Glansmynd á okkar kostnað.

Hverslags sýndarmennska er þetta. 

Að utanríksráðneytið, og þá væntanlega Utanríkisráherra okkar skuli sjá meiri þörf á að styðja menntaverkefni sem miðar að því að AUKA skólaaðgang, og BÆTA gæði menntunar barna í Paderhéraði í norður Úganda er alveg óskiljanlegt núna vegna þess að.....

Þetta er gert á kostnað okkar Íslendinga, og eins og staðan er hérna heima núna, þá væri óskiljanlegt að þetta framlag fengi ekki gagnrýni.

Allir skilja það að stundum er maður meira aflögufær, og stundum minna. Gott og þarft verkefni Barnaheilla í starfi er ég ekki að gagnrýna, og er mikilvægt að það komi hér fram fyrir mig sem persónu, en við Íslendingar erum núna í erfiðri stöðu. Svo erfiðri stöðu að við eigum ekki sjálf fyrir skólabókum barna okkar tólum eða tækjum vegna okkar erfiðu stöðu. Sem er vegna allra þeirra skerðingar sem eru yfir okkur að dynja vegna þessa hruns í fjármálaheiminum og ICESAVE krafna sem eru ekki okkar. Staðan svo erfið hjá stórum hluta Íslendinga, barnafjölskyldum sem og öðrum einstaklingum, að við erum með langar biðraðir í viku hverri af fólki, sem leitar eftir mataraðstoð. Eigin þjóð sem stendur frammi fyrir því að lífsskilyrði sinna eigin ófæddu barna í komandi framtíð eru að skerðast frá og með janúar 2010. Svo þessi sýndarmennska hjá ríkistjórninni hérna út á við, er alveg óskiljanleg. Íslendingar eru að súpa dauðan úr skel liggur við að maður segi, á meðan við verðum áhorfendur á svona vinnubrögðum. Nei maður hlítur að gagnrýna svona vinnubrögð á svona tímum. Ríkistjórnin verður að fara líta sér nær.

 Utanríkisráðherra ætti að skammast sín.  kveðja.


mbl.is Utanríkisráðuneytið styður Barnaheill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband