23.11.2009 | 11:02
Jafnræðisregla...
Þetta eru en einar fréttirnar sem styðja en frekar að ÍSLENDINGAR eiga allir sem einn að krefjast þess að þessu ICESAVE rugli verði nú hætt...Hætt við að reyna að troða þessari ólánsskuld sem nokkrir einstaklingar ollu en ekki öll þjóðin, eins og ríkistjórn er að reyna endalaust að troða í hausinn á okkur almenningi að það voru allir íslendingar sem ollu þessu, en því miður fyrir Íslenska þjóð að það voru Íslenskir einstaklingar meðal annars sem ollu þessari skuld, en ekki ÖLL ÞJÓÐIN.
Íslendingar eiga að hafna þessu núna strax, og útskýra fyrir Heiminum hvernig ríkistjórn íslendinga tók þá ákvörðun að láta þegna sína borga þennan þjófnað frekar en þá sem eiga í hlut.
Að allir þessir Hagfræðingar, lögfræðingar sem og aðrir, sem eru að reyna að segja þjóðinni og ríkistjórn að Íslendingar eigi ekki möguleika á að geta borgað ICESAVE, og þjóðin horfir á, meðtekur hverja fréttina á fætur annari um að þetta er bara ekki hægt, og ríkistjórnin kemur fram á sama tíma og segir að það sé svo gott frammundan, mikill hagvöxtur, allt á uppleið, svo mikill að þjóðin muni varla finna fyrir þessu....og ALÞINGI eigi bara að samþykkja að öll þjóðin borgi þennan REIKNING ICESAVE steinþegjandi og hljóðalaust er VERULEIKAFYRRING.
Á sama tíma kemur ríkistjórn fram og segir.. Erfiðir tímar framundan fyrir íslendinga.. og allt skorið niður, skattar hækkaðir, matur hækkaður, rafmagn og hiti hækkað, allt varðandi rekstur faratækja hækkað, og er þetta bara brot af því sem er að hækka, og búið að hækka sem ég nefni hérna... fyrir utan það eignatjón sem margir íslendingar eru nú þegar búnir að verða fyrir með því að missa eigur sínar, og aðrir að missa eigur sínar, eignartjón kýs ég að segja þarna, því íslendingar trúðu bönkum sínum, Íslandingar sem og aðrar þjóðir trúðu því að bankinn væri að gera í góðri trú við viðskiptavini sína, en ekki að bankarnir væru markvisst að stefna að því að eignast allar eigur manna. Bara það sem Gunnar Tómasson hagfræðingur ásamt hóp annara fræðinga er að reyna að segja okkur er það alvaralegt fyrir þjóðina að það verður og ber að taka til athugunar núna, og ber að líta á með alvöru í huga.
Hvernig Forsætisráðherra vor og hennar ríkistjórn eru að beita sér í þessu og krefjast þess að íslendingar setji sig í ánauð fyrir þetta sorglega rugl sem íslenskir einstaklingar ollu er ekki hægt lengur, og verða íslendingar að fara að fá ríkistjórn sem stendur með Íslensku þjóðinni, Hugsar um hag hennar og velferð í einu og öllu.
Hafið kjark Alþingi allir sem einn, og hlustið á vilja þjóðarinnar, hafnið þessu láni aftur í heimahús með þeim skilaboðum, að hversu mikill sem vilji íslensku þjóðarinnar er að hjálpa þeim sem urðu fyrir fjárhagstjóni þarna, þá er það ekki okkar að borga, og enganveginn fært að Íslendingar tapi ÖLLU sínu og Íslenska þjóðin að lifa sultar lífi ókomna tíð og hennar afkomendur næstu kynslóðir vegna þessa. Og tölum nú ekki um ef að þetta er miðinn fyrir Jóhönnu Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinnsson sem og Samfylkinguna í ESB..............
Þjóðaratkvæðagreiðslu um ICESAVE og inngöngu íslendinga í ESB á að krefjast nú þegar, og er það réttur ÍSLENDINGA.
Gæti sparað 185 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér, verðum að fá úr þessu skorið eftir öðrum leiðum en pólitískum hagsmunaleiðum - kosningar um ICESAVE sem og hugsanlega inngönu í þetta ESB.
Ég er harður á því að borga ekki þetta ICESAVE - hinsvegar gæti farið þannig og kanski er það ein leinðin sem hugsanlega hefði mátt fara í áður þe nauðsasamninga ? , við hefðum þá allavegana haft um þetta að segja allt og sótt hefði verið á "útrásarliðið" af fullum þunga, ekkert athugunarvert við það svo sem - skárra en að skuldsetja heila þjóð fyrir upphæð sem ekki nokkur maður veit hver er ? eða hvað ?
Jón Snæbjörnsson, 23.11.2009 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.