16.11.2009 | 14:52
Kosningasvik.
Þjóðin er ekki að horfa á neitt nema kosningasvik ofan á kosningasvik, og hvernig geta þessir stjórnmálaflokkar komist upp með þetta....
Hafa þeir spurt sig,,,hvernig þetta endar allt saman ?
Að ná því að verða kosnir til valda vegna stefnu þeirra um björgun heimilanna í landinu, skjaldborginni sem átti að slá utan um þau, og vegna þess líka að það væri ekki að ræða það að þjóðin borgaði þessa ICESAVE óreiðuskuld þessara óreiðumanna.
Og VG vegna þess að inn í ESB átti ekki að fara.
Hvaða stefnu þessir einstaklingar það er alþingismenn og ríkistjórn kjósa er náttúrulega algjörlega þeirra, en þau öll voru kosin vegna kosningaloforða sem þau gáfu þjóðinni. og það hljóta þau að þurfa að standa við og VIRÐA.
Á sama tíma þá hljóta þau líka að vera meðvituð um hvað það gæti kostað þau að fara á bak við kjósendur sína.
Þetta eru stærstu og siðlausustu kosningarloforðs SVIK sem ég man eftir, og kúgun á einni þjóð sem hefur ekkert gert af sér annað en að treysta orðum þessara fólks, og treyst því að það væri marktækt í orðum sínum. Svo hvað verður um traust almennings til þessara stjórnmálamanna, sem væntanlega hafa ætlað sér að eiga framtíð í stjórnmálum, þegar svona stór svik eru í gangi er ei gott að segja, en hrædd um að margir ungir og upprennandi stjórnmálamenn eigi sér ekki afturkvæmt þar inn á borð í bráð. ÖLL RÍKISTJÓRN VAR KOSIN VEGNA KOSNINGA LOFORÐA, OG ÞAU Á AÐ VIRÐA. Þess vegna segi ég ein stór Kosningasvik.
Kýs líklega með Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.