Núna reynir á ALÞINGI landsmanna...

Núna reynir á alþingi þjóðarinnar að standa með fólkinu sínu..sem er þjóðinn en ekki ríkisstjórnin.    Hjartað í Ögmundi segir, að réttast væri að fella samninginn...enn... segir hann líka. Skynsemin býður honum að fara varlega, segir að það leiði ekki endilega til réttari og betri niðurstöðu...það getur ekki verið verra en það sem er verið að gera okkur. þröngva þjóðinni til að borga skuld sem hún stofnaði ekki til. Skynsemin..það er nefnilega það.

Hann veltir einnig fyrir sér stöðunni sem upp myndi koma ef ríkistjórnin myndi springa vegna málsins.. Hangir hún ekki á bláþræði eins og maður myndi segja...

Nei það er betra að skella heillri þjóð í ánauð frekar en að fylgja því að rétt á að vera rétt. Þetta eru ekki skuldir okkar sem er verið að skella á okkur.

Ég segi þetta vegna þess að mér finnst hvorki ég eða þjóðinn vita hvers vegna ég eða hún ætti að borga þetta icesave...setja sig og sína í ánauð næstu 100 árin eða svo.

AF HVERJU ÆTTI ÞJóÐINN AÐ BORGA JóHANNA OG STEINGRíMUR..... Vegna ímynd okkar út á við..
Ég vil ekki heyra vegna ímynd okkar út á við..heyrt það nokkru sinnum . Því hver verður hún ef það verður látið undan geðþótta breta og hollendinga..

Vegna AGS... Nei segi ég þar líka, það er ekki rétt heldur, að þjóðinn verði að taka þessa skuld annara .icesave. á sig til að geta fengið hjálp fjárhagslega vegna stöðu sem fjárglæfra menn komu henni og heiminum í. Að AGS geti hagað sér svona er ekki góð fyrirmynd fyrir okkur eða aðrar þjóðir, og er sjóðnum til þvílíkrar skammar og niðurlægingar.Nú ef það á að skella þessari skuld á þjóðina vegna landsbankann og klúður hans, þá eru nöfn þar á bak við...landsbankinn var orðin einkabanki sem allir vita og banki með enga ríkisábyrg á bak við sig heldur , sem er náttúrulega allveg skelfileg fyrir fjármagnseigendur..en einkabanki með enga ríkisábyrgð..svo hvar voru bretar og hollendingar þar..þeir áttu að vita það..og það er ekki rétt að skella þessu á okkur Íslendinga fyrir fáfræði þeirra. Nú landsbankinn var banki landsmanna í sína tíð og ef Jóhanna eða Steingrímur..eða hver sem er þar innandyra í núverandi eða fyrrverandi ríkistjórnum hafa hagsmuni að gæta þar , þá eiga þau að stíga til hliðar því þá er ekki verið að hugsa um hag þjóðarinnar og hvað henni er fyrir bestu.

Við íslenska þjóðinn , flest okkar, erum alinn upp í  góðri trú sem færir okkur vonina , sem nærir hjörtu okkar af kærleika ástúð og umhyggju. Við íslendingar erum líka alinn upp í sterku siðferði og það má ekki taka frá okkur. Siðferðið hefur nefnilega að gera með mun á hvað er rétt og hvað er rangt..og siðferðislega þá er ekki rétt að skella þessu á þjóðina, það voru einstaklingar með nöfn sem ollu þessum ósköpum........

Ríkistjórn á að hugsa um hag þjóðar og lands. Hvað er fólkinu í landinu fyrir bestu, og ætti það að vera metnaður hverjar ríkistjórnar að gera það sem er fólkinu hennar réttast og best. Að fólkið hennar lifi í sátt og samlyndi og finni að það sé verðugt. VERÐUGT TIL ANNARS EN VINNA UPP SKÍTINN FYRIR AÐRA.

Svo að ætla að skella þessari icesave skuld á okkur íslendinga, skuld sem við tókum engan þátt í að stofna, skella þessu á íslendinga, sem eru siðferðislega meðvitaðir um hvað er rétt og hvað er rangt, getur aldrei verið rétt. það hrópar allt hjá þjóðinni að þetta sé siðferðislega rangt..og það verður að hlusta á það... það eru breyttir tímar..þeir eru byrjaðir..og leiðarljósið á að vera hvað er rétt gagnvart okkur íslendingum, og taka ákvörðun út frá því. Vissulega er þetta hræðileg staða fyrir breta og hollendinga..en þeir áttu að vita inn á hvaða reikninga þeir voru að leggja inn á .

Hvað okkur íslendingum er fyrir bestu á að vera markmið. ekki hvað öðrum þjóðum er fyrir bestu. Að verða fyrir sveiflu í lífsgæðum mun alltaf koma og fara. sum ár gefa betur en önnur og það eru eðlilegar sveiflur fyrir þjóðarbú að takast á við, en þessi sveifla icesave, er tilbúinn sveifla af manna völdum, og þá á að gera ábyrga. Ekki heila sjálfstæða og þvílíkt duglega þjóð sem átti sér einskis ílls von, og hefur alltaf allt fyrir alla vilja gera. En þarna hrópar ranglæti...og það verður að hlusta á það.

Við mannfólkið teljum okkur vera vitiborinn....og hvað þýðir að vera vitiborinn..svo mikið veit ég .. það þýðir ekki að geta keypt sig á kostnað annarra og eða vera yfir aðra hafin. Allir vinna sér inn traust og virðingu sem byggjist á  heiðarleika númer eitt tvö og...

svo mikið veit ég líka , að þegar hlutir eru ekki að ganga upp, þá eru þeir ekki í réttum farveg, og þetta icesave er ekki í réttum farvegi vegna þess að það er verið saka rangt fólk þarna. Fólk sem hefur ekkert gert að sér, og það er aldrei rétt.

Höfnum þessu og tökum sénsinn..það er ástæða fyrir því að bretar og hollendingar vilja ekki réttláta meðferð á þessu..gangi okkur íslendingum allt í hag í þessu og höfum trú á okkur. 


mbl.is Kvittað fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband