Heimilunum ekki gert auðvelt...

Já það er alveg með ólíkindum að Ríkisstjórnin skuli ekki hafa staðið með heimilum Landsmanna í þessu máli og þau í það minnsta látin njóta vafans þar til endanleg niðurstaða í þessu öllu saman liggur fyrir...

Það sem mér hefur fundist varðandi störf Ríkisstjórnarinnar gagnvart þeim heimilin sem í erfiðleikum hafa lent með þessi lán vegna hrunsins er að þau hafa þurft að upplifa aðför að heimilum sínum frá fjármálafyrirtækjunum sem eðlilega hafa helst viljað fá allt sitt greitt í botn en það hefði kannski verið betra að bíða eftir að línur liggja alveg skýrar...

Í dag veit Þjóðin að Ríkisstjórnin lét húsnæðislánin til nýju bankana með góðum afslætti...

Í dag veit Þjóðin að Ríkisstjórnin ætlaði sér ekkert að gera fyrir heimilin og hafið mikla skömm fyrir það Ríkisstjórn.

Allar aðgerðir ykkar Ríkisstjórnar hafa miðast við að hjálpa bönkunum eins auðveldlega og hægt er að ná eins miklu og þeir geta, á sama tíma og þið Ríkisstjórn gerið heimilunum eins erfitt fyrir og hægt er liggur við að ég segi í að ná framm rétti sínum í leiðréttingu...

Hverslags framkoma er þetta eiginlega sem þið eruð að bjóða Þjóðinni ykkar Ríkisstjórn...


mbl.is Kvarta undan sýslumönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Og svo fólkið innan fjármálageirans ekki einu sinni læst!!!

Hvernig skyldi standa á því að bæði ríkisstjórn og fólk innan fjármálageirans skilji ekki dóm Hæstaréttar? Í mínum huga er allur endurútreikningur gengislána ólöglegur og ættu menn að sjá sóma sinn í því að fara heldur í að reikna rétt út úr þessum lánum. Auðvitað eiga samningsvextir að gilda. Fjármálafyrirtækin mættu reyna að semja við eigendur skuldanna ef þau eru í vandræðum að greiða til baka ofteknar greiðslur, í stað þess að vera sífellt að kaupa sér tíma til að finna út reikniformúlur til að svindla á almenningi.

Sandy, 21.2.2012 kl. 06:17

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ríkisstjórnin er greinilega mikið flækt í þessa vittleysu alla saman og þarf að flétta ofan af því segi ég vegna þess að annars væri þessi staða ekki uppi Sandy...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.2.2012 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband