Hið besta mál.

já þetta er hið besta mál , og fyrir alþýðu manna er þetta stór frétt myndi ég halda. Mér sýnist þetta vera hárréttur úrskurður á dómi hjá bretum.

Kaupþings menn greinilega búnir að ræna eða stela þessum peningum þegar þarna er komið í sögu, og bresk stjórnvöld að hugsa um hag fólksins síns.

Það sem er merkilegt þarna líka er að breska fjámálaeftirlitið skuli hafa verið búið að senda skriflegar viðvaranir til KAUPÞING nokkru sinnum í ljósi versnandi fjárhagstöðu bankans.

Nú spyr ég, af hverju fær þjóðin ekki að vita nöfnin á þessum mönnum sem stóðu að baki þessum banka.  Þjóðin gæti þá leitt breta og hollendiga inn í rétta mynd að því sem gerðist..það er hverjir þeir eru sem rændu þá og íslendinga líka....

Það er einfaldlega ekki hægt að krefjast þess að þjóðin borgi þennan reikning .. í formi láns, hún einfaldlega getur það ekki nema setja sig í þvílíka ánauð og hreinlega hætta að lifa..hún mun ekki geta leyft sér að eignast húsnæði yfir fjölskyldu sína vegna þess að hún mun ekki hafa efni á því. Hún mun ekki hafa efni á því að geta menntað sjálfan sig, og hvað þá börn sín, sem þurfa hina ýmsu þjónustu á vaxtarskeiði sínu svo sem tannlækningar svo ég nefni einhvað, vegna þess að hún mun ekki eiga afgang til að geta mætt þessu. Þjóðin mun hugsanlega geta greitt ódýra húsaleigu til að geta haft efni á að hafa rafmagn og heitt vatn. Þjóðin mun ekki hafa efni á að geta fætt sig matarlega ef vel ætti að gera í næringu vegna hækkunar á öllum vörum.                                         Ég segi er hægt að gera þetta...krefjast þess að íslenska þjóðin borgi einhvað sem hún tók ekki...

En allavega þá ætti þessi frétt að hjálpa öllum að nálgast sannleikann, svo það ætti að vera auðveldara fyrir alþingi okkar að hafna þessum icesave samningi út af borðinu.  Þetta gæti gefið  íslendingum annan flöt til að vinna með þetta leiðindar og hörmungar mál sem icesave er.          Stöndum með okkur íslendingar í að halda landi okkar og þjóð, og látum ekki koma svona framm við okkur, ekki allavega án þess að láta reyna á dómstólaleiðina.


mbl.is Mál Kaupþings óraunhæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Singer friedland ? were under UK legislation as a seperate daughter company from Kaupthing, therefore the British Government could move the assets. Landsbanki were doing exactly the same as Kaupthing, but because IceSave was an Icelandic company, they could not move assets. That is why they had to use the freezing of assets law (You call it the terrorist law) to stop the flow of money out of the UK to tax free havens. If they had not used that law against Landsbanki, I would imagine the IceSave debt would be double that of what it is today.

Maltblossom (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 11:53

2 identicon

Dear Maltblossom, it´s a pity the isle of Man couldn´t use similar laws against the UK when all the Singer Friedlander assets were confiscated...

frikki (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband