Ísland í hnotskurn.

Siðspillingin er með engu lagi lík, og svart er þetta, og hvað ætla stjórnvöld að gera þarna..allir þessir menn ganga lausir og hver veit hvern þeir eru að ræna í dag...og skyldi það allt eiga eftir að lenda á okkar breiðu bökum íslendinga að borga..

Íslendingar verða að athuga það að eftir þeirri mynd sem ríkistjórnin starfar og hefur gefið okkur, þá er um vini hennar að ræða þarna. Nýtt capital af peningum komið í þessa banka, capital sem var tekið að láni af núverandi ríkistjórn, og við íslendingar þegar byrjuð að borga í formi skatta.

Við Íslendingar eigum ekki að láta þetta líðast lengur, og ekki að taka sénsinn á að ríkistjórnin okkar bregðist eitthvað öðruvísi við núna en hún hefur gert, því þau viðbrögð sem hún hefur sýnt okkur eru ekki okkur almenningi í hag , en öll viðbrögð og allar aðgerðir hjá þessari ríkistjórn hafa verið þessum útrásavíkingum í hag, og það er ekki hægt lengur, og svo sannarlega höfum við íslendingar ekki efni á því að bíða eftir því að einhver annar taki upp hanskann fyrir okkur. Ríkistjórn á að víkja..

Rúmt ár liðið frá hruni hér, og enn að koma skítur upp, og maður fer ósjálfrátt að hugsa..

Hvað ef að þetta hefði nú verið verslun eða fyrirtæki sem þú lesandi góður hefðir átt, og það hefði komið í ljós að þú og þitt fólk væri búið að ræna gengdarlaust frá saklausu fólki, saklausu fólki sem treysti fyrirtækinu þínu... Í því réttarkerfi sem við höfum búið við, það er hinn almenni borgari að segja, þá væri löngu búið að loka fyrirtækinu þínu, dæma þig fyrir þjófnað, þú fengir háa fjársekt og fangelsisdóm fyrir brot þitt. Nafnið þitt og nöfn þeirra sem hefðu komið nálægt þessu broti hjá þér hefðu komið á forsíður fréttablaða STRAX.

Hingað og ekki lengra...við íslendingar höfum ekki efni á því að bíða. Bíða eftir því hvort ríkistjórnin ætli að ala áfram á þessari spillingu sem henni er einni lagið við og búin að vera dugleg við, eða að taka upp hanskan fyrir okkur. 

Þess vegna segi ég einu sinni enn...RÍKISTJÓRNIN Á AÐ VÍKJA , hún hefur ekkert gert nema leggja meira og meira á bök okkar að borga og allir íslendingar eiga bara að missa sitt og lifa hungur lífi í eymd og volæði til að bjarga ímynd ríkistjórnar útá við. Nei takk. Höfnum samþykkt á ICESAVE og sínum heiminum að svona á ekki að vera hægt að koma fram við einn eða neinn saklausan einstakling. Tökum nöfn þessara manna, það er útrásavíkinganna og setjum þau fyrir augu heimsins svo aðrir geti varað sig á þeim. Tökum alla þessa einstaklinga sem eru viðriðnir þessari siðspillingu og gerum þá útlæga frá landi okkar með þeim skilaboðum, að þeir verða aldrei velkomnir hingað, og tryggjum að þeir munu aldrei geta fest sér rætur hér aftur. það yrði kannski víti til varnaðar fyrir aðrar þjóðir að vita nöfnin á þessum mönnum, og hjá okkur kannski meiri skilningur á af hverju við höfnum ICESAVE sem er svo sannalega ekki okkar að borga.

Stöndum saman í þessu. Mín ástæða fyrir þessum skrifum mínum hér er einfaldlega sú að mér þykjir vænt um landið mitt, og get ekki hugsað mér að einhverjir græðgiskallar utan úr heimi eignist Ísland, og við íslendingar jafnvel gerðir útlægir úr okkar eigin landi.


mbl.is Skulda milljarð út á jarðakaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Get ekki verið meira samála þér svona skrif og hugsun er ljós í hruninu og óréttlætinu sem við erum beitt þessa dagana áfram ísland.

Sigurður Haraldsson, 7.11.2009 kl. 18:17

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Haföu þökk fyrir þessa hvatningu frá þér.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.11.2009 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband