Búinn að vera....

Bara þessi orð hans Steingríms J. Sigfússonar þar sem hann segist ekki nákvæmlega vita hvort það verði á stefnuskrá flokksins fyrir næstu kosningar að hætta aðildarviðræðum við ESB segir okkur að VG mun svíka Þjóðina áfram ef það henntar svo...

Segir okkur að það verður ekki að marka eitt eða neitt varðandi loforð VG um það sem mun koma ef þessi flokkur gerir ekki eitthvað varðandi þessa ESB umsókn...

VG hlaut mikið af atkvæðum fyrir síðustu kosningar vegna þess að á stefnuskrá flokksins var ekki aðild að ESB og ef þessi flokkur ætlar sér að eiga viðreisnarvon þá verður hann að standa við loforð sín og í það minnsta að stöðva þessa ESB umsókn og láta meirihluta Þjóðarinnar ráða næsta skrefi þar....


mbl.is Samstaða um að fara yfir stöðuna í Evrópumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þarna lengdist nefið á Steingrími, og ekki var á bætandi.

Verst af öllu er raunveruleikafirringin sem hrjáir þennan VG-flokk, (og reyndar alla flokka). Heilaþvotturinn á þessu VG-liði viðist hafa tekist fullkomlega ( VG orðnir innvígðir og frí-múraðir frá raunveruleikana almennings). Það er fullkomlega á ábyrgð kjósenda, að kjósa ekki fólk á þing sem hefur logið að kjósendum, og svikið þá án samviskubits.

Siðblindir sjá ekki brenglunina í sínum verkum. Þannig er siðblindu einmitt lýst. Sú lýsing á við eigendur allra flokka á þingi.

Nú reynir á heilindi og dómgreind kjósenda, að muna hvernig fólk hefur logið og svikið samfélagið. Það er hagur og velferð heildarinnar sem skiptir öllu máli, og það er heildin sem skapar siðað og mannúðlegt samfélag, en ekki flokkar.

Sérhagsmuna-flokkar brjóta grunnstoðir samfélagsins niður í svikin, sundruð og skemmd brot. Þannig hefur það alltaf verið á Íslandi.

Valdið og ábyrgðin er hjá kjósendum samfélagsins, en ekki hjá valdasjúkum og siðblindum sem fá vald sitt frá kjósendum. Það er ekki endalaust hægt að kenna öðrum um okkar eigin dómgreindar og gagnrýnileysi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.8.2012 kl. 09:14

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Anna Sigríður það þarf að taka alvaralega á þeim sem ljúga sig svona til valda svo það verði víti til varnaðar fyrir þá sem á eftir koma og hugsanlega gæla við það að nota þann leik sér til framdráttar...

Persónukjör er það sem ég vil sjá koma og tel að þurfi að koma til þess að traust geti hugsanlega myndast aftur hér á Landi með tímanum...

Það á að láta svona stór og mikil mál eins og ESB er í hendur Þjóðarinnar áður en farið er af stað og þessi Ríkisstjórn hefur ekki einu sinni umboð frá Þjóðinni fyrir þessari ESB umsókn heldur eitthvað umboð einstakra einstaklinga á Alþingi sem halda svo mikið að enginn viti betur hvað okkur er fyrir bestu en þeir sjálfir...

Varðandi siðblindu þá er til leið til þess að opna augu þeirra sem hana hafa og nægir oft að heimfara gjörning viðkomanda á gjörning gagnvart honum sjálfum og þá vilja augu opnast oft á tíðum, en vissulega Anna Sigríður er til alvaraleg siðblinda þar sem meinloka er til staðar að sjá eigin gjörðir og vil ég meina að Noregur hafi eitt slíkt dæmi núna fyrir framan sig...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.8.2012 kl. 10:53

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já Ingibjörg, persónukjör er líklega eina leiðin út úr þessari spillingu. Það eru engar refsingar við svikum stjórnmálaflokka, og þess vegna talið löglegt og leyfilegt að ljúga og svíkja á siðlausan hátt. Allt fyrir eiginhagsmuni og valdafíkn.

Já, sorglegt dæmi um alvarlegan siðblindu-valdagræðgi-sjúkdóm, sem Norðmenn eru að glíma við núna, og ekki seinna vænna að viðurkenna siðblindu sem hættulegasta sjúkdóm veraldarinnar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.8.2012 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband