Heilaþvottur og Blekking.

Er ríkistjórn búinn að ákveða að ICESAVE er ekki þjóðarinnar að borga..og dómstólaleiðin skal farin, var það sem mér datt fyrst í hug við lestur á fyrirsögn þessarar fréttar.

Að Íslendingar verði sáttir, hvað þá mjög sáttir eins og Árni Páll segir við niðurstöðu í ICESAVE hlýtur þá að vera niðurstaða þar sem það er búið að ákveða að hafna ICESAVE.

Hvernig það er búið að heilaþvo liggur við að maður segi stjónmálamenn Samfylkingunar og VG í því að þjóðin eigi bara að borga þetta, og að það sé allt í lagi að setja núverandi þegna hennar og komandi kynslóð í ánauð og fátækt, missa allar eigur sínar, og munu ekki geta eignast eitt eða neitt nema rétt skrimmta með gjafmiðum frá ríkinu sér til stuðnings, til að ná endum saman í lok mánaðar, er það sem þessi háttvirta ríkistjórn er að segja okkur að koma skal fyrir okkur, og okkar komandi kynslóð.

Heilaþvottur segi ég, eða að öll ríkistjórn laug að þjóð sinni til að komast til valda, og ef svo er þá er það mjög alvaralegt mál.....og á ég erfitt með að trúa því.

Þess vegna segi ég heilaþvottur því ég á erfitt með að trúa því að allir innan ríkistjórnarinnar hafi verið á því að ICESAVE væri sukkreikningur þjóðarinna, enda komið í ljós að það eru nöfn á bak við þessa skuld, sem er svo sannanlega ekki þjóðarinnar að borga.

Leiðindar mál þjóðarinnar er ríkistjórnin sem er að setja þjóðina á hausinn vegna skuldar á fé sem er ekki hennar að borga, og hún fékk ekki eða tók ekki að láni.

Hvernig þetta getur verið ásættanleg niðurstaða er alveg óskiljanlegt, þar sem það er alveg ljóst að þetta er ekki þjóðarinnar að borga. Allir skattar að hækka meira, allt matvöruverð hækkar og hækkar, öll gjöld hækka, laun lækka á sama tíma, og fólk er ekki einu sinnu að fá réttlátar hækkanir á laun sín í takt við þessar hækkanir, og ekki má maður nú gleyma að nefna húsnæðis og atvinnumál, sem á ekkert að gera í, því ekki eru þetta miklar lausnir sem þar hafa komið.

Svo allir þeir stjórnmálamenn sem ákveða að samþykkja ICESAVE eru að gera það í óþökk við kjósendur sína og munu ekki eiga sér mikla viðreisnar von áfram í trausti þjóðarinnar, og hvað þá að geta átt von á endurkosningu.

Hafið kjarkinn alþingismenn og standið við bakið á þjóð ykkar sem kaus ykkur í góðri trú.Hafnið ICESAVE.


mbl.is Sáttur við lyktir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Tek undir með þér. Var að enda við að svara Vettvangi Magnúsar,sem ég er nánast aldrei sammála í þessum ófögnuði,sem þetta´Icasavemál er,verði þetta samþykkt ætla ég að taka til minna ráða.(þetta er nú bara djók,en innsta ósk samt).

Helga Kristjánsdóttir, 17.11.2009 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband