Nær ekki að viðhalda stærð sinni...

Það er ljótt að lesa hvernig ESB fer með þau Sjávarmið sem þeir hafa aðgang að...

Það stendur að þeir í ESB sækja svo hart í fiskinn að hann nær ekki að viðhalda stærð sinni og þetta er það sem Ríkisstjórnin vill inn á okkar veiðimið...

Þegar Össur Skarphéðinsson Utanríkisráðherra er að reyna að telja okkur Íslendingum trú um að okkar Sjávarmið munum við hafa útaf fyrir okkur vegna þess að við eigum að vera svo sérstök, þá rís ESB upp og segir að það séu engar varanlegar undanþágur veittar...

Það er ljóst að þetta er það sem mun koma til okkar ef í ESB verður farið, það er ofveiði á Sjávarmiðin okkar.

Við Íslendingar getum ekki lengur gengið út frá því að Utanríkisráðherra  Íslands segir okkur satt og rétt frá vegna þess að hann virðist segja það sem honum henntar hverju sinni til að geta haldið sinni för áfram og þegar hann talar þá finnst mér alltaf að það vanti upp á tal hans að það mun vera ESB sem sjái um allar úthlutanir á kvóta sem tilheyrir ESB ríkjum...

Það á að taka þessa ESB umsókn Íslendinga tafarlaust til baka vegna þess að hún er ekki inni á réttri forsendu.

Íslendingar urðu fyrir því að núverandi Ríkisstjórn LAUG að Þjóðinni til þess að komast til valda og LAUG að Þjóðinni varðandi þessi ESB mál...

Ekkert ESB segi ég...


mbl.is Niðurgreiðir óarðbæra ofveiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Veiðistofnar Vestur Sahara eru svo stórir að enn er verið að bæta við skipum í þær veiðar til að reyna að nýta stofnana sem eru mjög sterkir og stórir.

Í Maritaniu eru 9 Íslenskir risatogarar sem eru sennilega með arðvænlegustu skipum Íslendinga. Íslendingar eru búnir að vera á þessum miðum í yfir 15 ár með afkasta mestu skipin. 

Ólafur Örn Jónsson, 7.7.2011 kl. 06:41

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þú segir það Ólafur Örn og takk fyrir þessar upplýsingar,. en eru ESB ríki þá ekki að veiða á þessum miðum líka...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.7.2011 kl. 16:54

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Jú en ekki held ég að sé ofveiði þarna alla vegna ekki í Marokko. Þessi uppsjávar veiði sveiflast mikið og er núna búin að vera lægð i Mauritaniu en gott í Marocco.

Síðan koma góðæri og rosa veiði þetta gengur svona upp og niður en sókni er stíf í veiðistofninn en ekki í smælkið svo viðkoman er hröð. 

Ólafur Örn Jónsson, 10.7.2011 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband