23.2.2012 | 00:40
Hver er tilgangurinn...
Hver er tilgangurinn eiginlega með því að fara þá leið að hafa ráðgefandi kosningu annar en sýndarmennska út í eitt....
Sýndarmennska út í eitt vegna þess að traust Ríkisstjórnarinnar til Þjóðarinnar er ekkert...
Það er verið að tala um Stjórnarskrá Þjóðarinnar og þar er meðal annars grein um að fullveldi Íslendinga sé í höndum okkar Þjóðarinnar sem Ríkisstjórnin vill taka út og setja aðra inn sem gefur Forsætisráðherra fullt leyfi til að afsala sér fullveldi okkar Íslensku Þjóðarinnar yfir til nágrannaríkja ef Ráðherra dytti svo í hug.
Heldur Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir virkilega að Þjóðin eigi eftir að samþykkja það afsal steinþeigjandi og hljóðalaust og hvað þá að mæta til kosningu sem verður svo ekki meira mark takandi á en svo að Ríkisstjórninni ber ekki skylda til að fara eftir meirihluta hennar ef svo bæri við að niðurstaðan sé á skjön við vilja Ríkisstjórnarinnar...
Fyrir mér þá er verið að gera þessa breytingu á Stjórnarskránni aðallega vegna ESB umsóknar Íslendinga og það væri nú nær að byrja á því að fá vilja Þjóðarinnar á þeirri vegferð fyrst og vinna svo út frá þeirri niðurstöðu...
Þingið brást stjórnlagaráði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
PS. veit einhver hvaða tillögur þetta eru og um hvaða málefni þær snúast...
Annars er ekki laust við að manni finnist eins og Ríkisstjórnin kunni ekki að vinna sína vinnu í þessu máli og ekki laust við að manni finnist einnig eins og að Ríkisstjórnin geri allt til þess að þetta verði ekki tekið málefnalega fyrir á Alþingi og rætt um þessa hluti eins og siðað vitiborið fullorðið fólk gerir út frá því hvað Sjálfstæðri Fullvalda þjóð er fyrir bestu og sem er með lýðræðið með sér sem virðist vera gleymt hjá Ríkisstjórninni...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.2.2012 kl. 01:02
Samála Ingibjörg það er ekkert lýðræði á Íslandi heldur flokksræði!
Sigurður Haraldsson, 23.2.2012 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.