Leikflétta...

Hvað er þetta annað en leikflétta...allt sama innvolsið innandyra...en nýr pappír utanum. Á góðri íslensku myndi þessi leikur heita KENNITÖLU flakk. Og hversu langan líftíma skyldi þessu nafni verða gefið...nafn sem gefur til kynna... Þrautseigju ... Samvinnu... og allra síst má ekki gleyma að nefna ENDURKOMU...svo það segir sig sjálft...allt sama innvolsið og var, en bara nýr pappír utanum. Og svo ætlast ríkistjórn til að fólkið treysti henni og trúi.

Þarna sér þjóðin skjaldborgina sem ríkistjórnin setti fyrir heimilin og fjölskyldurnar í landinu...

Skjaldborgin var nefnilega allan tímann, heimili Breta og Hollendinga, íslensku bankarnir og eitt stykki tryggingarfélag.

En ekki heimili eða fyrirtæki íslendinga sem eiga samt að skammast sín fyrir eitthvað sem þeir gerðu ekki, en eiga samt að borga fyrir eitthvað sem þeir stofnuð ekki til, og þvílík veruleikafyrring sem þetta er orðið allt saman hjá þessari blessaðri ríkistjórn, það hálfa væri nóg.

Ríkistjórn Íslendinga á að segja af sér tafarlaust, hún hefur ekki dómgreind á hvað er rétt og hvað er rangt, því bara það að reyna að troða þessari blessaðri ICESAVE skuld á alla þjóðina er veruleikafyrring, að vita hverjir stofnuðu til skuldarinnar, og að ætla að láta þá komast upp með það að geta stolið þessum peningum, og sæta ekki ábyrgð, og að aðrir saklausir einstaklingar verði gerðir ábyrgir fyrir greiðslu á því sem stolið var, og það að saklausir einstaklingar missi eigur sínar og annað fyrir þetta er veruleikafyrring og ekki hægt, ætti allavega ekki að vera hægt siðferðislega eða lagalega séð.

Vanhæf ríkistjórn segi ég og á hún að víkja tafarlaust eins og ég hef sagt fyrr. Ef að þetta er eina leiðin sem hún er að sjá sig geta farið fyrir íslendinga, þá á hún að fara strax svo aðrir geti tekið við sem láta sig kannski fólkið í landinu varða. kveðja.


mbl.is Kaupþing verður Arion banki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri nú ekkert sérstaklega góð íslenska að kalla nafnaskipti kennitöluflakk, bankinn heldur jú sömu kennitölu. Stofnun "nýju" bankana voru síðasta vetur var hins vegar ákaflega hefðbundið kennitöluflakk!

Gulli (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 10:36

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Nýju nafni fylgir alltaf ný kennitala.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.11.2009 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband