Sorglegt.

Að sjá þróunina sem þessar hækkanir allar munu leiða, og afleiðingarnar af þeim er kunna verða, er það sem mig langar aðeins að minnast á að aðalmáli hér.

Afleiðingarnar á sálartetrið okkar sem er þegar byrjað, hvað sem allir segja þá skilar þetta sér beint þangað hjá öllum. Þeim sem hafa samvisku og metnað í að standa blikkið sitt eins og maður kallar það, og er það ekki ósk okkar allra, að geta staðið okkur...

Öll vitum við að það eru breyttir tímar, og ekkert verður eins í framtíðinni, og öll vitum við það að það verður að skapa verðmæti svo hjólið snúist. Öll, vonandi öll erum við tilbúinn að taka á okkur tímabundnar þrengingar, annað eins höfum við gert, og höfum svo sannarlega sýnt hvað í okkur getur búið ef á hefur þurft að reyna í sögu okkar.

Að standa með þennan ICESAVE reikning yfir höfði okkar, Reikning sem er ekki okkar ( Reikningur Einkabanka Landsbankans ) Reikning sem þjóðin veit að hún þarf lagalega ekki að borga, en er þröngvað samt á herðar okkar og mun hafa þær afleiðingar að við öll sem einn förum í ánauð, og hvaða líðan kallar það á hjá þjóðinni þegar staðan er orðin þannig, Jú Reiði, Vonbrigði, vonleysi og kvíði. Hjá foreldrum og bara hjá öllum sem ábyrgð hafa skiptir mála að geta staðið sig, borgað það sem maður þarf að borga, og átt ofan í sig og á. Að standa frammi fyrir því að þurfa að velja hvort það verður til fæði og klæði, eða borga reikningana á engin að þurfa að standa frammi fyrir í okkar þjóðfélagi, en er nú þegar að gerast, þó að ekki helmingurinn af öllum skattahækkununum og álögunum séu komin á sem koma munu..

Hvaða afleiðingar á framtíðina okkar og barna þetta mun hafa með tillit að þessu sjónarmiði geta aldrei orðið góðar. Allir alltaf pirraðir, pirraðir og reiðir yfir að geta ekki staðið blikkið sitt, og allir ég segi allir munu kenna þessum óhroða reikningi ICESAVE að nafni um, ungafólkið mun alast upp við biturð og reiði. Við Íslendingar munum verða þung á sál okkar, reið og örg yfir að við skyldum hafa látið bjóða okkur þetta, En hvað, við létum samt gerast.(Ef verður) Kúga okkur og plata með fagurgali frá Ríkistjórn, og þar verða mannanöfn nefnd á heimilum, svo hvaða framtíð af fólki verður til við það...Jú fólki sem veit hverjum verður kennt um, og hvert þessi staða skilar sér er náttúrulega beint til barnanna okkar, og þaðan til barna þeirra og áfram. Kynslóð af fólki sem er alið upp í fullt að reiði.

Nei þá er betra að láta minnast þess í sögunni að við Íslendingar allir sem einn reyndum allt sem við gátum til að verja Sjálfstæði okkar og Fullveldi. Hvernig það skráist í söguna, verður allt eftir því  hvernig við tæklum þessa stöðu  núna eins og sagt er á fótboltamáli, og er það í okkar höndum núna kæru íslendingar og er mikilvægt að við öll séum meðvituð um þessa stöðu, en með máli mínu er ég að segja líka að þetta er allt í hendi okkar núna, það er þetta val sem við stöndum frammi fyrir,  hvort við ætlum að sæta þessari kúgun sem er verið að beita okkur, sæta þessum ómannúðlegu vinnubrögðum sem Ríkistjórnin er að láta viðgangast á Alþingi. Alþingi okkar sem Ríkistjórn ber að hlíða. Allir vita það að til að skila góðum vinnudegi, þá skiptir góður svefn og góð næring miklu máli, og rannsóknir sýnt beint samhengi þarna á milli. Það eru mikilvæg mál þessi skattamál okkar, og á ekki að hlaupa með þau.  þetta ICESAVE mál á engan vegin heldur að hlaupa með, tala ekki um eins og staðan er í dag. Það virðist engu máli skipta hvernig á að búa þennan pening til sem þarf að skaffa svo hægt sé að mætta útgjöldum ríkisins, peningurinn skal tekin hvernig sem farið verður að af okkur í aðgerðum Ríkistjórnar, og væri nú ekki betra að fá að vita hvernig er hægt að búa hann til fyrst ? það er alla vega skynsamlegra.. Að lesa það í fréttum núna að ICESAVE skal samþykkt og sett í lög fyrir áramót segir okkur að Steingrímur Jóhann Sigfússon Fjármálaráðherra okkar er enn og aftur að vinna óvönduð vinnubrögð, búinn að segja áður að það verði unnið vel og vandlega í þessu máli sem og öðrum málum, snúa sér svo við á næsta blaða-fréttamann og segja KLÁRA KLÁRA fyrir áramót... Ég bara spyr, er hægt að líða svona vinnubrögð, hann vitandi af þeim upplýsingum sem þjóðin fékk í gær af þessum fundi sem átti sér stað með AGS mönnum.... Er von nema að maður veltir því jafnvel fyrir sér hvort hann sé kannski búinn að vaka of lengi, Maður sem setur kröfur á samstarfsmenn sína þarf að geta staðist þær kröfur sjálfur, og getur ekki sett kröfur sem hann getur ekki staðist sjálfur, nema veikur eða fatlaður sé, og ekki veit ég til þess hjá honum. Það er ljóst á hans mönnum og Samfylkingarmönnum að þau eru ekki að geta staðist þessar kröfur sem lagt er á þau, og ætlast til af þeim í vinnunni inn á Alþingi, geta ekki mætt og fjallað um málin og unnið þau út frá því sem þarf að gera vegna álags. Það er ekki hægt að ætlast til að stjórnarandstaðan vinni ein. það er ekki hægt að Alþingi fái ekki þann tíma sem þarf til að afgreiða málin, og svona mál sem ICESAVE er, og skattamálin okkar, það á ekki að afgreiða þessi mál án þess að vita hverjar verða afleiðingarnar af þeim breytingum sem er verið að gera.

Þá á hreynlega að gilda sú regla, að þegar lausn og leið er komin á mál, og hvað þá þessi mál ICESAVE og skattamálin, þá á að fara heim með það og sofa eina nótt á því áður en gengið er endalega frá búningi þess, og allir eru en sama sinnis daginn eftir. Forseti Alþingis á að sjá til þess að það séu unnin vönduð og góð vinnubrögð á Alþingi, og algjörlega óháð tíma. Unnið sé eftir stærð málefnis og efna, en ekki klukkunni. Þjóðin þarf að sjá að hún geti lifað á innkomu sinni, og það ræðst meðal annars á þessum málum.  Kveðja.


mbl.is Skattafrumvörp til nefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband