Ríkisstjórninni ber að segja af sér...

Maður verður eiginlega orðlaus yfir þeim orðum er koma fram í þessari skýrslu frá Fjármálaráðherra  og einnig þessari ákvörðunartöku Ríkisstjórnar í því að fara gegn heimilum og fyrirtækjum landsmanna með því að verja hrunið bankakerfi með endurreisn sem greinilega var ekki nóg af því er virðist...

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir var fyrst og fremst kosin vegna þeirra loforða sem gefin voru Landsmönnum um að heimilum og fyrirtækjum Landsmanna ætti að slá skjaldborg utan um og tryggja það ætlaði Ríkisstjórnin sér að óreiðuskuldir annara eins og Icesave yrði ekki okkar skattgreiðenda að borga...

Á merinni hjá einum flokknum hékk jú ESB umsóknarlöngun en það var ekki aðalmálið leyfi ég mér að segja hjá meirihluta þjóðarinnar á þessum tíma þá...

Ríkisstjórnin er algjörlega búin að bregðast Þjóðinni sinni og rúin öllu trausti hjá almenningi og ber henni að segja tafarlaust af sér vegna þess að þessi vinna er ekki sú vinna sem Ríkisstjórnin var ráðin í leyfi ég mér að segja....

Ríkisstjórn Íslands þarf núna að endurnýja umboð sitt til Þjóðarinnar myndi ég ætla...


mbl.is „Ofbeldi gagnvart heimilunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það stendur ekki steinn yfir Steingrími.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.5.2011 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband