Krefjumst afsagnar Ríkistjórnarinar

Jæja það fór ekki svo að hann gæti átt orð sín gagnvart lögmannstofunni Mishcon De Reya einn fyrir sig og Íslendinga. Það var ágætt að hún svaraði fyrir sig. Össur Skarphéðinnsson er sá sem leitaði fyrst til þessara lögmannsstofu, og hann hlítur að vita hvað hann var að gera þegar hann leitaði eftir vinnu frá þeim.

Að Steingrímur og hjörð hans skuli geta komið fram fyrir þjóð sína og logið út og suður í allar áttir, eitt í dag og annað á morgun er ekki hægt að líða lengur, og eftir fyrstu uppákomu lygar átti maðurinn að segja af sér. Þetta sínir vanþroska í hugsun og barnaskap.

 Hvað það er sem hann er að halda leyndu getur ekki tengst Sjálfstæðisflokknum, því ef svo væri þá væri það komið fram. Ef þetta hefur með lána og eigenda bækur Landsbankans að gera þá verður það að koma fram og upp á borð. Ef einver banki átti að fá að rúlla yfir með eigendum sínum sem hefðu þá verið gerðir ábyrgir fyrir gjörðum sínum vegna yfirgengislegra vinnubragð, þá er það Landsbankinn. Að gera okkur ábyrga fyrir öllum þeim skuldum sem eru þar innandyra vegna gamla bankans er ekki hægt. Ef þetta er vegna þess að Bretar og Hollendingar eru búnir að setja stólinn fyrir dyrnar um inngöngu Jóhönnu Sigurðardóttur í ESB nema ICESAVE verði greitt í topp með tilheyrandi kostnaði þá verður þjóðin að fá að segja sitt orð þar, hvort innganga í ESB sé þess virði, og hvort við viljum fara í þessa ánauð vegna þess.

En að drulla yfir aðra sem er ekki á sama máli og maður sjálfur, lýsir vanþroska, af hverju ég segi það er vegna þess að þroskaður maður virðir skoðanir og niðurstöður annara þó þær samræmist ekki manns eigin vit-neskju. Og ef annað sjónarhorn kemur fram þá ber að skoða það og athuga vel og vandlega. Það er gott að þessi stofa svaraði fyrir sig og er þetta alvaralegt hjá Fjármálaráðherra vor sem er Jarðfræðingur að mennt, og ætti hann og allir hans flokksbræður, sem og Jóhanna Sigurðardóttir og hennar flokksmenn að segja af sér tafarlaust vegna þessa.  Það hefur engin stigið fram núna og sagt..það er ekki í lagi að ljúga.. það er ekki í lagi að þjóðin horfi á þetta hrópandi óréttlæti og barnaskap í vinnubrögðum og er ekki hægt að líða þetta lengur. Höldum vöku okkar, og pössum að okkur sé ekki troðið svona um tær. Við erum sjálfstæð og fullvalda þjóð þó að ráðamenn okkar séu það því miður ekki. Mótmælum þessari framkomu og lygum krefjumst afsagnar Ríkistjórnar strax í dag.

Vanhæf Ríkistjórn sem á að segja af sér hið fyrsta strax í dag, þó að það sé jóladagur.  Jólakveðja.


mbl.is De Reya svarar Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband