15.9.2012 | 16:21
Höldum vöku okkar...
Það er ein spurning varðandi þetta mál sem lætur mig ekki alveg í friði og það varðar valdið hjá Guðbjarti Hannessyni til þess að gefa þessa launahækkun...
Hann er ekki fjármálaráðherra og þegar hann segir að þetta hafi verið algjörlega hans ákvörðun þá fer maður að velta því fyrir sér hvort þetta sé gluggi sem er opinn Ráðherrum...
Geta þeir valsað með peninga úr Ríkissjóði án þess að það komi nokkrum við...
Hver er að gæta Ríkissjóð fyrir okkur almenning og þá sem völdu þetta fólk í vinnu fyrir okkur....
Launahækkunin röng forgangsröðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einmitt maður spyr sig hvernig þetta er hægt. Hver ber raunverulega ábyrgð á því að einsaka menn geti bara valsað um eigur almennings og gert það sem þeir vilja?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2012 kl. 16:40
Frænka mín sem vinnur sem ritari á gamla Borgarspítalanum,sagði að allir vinnufélagar hennar heðu verið á fremsta hlunni með að ganga út. En það er auðvitað ekki hægt,þau hugsa um sjúklingana. Greinilega vita ráðamenn af þeim kenndum heilbrigðra manna og spila á þá.
Helga Kristjánsdóttir, 16.9.2012 kl. 11:01
Góður punktur. Geta menn tekið einhliða ákvarðanir í svona málum? Geðþóttaákvarðanir? Ef ekki, þá þarf að finna þann meðseka. Að þessu þarf fjölmiðlafólk að komast. Standið ykkur nú gott fólk. Það vantar algjörlega góða rannsóknarblaðamenn í þessu landi okkar.
assa (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 13:10
Já Ásthildur og Assa þetta þarf að kanna frekar og einhver að bera ábyrgð á þessu...
Helga ég sagði það á fundi um daginn að ég væri þvílík stolt af okkur Íslendingum fyrir þessa þolinmæði þar sem mér finndist Ríkisstjórnin endalaust vera með ögranir í þá áttina að heildin viti bara ekki hvað henni er fyrir bestu...
Þolinmæðin er þroski og það er augljóst hvar Ríkisstjórnarfólk er statt þar á sviði...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.9.2012 kl. 22:21
Já Ásthildur og Assa þetta þarf að kanna betur og upplýsa.
Helga ég sagði það á fundi um daginn að ég væri stolt af því hvað við Íslendingar værum þolinmóð í okkur gagnvart Ríkisstjórninni sem mér finnst endalaust vera gefa okkur þau skilaboð að við sjálf vitum ekki hvað okkur sjálfum er fyrir bestu...
Berja hvatan úr okkur til þess að vilja bjarga okkur sjálf er henni búið að takast ágætlega með gjörðum sínum sem hafa falist í því að ljúga og svíkja að okkur Þjóðinni til þess eins að koma gæluverkefnum sínum á koppinn...
Þolinmæði er mælihvarði á þroska og það er ekki hægt að segja að Ráðamenn okkar geti státað sér af þeim þroska eins og meirihluti Þjóðarinnar ætti að geta státað sér af að hafa...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.9.2012 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.