Það var nefnilega það..

Mér finnst þetta mál vera allt saman orðið ljótt í alla staði fyrir okkur Íslendinga, þvílíkt búið að traðka á rétt okkar og mannorði í þessu, Forsætisráðherra og Fjármálaráðherra marg búinn að stíga fram og fullyrða við okkur að enginn samgangur sé þarna á milli, mikill og dýrmætir tími farinn í hvað...

Nei það er komin tími til að þessi vit-leysa  fari að víkja og einhver raunveruleiki fari að taka við.

Við Íslendingar eigum það sem við eigum og ekkert annað. Það er aldrei hægt að byggja eitthvað á sandi eins og er verið að sína sig hérna. Hvað þá heillt hagkerfi eins og manni sýnist  framtíðarspár hjá AGS vera byggðar á fyrir okkur.

Það er komin tími á að Íslendingar ákveði næsta skref sitt varðandi þessa aðildarumsókn í ESB, því jú allt hangir á þeirri spýtu hjá Forsætisráðherra vor, og enginn aðild þangað inn nema Íslendingar borgi ICESAVE að FULLU...

Íslendingar krefjumst réttar okkar og látum ekki koma svona fram við okkur...  Kveðja.


mbl.is Icesave-samningur forsenda fyrir endurskoðun hjá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Áfram Ísland.

Sigurður Haraldsson, 15.12.2009 kl. 02:01

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Við þjóðin getum stöðvað þessa þróun, við þurfum bara að láta heyra í okkur.  Það þarf að fara að losa okkur við alþingismennina og embættismennina og taka stjórnina sjálf. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.12.2009 kl. 02:18

3 Smámynd: Sigurður Helgason

JÓNA ÉG ER SAMMÁLA ÞÉR, en tel að við verðum að borga þar sem við eigum ekki annað skilið fyrir aumingjaskapinn, að vera ekki löngu búinn að rífa húsið við austurvöll, sem er minnisvarði danskrar kúgunar, og senda þá heim sem þar búa

Sigurður Helgason, 15.12.2009 kl. 02:27

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Já Jóna,gætum myndað stjórn hér á blogginu,hreina þjóðholla stjórn.

Helga Kristjánsdóttir, 15.12.2009 kl. 02:38

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Stelpur og Sigurður ég er sammála að eitthvað verður að gera, ég gaf mér tíma og fór á mótmælin síðasta laugardag og fer næst. Það var kröftugur hópurinn sem mætti, en vissulega hefðu fleyri mátt vera, en samt nokkur hundruð. það verður að stoppa þetta á meðan hægt er, og ef mótmæli er eina tungumálið sem Ríkistjórnin skilur, þá verður þjóðin að tala það tungumál sem hún skilur.. Látum til okkar taka.  Kveðja til ykkar, og takk fyrir innlitið.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.12.2009 kl. 03:03

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Elsku Strákar Sigurðar, fyrirgefið mér, stelpur og strákar átti að vera.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.12.2009 kl. 03:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband