Farandlaunþegar...

Farandlaunþegi er væntanlega manneskja sem ferðast á milli þangað sem vinnu er að sækja í hvert og eitt skiptið.

Finnst mér að við eigum að vera ströng á þessu vegna þess að farandverkamaður sem hingað til lands kemur gagngert til að vinna er yfirleitt ekki að koma til landsins til að setjast að til framtíðar...

Ef farandverkamanneskjan verður uppi skroppa með vinnu innan EES þá ætti að gera lögin þannig að heimaland manneskjunar sé það land sem tekur við einstaklingnum og borgar atvinnuleysisbætur, nóg eigum við með okkur sjálf segi ég bara....

 


mbl.is Undrast afstöðu ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Ef hann á að vera réttlaus hér út af því sem þú nefnir þá á hann líka að vera skattlaus. Í þessu tilviki virðist ekkert vandamál að rukka skatta á fyrsta degi en engin réttindi koma.

Ísland er frumskógarþjóðfélag eins og þú nefnir og hver er sjálfum sér næstur.

Einar Guðjónsson, 30.6.2011 kl. 19:49

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Farandverkamenn eru flóttamenn atvinnuleysis og óstjórnar í eigin landi, vegna svikulla verka heims-embættismanna, kreppu og atvinnuskorts.

Það er sorglegt, að margar fjölskyldur (grunnstoðir og máttar-stólpar hvers samfélags), skulu sundrast á þennan hátt. Ekki bara á Íslandi, heldur út um alla Evrópu og heim. Og einungis til að viðhalda svikulum bankaöflum heimsins, sem stjórna öllum þjóðum heims, í gegnum kúgaða embættismenn, sem ekki þora að segja frá sannleikanum.

Svona sundrung þjóðfélagsþegna er óheiðarlegum embættismönnum að skapi, því þá telja þeir sig vera að græða peninga og völd á kostnað almennings. En þeir eru of sjúkir til að gera sér grein fyrir tortímandi afleiðingum gjörða sinna! Í því felst hættan fyrir almenning heimsins og friðinn.

M.b.kv.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.6.2011 kl. 20:11

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Skatt borgar svo hver farandverkamaður í því landi sem hann vinnur, ef farið er eftir nothæfum og mannsæmandi reglum? Eða hvað? Eru reglurnar ekki mannsæmandi? Og hver tekur þá við keflinu? Hegningarhúsið? Hér er mörgum spurningum ósvarað í heims-samfélaginu.

Smá heilabrot fyrir hámenntaða "hagfræðinga" heims-aftökusveita stjórnvalda! Enginn hlekkur í heims-samfélaginu er sterkari en veikasti hlekkurinn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.6.2011 kl. 20:21

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Einar það er ekkert að því að borga skatta hingað en það er aftur á móti hægt að sleppa því að borga stéttarfélagsgjöld hingað og láta þau renna til heimalands viðkomandi...

Mér finnst  ekki í lagi að einstaklingar sem koma gagngert hingað til að vinna og senda meira og minna allan sinn pening til síns heimlands sitji svo áfram hér þegar vinnu er lokið vegna þess að þeir geta fengið fullar atvinnuleysisbætur sem þeir senda heim líka á meðan labbað er um göturnar hér og farið á milli hjálparstofnana til að fá mat...

Þá myndi ég halda að það væri betra að finna annað form á farandverkafólk í þessum málum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.6.2011 kl. 20:22

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Anna Sigríður segðu. Ég er á þeirri skoðun að nýtt hagkerfi og aðra peningarstefnu þurfum við að taka upp. Stefnu og kerfi sem byggist á stöðugleika og trausti okkur til, ekki því sem fjármálakerfi heimsins þarfnast...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.6.2011 kl. 20:28

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ingibjörg. Takk fyrir. Það er munur á farandverkamönnum, og mönnum sem hafa komið hingað til lands, og öðlast samfélagsleg réttindi og búseturétt. Þessu er of mikið blandað saman, og það bitnar á saklausu fólki, sem á full réttindi hér á landi með réttu.

Þeir sem hafa búseturétt, hafa sama rétt og aðrir í þessu landi, og það verður að virða að fullu. Við eigum erlendu fólki, sem búsett er hér á landi, mikið að þakka, fyrir sína frábæru víðsýni, þekkingu og góðu vinnu sem við höfum notið góðs af, og lært mikið af.

En það er þörf á endurskoðun fjármála-heims-kerfisins, það er staðreynd, og óháð þjóðerni.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.6.2011 kl. 21:11

7 Smámynd: Einar Guðjónsson

Farandverkamenn hafa borgað skatta og þeir skattar m.a. notaðir til að borga Guðbjarti kaup og Gissuri Péturssyni og einnig áttu þeir að rennna í atvinnuleysistryggingasjóð Ingibjörg.Sveitarfélögin ''græddu '' 7 milljarða á útlendum farandverkamönnum á árinu 2007 en létu ekkert á móti.Þeir fengu bara að borga skattana en ekkert í staðinn, ekki vaxtabætur, húsaleigubætur etc. Á sama ári fékk ríkið 30 milljarða og þeir fengu sáralítið í staðinn. Þeir héldu uppi íslenska '' velferðarkerfinu'' fyrir Íslendingana sem eru hér.

Ingibjörg þú gerir þér grein fyrir að þetta myndi þýða að íslendingur sem vinnur í Noregi í t.d. ár fær þá ekkert en nema að greiða skatta þar en verður svo sendur til Íslands á kostnað Íslands ef hann veikist eða verður atvinnulaus. Íslendingar geta ekki lifað án samskipta við útlönd og útlendinga en Útlönd geta vel lifað án Íslands og íslendinga.

Einar Guðjónsson, 30.6.2011 kl. 23:12

8 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Einar þeir skattar hafa líka farið í samfélagið sem þetta fólk naut góðs af á meðan það var eða er hérna...

Mér finnst það gott fyrir sveitafélögin að fá þessar tekjur en að farandverkamanneskja þurfi vaxtarbætur er ég ekki að skilja og ef ég er að skilja rétt þá fá allir íslenska kennitölu um leið og þeir sækja um eða fengu, ég veit ekki hvernig það er akkúrat núna en um leið og kennitala var komin þá duttu þessir einstaklingar inn í Íslenskt samfélag...

Það sem ég er kannski að reyna að benda á er að það þarf að breyta þessu eins og það er með atvinnuleysisbætur og finnst mér allt í lagi að þau réttindi verði áunnin réttindi, það hefur allavega verið þannig fyrir okkur Íslendinga að þeir þurfa að vinna sér inn rétt...

Það á ekki að gilda annað en það sama fyrir aðra og ef eitthvað er þá á að vera strangara fyrir  þessa einstaklinga að njóta sama réttar og við sem búum fast hér...

Einar ef þú ert að tala um dæmið fyrir austan á knárahnjúkum þá voru settar upp vinnubúðir fyrir þá einstaklinga svo ekki hefði átt að þurfa húsnæðisbætur fyrir þá og ég veit ekki betur en að þeir einstaklingar sem hér setjast að með sína fjölskyldur njóti sömu réttinda í húsnæðisbótum og við innfædd...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.6.2011 kl. 23:47

9 identicon

Íslendingar þurfa auðvitað að vera við 100% vinnu í að m.k. 3 mánuði áður en þeir fá rétt til bóta.

Þetta er ekki í fyrsta skipti þar sem kemur í ljós að evrópusáttmálar, sem vernda flytjendur innan evrópusvæðis, eru betri en þau lög sem gilda um okkur íslendingana sjálfa.  

Annað dæmi er þegar íslendingur ákveður í vitleysu að verða ástfanginn og giftast utan-evrópubúa.  Þá þarf sá erlendi maki að sækja um dvalarleyfi, taka HIV próf, sýna fram á hreint sakarvottorð, og bera allan kostnað af því. Það sem verra er, ef sá erlendi maki íslendings ákveður að fara heim eða í langt frí í meir en 3 mánuði, utan landssteina íslands, þá sjálfkrafa fellur niður dvalarelyfi og allur réttur til bóta í íslenska tryggingarkerfinu.

Utan-evrópu-makar evrópumanna sem hér á landi búa, eru sjálfkrafa með rétt til ótakmarkaðrar dvalar, fá inngöngu inn í íslenskt tryggingarkerfi á innan við mánuði, í stað 6 fyrir utan-evrópu-maka íslendinga.

Því miður ákvað evrópa ekki að skipta sér af því hvernig evrópsk ríki fara með sína eigin þegna..., þeim datt e.t.v. ekki í hug að Ísland myndi vilja gefa sínum þegnum lægri réttindi en þau sem eiga við um evrópumenn sem hér á landi búa.

Svona er það þegar rískisstjórnir skrifa undir milliríkjasamninga og skeyta þeim ólesnum við íslensk lög og þeim hefur aldrei dottið í hug að bera saman rétt íslendinga og réttindi þau sem milliríkjasamningarnir gefa öðrum.

Fáránlegt!

Jonsi (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 09:54

10 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Jonsi það er ekki eins allstaðar það er ljóst. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir erlenda maka Íslendinga að fá sinn rétt hér á Landi.

Það er ljótt ef að ástæðan fyrir þessu liggur í því sem að þú segir að sé vegna þess að einhver skrifaði undir án þess að lesa fyrst...

Það er mjög alvaralegt ef svo er og alveg sama hver á sökina þá á svona ekki að líðast vegna þess að það er verið að mismuna...

Það má aldrei venjast því að Ráðamenn Þjóðarinnar komist upp með svona vinnubrögð vegna þess að í dag þá erum við í verri fjárhagsstöðu vegna svona atburða, menn skrifuðu undir án þess að vita hvað þeir væru að kvitta fyrir...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.7.2011 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband