3.3.2012 | 08:55
Þarfir hesta og hunda teknar fram yfir...
Það er ekki laust við að sú hugsun komi upp í huga minn að það sé hugsað betur um hesta og hunda af Ráðamönnum okkar en okkur fólkið sjálft og hverslags framkoma er það við okkur fólkið...
Ég segi þetta vegna þess að í vikunni voru fréttir sagðar þar sem greinilegt var að það voru meiri áhyggjur yfir því hvort hundur sem einstaklingur átti hefði það nógu gott vegna þess að eigandi hans var búinn að missa húsnæði sitt en eigandinn sjálfur...
Að einstaklingurinn skildi þurfa að sofa úti á bekk var minna mál en hundurinn sem var geymdur í búri sínu í bíl eiganda síns...
Varðandi ÞESSA frétt þá vita það allir sem eiga hesta að það er dýrt sport og ekki fyrir hvern sem er að geta stundað þá iðkun, og þeir sem hafa efni á því að stunda þetta sport eru efnaðri en aðrir...
Samkvæmt þessari frétt þá er það greinilega meira réttlætismál hjá Ráðamönnum okkar að hestar og hundar hafi húsnæði yfir höfuð sér en við mannfólkið sjálft...
Er þetta það sem við viljum Íslendingar...
Brýnt réttlætismál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.