9.5.2011 | 09:48
Ábyrgð einstaklingsins...
Þegar flóttafólk tekur þá ákvörðun að flýja heimaland sitt þá er það á þeirra eigin ábyrgð ekki annarra...
Að Ríkisvaldinu hérna á Íslandi sé kennt um það hvernig aðstæður þessa einstaklings séu finnst mér ekki rétt að gera vegna þess að fólk verður að skilja það að flýja Land sitt er alfarið á ábyrgð þess einstaklings sem leggur á flótta en ekki því Landi sem viðkomandi leitar til...
Að segja að Ríkisvaldið hér á Íslandi hafi búið til þær aðstæður sem urðu til þess að Mehdi Kavyan Poor greip til þessa örþrifaráða er ekki rétt vegna þess að Ríkisvaldið okkar bjó ekki til þær aðstæður sem urðu til þess að hann flúði heimaland sitt...
Að flýja og biðja um pólitískt hæli er alltaf áhætta vegna þess að það er ekki sjálfgefið að já verði ofan á frekar en nei í viðkomandi Landi sem flóttamanneskjan leitar til, að kenna Íslenskum Stjórnvöldum um örlög þessa manns er því ekki rétt vegna þess að ábyrgðin er alfarið í höndum þeirra sem flýja...
Ábyrgðin á því að kunna taka á móti nei er í höndum þess sem að biður....
Mér finnst þetta vera meira komið út í það að þröngva okkur Íslendinga til þess að segja já vegna þess að annars sé það okkur að kenna...
Með fullri virðingu fyrir öllu flóttafólki þá er ástæðan ekki okkar Íslendinga að það flýr vettvang sinn heldur þess sjálfs og þeim aðstæðum sem heima fyrir eru....
Fái varanlegt hæli á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi bloggfærsla er vanvirðing við mehdi og þær pyntingar sem hann hefur mátt þola í heimalandi sínu, og síðan í framhaldinu hér á landi með skilningsleysi á alvarleika þess sem kann að bíða hans fari hann aftur þangað. Ef þú vilt að Mehdi fari héðan, hvert viltu þá að hann fari?
olla (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 11:28
Hörmung að lesa þetta ! Finnst þér virkilega að flóttamenn geti sjálfum sér um kennt að hafa flúið - og það fríi "okkur Íslendinga" frá því að sýna mannúð ?
Geturðu ímyndað þér hvernig það er að sæta pyntingum ? Eða búa í landi sem stríð geisar ? Heldurðu að þú myndir vera um kyrrt ef þú gætir flúið ?
Og ég tek undir spurninguna: Ef þú vilt að Mehdi fari héðan, hvert viltu að hann fari ?
Birna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 13:05
Með fullri virðingu fyrir réttmætri neyð margra hælisleitenda, þá vil ég benda á að fram hefur komið að þessi tiltekni maður stundaði persónunjósnir í heimalandi sínu á vegum yfirvalda.
En skjótt geta skipast veður í þeirri atvinnugrein, eins og sá fyrrverandi KGB njósnari og flóttamaður sem drepinn var í London (með geislavirku efni af gömlum starfsbræðrum) fékk að reyna á eigin skinni.
Að öðru leyti er ég sammála síðuhöfundi; okkar fámenna þjóð hefur ekki burði til þess að axla ábyrgð á öllum heimsins misgjörðum.
Kolbrún Hilmars, 9.5.2011 kl. 16:02
Flestir flóttamenn sem koma frá múslimalöndum eru að fýgja harðræði og og kúun sem viðgengst í heimalandinu en enda á því að fylgja sömu stefnu 10-15 árum seinna í sínu nýja heimalandi. Það á að fara afar varlega yfir það hverjum það eigi að hleypa inn og vísa sem flestum aftur í sandkassann sinn(og vísa þá í reynslu Þjóðverja, breta, hollendinga, svía, dana frakka...á ég að halda áfram að telja upp?), því hvert eigum við að flýgja þegar flóttamennirnir eru farnir að kúga okkur? Við erum bara 300.000 en árlegur straumur flóttamanna frá þessum löndum er 2.000.000+ á ári
Brynjar Þór Guðmundsson, 9.5.2011 kl. 16:46
Olla það er ekki vegna okkar Íslendinga sem hann sætti pyntingum í heimalandi sínu...
Hvert hann fer eða hvað hann gerir á að vera undir honum sjálfum komið og hlítur maðurinn að hafa plan B...
Hann er fullorðinn einstaklingur sem hlítur að vita hvað hann gerir og ef hann getur ekki fært betri ástæðu fyrir málstað sínum en svo að honum er vísað til baka þá er ekki allt sem sýnist...
Það er ekki og á ekki að vera í okkar Íslendinga höndum hvernig aðrir Ráðamenn koma fram við samlanda sína...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.5.2011 kl. 17:22
Birna hann hlítur sjálfur að hafa tekið þá ákvörðun að flýja, ekki bað ég hann um það...
Ég get ímyndað mér hvernig það er að sæta pyntingum. Ég geri mér líka grein fyrir því að það er alltaf í mínu valdi að breyta aðstæðum ef ég er ekki ánægð...
Að flýja svona aðstæður eins og hann er að koma frá er kannski ekki rétta lausnin á vandanum...
Við þig segi ég það sama og Ollu hann er fullorðin einstaklingur og það hljóta að vera ástæður fyrir því að hann fékk ekki Landvistarleyfi hér...
Að grípa til þessara ráða að kveikja í sér bendir frekar til þess að einstaklingurinn sé ekki andlega heill og ætti að hjálpa honum þar. Hvert hann fer ekki á mína ábyrgð....
Ef að ástandið er orðið þannig heima fyrir að almenningi er ekki stætt lengur þá á að gera breytingu innandyra ekki flýja ástandið það lagar ekkert...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.5.2011 kl. 17:37
Kolbrún akkúrat það er ekki okkar vegna sem hann flúði heimaland sitt og kannski er flótti frá þessum vanda ekki lausnin...
En svo sannarlega berum við Íslendingar ekki ábyrgð á hegðun heimsins...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.5.2011 kl. 17:41
Já Brynjar Þór mér verður oft hugsað til þessara einstaklinga sem harðræði sitja í heimalandi sínu og það væri nær að kenna þessu fólki að rísa upp sem einstaklingar og berjast frekar í átt að lýðræði og jafnræði heima fyrir...
Það er nefnilega svo að þeir sem beita harðræðinu gera það til að halda völdum en ekki til þess að fólkinu þeirra geti liðið betur...
Það væri kannski frekar að hann leitaði eftir hjálp til þess að geta breytt ástandinu heima fyrir svo það verði búandi þar fyrir hann og samlanda hans, en ekki flýja í burtu eins og hann gerði og skilja konu sína og börn eftir...
Bara að hann skuli hafa gert það segir mér að ekki er allt eins og sýnist og það hlýtur að vera góð ástæða fyrir því að hann fékk ekki Landvistarleyfi hér...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.5.2011 kl. 17:53
Minnir að ég hafi heyrt í fréttum, að þessum flóttamanni hafi verið gert að afla sannana um að hann hafi sætt pyntingum. Það hafði ekki tekist ,það geta verið margskonar ástæður til þess og getur verið erfitt að ná í þær.Það hlýtur alltaf að vera á ábyrgð viðkomandi stofnunar,hvernig hún dæmir í þessu máli. Tíminn sem þetta er búið að velkjast í kerfinu,er mér ráðgáta,en kanski fást skýringar. Næ ekki að lesa um allt nú um stundir. Mb.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 9.5.2011 kl. 21:34
Helga rétt hjá þér ég heyrði það líka á sínum tíma, annars ég sá Ögmund í sjónvarpinu í kvöld og eftir orðum hans að heyra þá vill heimaland mannsins hann ekki til baka, neitar að taka við honum....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.5.2011 kl. 23:59
"Ég get ímyndað mér hvernig það er að sæta pyntingum. Ég geri mér líka grein fyrir því að það er alltaf í mínu valdi að breyta aðstæðum ef ég er ekki ánægð" - Ertu þá að meina að sá sem er pyntaður beri ábyrgð á því að hann er pyntaður og/eða stjórnarfarinu þar sem hann fæddist? Að það sé raunverulega í hans valdi að breyta aðstæðunum - þú segir að það sé alltaf í þínu valdi - en hann kjósi að flýja því það sé svo auðvelt ?
Og skildirðu innanríkisráðherra virkilega þannig að það segi eitthvað um flóttamenn frá Íran, eða öðrum ríkjum sem fólk flýr, að stjórnvöld í heimalandinu neita að taka við þeim aftur ? Í alvöru ??
Birna (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 00:33
Birna hvar hver fæðist er ekki á mína ábyrgð og þykjir mér ótrúlegt að það sé á þína ábyrgð, að fæðast hér á Íslandi er hægt að líta á sem forréttindi ef það er út í það farið, það að sæta pyntingum eða kúgun er alltaf erfitt og aðstæður misjafnar hjá fólki...
Já ég segi að það sé í mínu valdi að breyta ef ég er ekki ánægð...
Þessi maður hafði val...
Að flýja eða takast á við þann vandan sem heima fyrir er og gerði það að verkum að óbærilegt var fyrir hann að vera þar...
Það er ekki óbærilegra en það að konu sína og börn skilur hann eftir...
Margir saman geta gert kraftaverk Birna og hefði verið nær hjá þessum manni að fara aðra leið með vanda sinn en hingað til Íslands...
Finnst þér allt í lagi að við fyllum Landið okkar af flóttafólki...
Við eigum ekki ofan í okkur eða á eins og staðan er hjá okkur í dag og segir það mér að við eigum nóg með sjálfa okkur í bili og nær að við förum að líta inn á við þar...
Ertu að segja mér það að orðin hans Ögmundar séu ómerkileg og ómarktæk....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.5.2011 kl. 08:09
Þú hefur algjörlega misskilið Ögmund ef þú heldur að hann hafi verið að dæma eða fordæma flóttafólk og skýrt það með því að flóttafólkið fengi ekki að snúa heim til sín. Misskilingur þinn segir ekkert um Ögmund - en eitthvað um þig.
Birna (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.