Að það megi ekki gleyma því...

Það slær mann hvernig hann Árni Þór Sigurðsson talar. Talar eins og það séu allir íslendingar sem eru sekir.

Að það megi ekki gleyma því að það eru ÍSLENDINGAR sem beri ábyrgð á IVESAVE, að það voru ÍSLENDINGAR sem fóru út í heim og stofnuðu til þessar...skuldbindingar...sem hann kýs að nefna ICESAVE frekar en að tala sannleikann. Sem er að það voru jú vissulega íslenskir einstaklingar sem áttu þessi Einkafyrirtæki sem bankarnir voru, og það voru þeir sem stálu eða rændu þessum fjármunum frá þeim, það er Bretum og Hollendingum. Og það á að leggja þetta á þeirra herðar, en ekki okkur hin sem höfum ekkert gert af okkur.

Það er Ríkistjórn Íslendinga sem er að setja þessa skuld á herðar Íslensku þjóðinni, og enginn annar.

Það er Alþingi Íslendinga sem ræður  því hvort það verður gert rétt þarna eða ekki.

Að setja þetta á herðar þjóðarinnar er ekki rétt, hvorki lagalega né siðferðislega, og hvaða skilaboð það eru, sem er verið að gefa þarna með því að hunsa þjóðina svona algjörlega, verður að skoða betur áður en endaleg ákvörðun er tekin, þaö gleymist nefnilega alveg aö skoða þetta út frá þeim punkti.. Rétt á að vera rétt, eins og rangt er alltaf rangt. Og þetta er stór partur af uppeldisfræðum og siðferði sem við ÍSLENDINGAR erum aldnir upp við. Og það á hver og einn að taka sína ábyrgð þarna sem á í hlut, og Ríkistjórnin á að hætta að hugsa þessa leið, það er að setja þessa skuld þessara einstaklinga á alla þjóðina, og hún á frekar að hugsa um að ná frekar í aftur endann á þessum mönnum og refsa þessum einstaklingum sem svo ílla vildi til að voru ÍSLENDINGAR. og það eru þeir sem bera ábyrgð, og þeir eiga að fá þessa ICESAVE skuld á sínar herðar.EKKI ÞJÓÐIN.


mbl.is Klár og hrein tengsl Icesave og ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband