Smánarleg Ríkistjórn

Eðlileg samskipti segir maðurinn, já það getur vel verið að svona vinnubrögð séu eðlileg í sumum tilfellum.

En að lesa það að Bretar og Hollendingar hafi verið svo óöruggir með lagalegu hliðina sína á þessu, og ef við munum nú öll ummælin sem eru búinn að falla um ábyrgð okkar, Axla Ábyrgð, Axla Ábyrgð, sem við erum ekki ósjaldan búinn að heyra síðustu daga. þá er forkastanlegt hvernig Ríkistjórnin okkar gefur algjöran skít í okkur Íslendinga, og reynir allt til að knésetja okkur í samvinnu með Bretum Hollendingum og AGS, og allt til að Jóhanna fái miðan sinn í ESB, og einhverjum nöfnum innan Landsbankans hlíft. Lánabók bankans upp á borð núna...

Að Bretar og Hollendingar hafi verið svo óöruggir með lagalegu hliðana, og hafi ekki viljað búa við þá  lagalegu óvissu að fá kannski bara það sem hefði verið til í innistæðutryggingarsjóði og í eignum bankans, fær mann til að hugsa...er Steingrímur ekki búinn að vera að reyna telja okkur trú um að þessar endurheimtur innan bankans í eignum muni greiða þetta allt, Er hann kannski búinn að ljúga líka af okkur með þessar eignir allar, og virði þeirra, og hvað erum við að lesa hér, að ekki voru eignirnar nægar, og ótryggar líka greinilega fyrir Breta og Hollendinga. Þetta segir okkur í raun að ekki króna af þessu öllu saman er okkar að greiða. Bretar og Hollendingar vissu það allan tímann að ábyrgð okkar Íslensku þjóðarinnar var enginn, og er þá enginn. Að Jóhanna og Steingrímur hafi kosið að fórna okkur þjóðinni í þessum leik er öllu verra að heyra fyrir okkur og sárt að verða fyrir því að Ríkistjórnin virði ekki þegna sína meir.

Vanhæf Ríkistjórn. Krefst afsagnar hennar tafarlaust vegna siðleysi og siðblindu sem hún er haldinn.  Kveðja.


mbl.is „Eðlileg samskipti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Utanflokksstjórn strax það sem er að gerast þarna er pólitísk nauðgun á almenningi

Sigurður Haraldsson, 7.12.2009 kl. 20:42

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég mundi halda það að þjóðin verði að bregðast við þessu, ef við ætlum ekki að láta þetta gerast. Það liggur við að maður segi að það verði hreynlega að kalla alla þjóðina saman núna, og þjóðin ákveði saman hvernig ætti að taka á þessu Icesave máli, fá úr því skorið hvort hún vilji áfram með þessar ESB viðræður, sem eru nú að reynast aðeins meir en bara viðræður, hvernig við ætlum að byggja upp, fara af stað, það er svo margt sem við getum gert, bara ef við viljum. En ég er til í pælingar á þessu.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.12.2009 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband