökunar á þeim.

Það er ekki þroskamerki að missa sig í orðaskak og uppnefni, heldur vanþroski segi ég. þegar fólk er komið í svona vinnu eins og Þráinn er í þá eiga menn að vera meðvitaðir um orð sín vegna þess að Ríkisstjórn hverju sinni er kosin af okkur fólkinu til að vinna fyrir okkur ásamt því að vera fyrirmynd okkar út á við....

Hvað yrði gert við unga fólkið okkar sem situr á skólabekk eða er í leikskólum og lætur svona orð falla til annarra, jú það yrði tekið fyrir og því gerð grein fyrir því að svona orð lætur maður ekki falla, það er kannski leyfilegt að hugsa þau en ekki meira vegna þess að orð hafa áhrif, manneskjunni yrði gerð grein fyrir því að afsökunar þarf hún að biðja viðkomandi á vegna orða sinna...

Allir sem hafa fylgst með fréttum vita að Þráinn hefur flakkað á milli flokka og svoleiðis hátterni er ekki trúverðugt fyrir hann sem persónu...

Ég vil ekki hafa svona fyrirmynd fyrir okkur Íslendinga, fyrirmynd sem ekki er hægt að treysta vegna þess að Þráinn hefur sýnt það og sannað með hátterni sínu að  ótrúverðugur er hann og það er ekki góð fyrirmynd...


mbl.is Óstarfhæf nefnd án afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þráinn á ekki við vanþroska að stríða heldur hreina heimsku.

corvus corax, 9.5.2011 kl. 10:02

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já heimska segir þú corvus corax. Hvað er að vera heimskur, er það ekki annað orð yfir vanþroska...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.5.2011 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband