Já það má reyna svo sem...

Írski Sjávarútvegsráðherrann Símon Coveney getur kannski sagt okkur Íslendingum hvers vegna Makríllinn leitar hingað...

Sjórinn ólgar allur í Makríl hér við Faxaflóa og krakkarnir mættir á bryggjurnar að veiða hann upp...

Þar sem við erum ekki í ESB og þó svo að það sé umsókn inni um hugsanlega aðild Íslendinga þá á ekki að láta svona og er þetta algjör barnaskapur segi ég vegna þess að ef þessir sömu menn geta ekki sagt okkur Íslendingum hvers vegna  Makríllinn tók upp á því að leita hingað inn fyrir í okkar lögsögu í því mæli sem hann er að gera ítrekað núna þá ættu þessir sömu menn hreinlega að hafa vit á því að láta ekki svona barnaskap í orðum frá sér fara...

Að finnast það allt í lagi að þessi stofn komi hingað óáreittur og hreinsi upp sér til matar sem mun hafa afleiðingar fyrir þær tegundir sem fyrir eru hjá okkur á ekki að vera í lagi...

Ég held að þessir aðilar ættu frekar að spyrja sig að því af hverju Makríllinn leitar hingað og hvað geta þeir gert til þess að breyta því ef það er að fara svona fyrir brjóstið á þeim að svo er að gerast...

Hótanir bara hótana vegna til þess eins að sýnast stærri og meiri er ekki rétta leiðin hérna og hvað þá að hóta með ESB og ættu þessir menn að vita það að meirihluti Íslendinga er ekki á leiðinni í ESB samkvæmt síendurteknum skoðanakönnunum og ef eitthvað er þá stækkar bara hópurinn sem er gegn ESB aðild...


mbl.is Segir Íra krefjast íslenskrar uppgjafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Brusselvaldinu er alveg nákvæmlega sama hvað veldur að fiskurinn kemur og hvað hann eyðir miklu í okkar lögsögu, Ingibjörg.  Þeir ætla að veiða hann sjálfir sama hvað.  Þeir sömu og ætluðu líka að kúga okkur með ICESAVE fara nú létt með að stela nokkrum fiskum.  Þetta eru gömul nýlenduveldi.

Elle_, 22.7.2012 kl. 00:01

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vel mælt Ingibjörg og við ættum að fara að þekkja yfirgang þessa apparats,þeim er sko slétt sama hvernig náttúran hegðar sér þeir neyta aflsmunar. Við ætlum ekkert að gugna fyrir þessum yfirgangsdelum.

Helga Kristjánsdóttir, 25.7.2012 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband