Þjóðaratkvæðagreiðsla núna um ESB.

Finnst mér einni að það sé löngu komin tími til að þjóðin ákveði um framhald á þessari ESB aðild sinni ef hún vil.

Það hefur margoft komið fram og allar skoðannakannanir sína að þjóðin vil ekki í ESB.. svo ég spyr af hverju á að vera að kasta meiri pening í þessa umsókn ef þjóðin vil þetta ekki.

Það er ekki eins og íslendingar eigi nóg af peningum..og sumir hverjir eiga ekki fyrir reikningum sínum og hvað þá mat.

Hvað er þessi umsókn búinn að kosta íslensku þjóðina nú þegar...

Það á að stoppa þetta ferli núna áður en lengra er haldið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB hvort þjóðin vil inn eða ekki.

Íslendingar vilja ekki vakna upp einn morgun og  lesa það í blöðum að þjóðin sé gengin í ESB. og hún hafi bara ekkert um það að segja... EN ÞAÐ ERU NEFNILEGA LÍKUR Á þVÍ... og af hverju ég segi það.. Jú Jóhanna fékk breytingu í gegn á alþingi um þjóðaratkvæðarétt okkar íslendinga gagnvart atkvæðagreiðslu um ESB..og gildir þessi breyting bara um ESB þjóðaratkvæðagreiðslu.. það þarf nefnilega ekki atkvæðagreiðslu svo hún geti samþykkt inngöngu okkar.

Það er nóg að við íslendingar lesum að ríkistjórn sé búinn að ganga frá ICESAVE láni og samþykkja það, án þess að alþingi sé búið að afgreiða það.   Kveðja.


mbl.is Samninganefnd vegna ESB skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta á eftir að kosta alveg skelfilegan helling. Verður svo ekki gaman þegar þjóðin hafnar aðild eftir að þessum tilkostnaði og dýrmætan tíma alls þessa góða fólks hefur verið sólundað.

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 17:46

2 identicon

Mér finnst ESB bara hið besta mál og hlakka til að sjá hvað kemur út úr viðræðum.  Höfum örugglega eytt peningum í eitthvað vitlausara en aðildaviðræður.  Það er allavega á hreinu að til langframa mun það vera lang dýrast fyrir þjóðina að standa fyrir utan ESB.  Ég er nokkuð viss um það.  Svo það er spurning hvort þetta sé ekki bara "money well spent"?  Það verður það allavega ef við kjósum já! :)

(mér finnst auk þess skrítið þegar það er verið að gera margar skoðanakannanir um ESB án þess að við vitum hvað er í samningnum.  Kannski fáum við undanþágur og þá eru bara allir glaðir).  X-Já.

Ps.  Það er stundum erfitt að vera hægrisinnaður og ESB sinni.

Gaupi (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 21:58

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

takk fyrir þessa punkta..allt komment fær mann til að hugsa, en það sem ég er kannski að reyna að segja í þessu öllu saman er að benda á þessa aðferðarfræði sem ríkistjórnin er að nota. Þjóðin er mikið reið, og finnst hún algjörlega hunsuð í öllu..hvort sem hún er hægri sinnuð Gaupi, eða vinstrisinnuð, samfylking eða annað, þá er þjóðin að upplifa allt annað en henni var lofað í kosningum. En Gaupi þér að segja þá er það ekkert leyndamál að ég er sjálfstæð í hugsun, en líka alveg hræðilega ákveðin og þoli ekki óréttlæti og að það sé troðið á almenningi. Allt skal jafnt yfir alla ganga, og allir eiga sinn tilverurétt í lífinu, og það er svo mikilvægt að ég, þú, og allir finni til sín að verðleika, og ESB eða ekki, þá er enganvegin rétti tíminn núna fyrir það. Ríkistjórn hefur ekki mátt vera að því að taka á málum þjóðarinnar vegna þessarar umsóknar í ESB. Og ef Ísland hefur einhvern tímann þurft á ríkistjórn að halda sem vinnur fyrir fólkið í landinu og styður það, þá er það núna..kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.11.2009 kl. 23:37

4 identicon

Fyrst þarf að kynna fyrir þjóðinn hvað er í boði. Málið er að það eru svo margir fáfróðir um ESB. þó það sé hægt að kynna sér allt um málið mjög víða, en það tekur tíma og fólk hefur ekki tíma. Þeir sem hafa kynnt sér málið vel, eru hlynntir ESB, svo einfalt er það. Því það er ekkert að óttast! En það er ekkert skrítið að þeir sem hafa látið stjórnast af hræðsluáróðri, séu hræddir! Kæru landar, kynnið þið ykkur málin, myndið ykkar eigin skoðun og svo er hægt að kjósa. Kjósa fyrir framtíðina, börnunum okkar til heilla.

Margrét (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband