Aldrei aftur Sjálfstæði sagði Jóhanna á sínum tíma...

Það sjá flestir ef ekki allir svik Ríkisstjórnarinnar nema Ríkisstjórnin sjálf...

Hvernig stendur á þessu...

Sporin sem komin eru eftir Ríkisstjórnina eru ljót og skilja ekkert annað eftir sig en sviðna jörð og brunarústir í sviknum loforðum.

Eins og stefna Ríkisstjórnar er þá er ekkert útlit fyrir breytingu og við fólkið höfum ekkert í hendi okkar sem segir að það sé eitthvað frekar hægt að treysta orðum Ráðamanna núna frekar en fyrridaginn í loforðum sínum um hitt og þetta og þar sem stefnan virðist vera að tortíma öllum smærri og meðal-stórum fyrirtækjum ásamt því að það sé ætlast til að við fólkið tökum bara á okkur hverja fjárhagsbyrðina á fætur annarri á bak okkar í formi hækkana allsskonar eins og á sköttum og gjöldum svo eitthvað sé nefnt án þess að við fólkið séum nokkuð höfð með í ráðum eða spurð að því hvort við getum eða getum ekki þá er ekkert annað í stöðunni fyrir Ráðamenn að gera en að viðurkenna tapað spil í endurreisn sinni...

Ríkisstjórnin á að gæta að okkar hag og tryggja að okkar hjól geti snúist eins og þau þurfa og þar er Ríkisstjórnin ekki búin að standa sig  hvað sem hún segir sjálf, og vegna þessa stöðu þá er ekkert annað að gera fyrir Jóhönnu Sigurðardóttir en að skila umboði sínu inn til Forseta og viðurkenna að þetta er tapað spil hjá henni...

Til Forseta skilar hún Jóhanna Sigurðardóttir umboði sínu ef hún skildi vera í vafa um hvert hún ætti að skila því eins og halda mátti á orðum hennar á Alþingi í gær....

Orð Jóhönnu Sigurðardóttir á sínum tíma þar sem hún lét það frá sér að aldrei aftur skildi verða Sjálfstæði hér fela mikið í sér og ætti kannski virkilega að taka þau orð alvaralega til skoðunar um hvað þau fela í sér eiginlega fyrir okkur Þjóðina...

 


mbl.is Eldar loga milli ASÍ og ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Ertu búinn að gleyma því sem sjálfsstæðismenn og framsókn skildu eftir sig?

Núverandi ríkisstjórn, eins vanhæf eins og menn vilja halda að hún sé, tók við sviðinni jörð eftir óstjórn síðustu 18 ára þar sem að við sáum eina mestu eignaupptöku í sögu Íslands, flestir góðvinir valdamikilla manna í bláu höndinni, og sumir í æðstu stöðum. Þetta fólk yppir bara öxlum í dag, segist ekkert hafa gert og svo kurrar í þeim eins og rjúpum á staur. Held samt að rjúpan hafi meira til málanna að leggja.

Vel gert, endilega koma þeim aftur til valda.

Ellert Júlíusson, 15.12.2012 kl. 13:13

2 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ellert, síðast þegar ég athugaði, þá er þetta þriðja ríkistjórn samfylkingarinnar í röð.

Þar fyrir utan stjórnaði samfylkingin báðum ráðuneytunum sem leiddu þessi ósköp yfir okkur 2008; þ.a.s. Bankamálaráðuneytinu og Utanríkisráðuneytinu.

Brynjar Þór Guðmundsson, 15.12.2012 kl. 14:57

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ellert ég hvet þig til að skoða betur fjármálasöguna aftur á bak og þá hverjir voru hvað og í hvaða hlutverkum.

Ég er búin að gera það nóg fyrir mig til að sjá að það er ósköp gott að kenna öllum öðrum um ófarir en eigin verkum...

Það sem við' Þjóðin þurfum að líta til núna er hvernig þurfum við sjálf að hafa þessa hluti fyrir okkur...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.12.2012 kl. 16:10

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Brynjar mikið rétt hjá þér og ég nokkrum sinnum búin að nefna það að mér finnist eins og núverandi stjórnvöld séu að klára verkið sem þau byrjuðu á en kenna samt sem áður öllum öðrum um...

Þetta er ekkert annað en tapað spil hjá Ríkisstjórninni og ekkert annað að gera hjá henni enn að segja af sér...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.12.2012 kl. 16:13

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvernig er þetta hjá Jóhönnu, hún nefnir Sjálfstæðisflokkinn í öðru hverju orði þegar hún heldur ræðu og þá alltaf að minnsta kosti í umvöndunartóni. Það gerir ekki annað en efla Sjálfstæðisflokkinn,en hún veit það ekki konukindin. Við höfum engar áhyggjur af sjálfseyðingu ríkisstjórnarflokkana,ef þær draga ekki þjóðina með sér í fenið,við verðum að spyrna við og virkilega sýna hvernig þjóðin hafnar ,,setuliðinu,, frá Esb.

Helga Kristjánsdóttir, 15.12.2012 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband