Axla ábyrgð segir hann...

Axla ábyrgð, axla ábyrgð, segir maðurinn. Ekki skrítið þegar litið er til þess að hann er með hálfútfylltan lánasamning með nafni sínu sem greiðandi á,( Undirskrifað í skjóli nætur 5. Júni 2009.) en er svo ekki að fá ábyrgðarmenn með sér vegna þess hversu óendanleg upphæð er á honum og enginn treystir sér til að taka ábyrgð á svona láni. Þökkum fyrir Alþingi Íslendinga núna sem berst fyrir hag okkar.

Skelfilega dapurt mál segir hann líka, leiðinlegt og þar fram eftir götu. En ekki hvað hjá honum, þetta eru ekkert smá vandamál sem hann er búinn  að koma sér í þarna.

Hann segist hafa tekið þann besta VALkost  sem í boði var...hverjir voru aðrir valkostir hjá honum.. Þjóðin á rétt á að fá að vita það, það er jú verið að fara fram á að hún, ég, við Íslendingar borgum.. Hann segir einnig að þetta sé ekki einkamál okkar Íslendinga... hvað á hann við, það er verið að fara fram á að bara við Íslendingar borgum og enginn annar, og við sem vitum að okkur ber ekki skylda að borga þennan reikning, einfaldlega vegna þess að hann er ekki okkar. Að þjóðin fá engu um það ráðið hvort hún vilji taka á sig þessar Þjóðréttarlegu skuldbindingar getur bara ekki verið rétt... Og í framhaldi af þessum ummælum hans, þá spyr maður...Hver er búinn að skuldbinda okkur þjóðréttarlega séð...

Þjóðin er ekki skuldbundin fyrr en Alþingi er búið að gefa samþykki sitt, og Forsetinn samþykkja.

Ef þessi ICESAVE reikningur er ekki tilfallin til að fara með í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá veit ég ekki hvaða málefni gætu átt betur heima þar en þetta.

Að segja að við munum alltaf geta tekið málið upp seinna er sjálfsagt rétt hjá honum, það er alltaf hægt að koma kvörtunum frá sér, en segja svona vitandi hvernig fyrirvararnir eru núna á þessu máli er mikið ábyrgðarleysi, og virðist frekar benda til að það er annsi miklu kastað til til að fá þennan reikning samþykktan.

Hann Steingrímur kemur mikið inn á að þau hafi verið kosin með trausti meirihluta þjóðar, og það er alveg rétt hjá honum, þau voru kosin, en hann er ekki að sjá að þau voru kosin vegna kosningarloforða sinna. Loforðum um hjálp fyrir þjóðina, loforða um skjaldborg utan um heimilin og fjölskyldurnar.. Og hvernig eru þau búin að koma fram við þjóðina sína þar...Skjaldborg utan um fyrirtækin og atvinnulífið.. Og hvað eru þau búinn að gera þar....

Eitt er á hreinu, það að þau voru ekki kosin til að fara þessa leið sem þau eru að fara, og hefur maður stundum heyrt talað um að öll þessi kosningarloforð fyrir kosningar, séu bara blekkingar til að komast til valda.Og getur það vel verið svo sé. En þessar kosningar sem þau voru kosin í voru ekki alveg undir venjulegum kringumstæðum, svo maður gat ekki ímyndað sér að þau væru að sjá sér leik á borði.

Hvernig hann talar um okkur þjóð sína er ekki fallegt, eins og við séum andsnúinn honum vegna þess að við erum ekki sammála. Erum bara með skrílslæti og skrípaleik eins og hann hefur sagt.

Að axla ábyrgð í þessu ICESAVE máli sem og öðrum fjármálum, þýðir að það er aldrei hægt að ganga út frá öðru en því sem maður hefur. Hvað fer í rekstur, uppihald og útgjöld. Aðrar auknar skuldbindingar sem maður ræðst í, fara væntanlega eftir hver afgangur verður.  Þannig mundi maður halda að gott bú ætti að vera rekið.

Sorglegt mál svo sannarlega.

Stöndum saman vörð um landið okkar. Það þarf okkur núna.

Verjum Sjálfstæði okkar og Fullveldi. Kveðja.

 

 


mbl.is Samkomulag um afgreiðslu Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband