Ef ég væri með svona mann í vinnu þá....

Ja hérna segi ég bara líka.. Hvað vakir fyrir mönnum sem haga sér svona er spurning sem þarf að svara núna...

Að Fjármálaráðherra vor, skuli vinna að því að eyðileggja og veikja réttarstöðu okkar gagnvart hugsanlegum málaferlum í ICESAVE er há alvaralegt mál,( hvað er þetta annað sem hann er að gera með þessu) að hann í þessari stöðu sem fjármálaráðherra  skuli haga sér svona og vinna þjóð sinni jafnvel alvaralegu tjóni með orðum sínum er ekki hægt að líða, og á enganvegin að líðast nokkrum manni þó í ábyrgðarminni stöðu væri. Það er ekkert sem réttlætir að menn fái að halda vinnunni sinni, sem markvisst reyna að grafa undan þeim sem þeir vinna fyrir eða hjá, tala nú ekki um ef hann hefur verið beðinn um að gæta trúnaðar um vissa þætti.

Ég verð bara leið og sorgbitin í huga yfir þessari framkomu hjá fjármálaráðherra vor, og finn að svona ráðherra vil ég ekki hafa.

Það er lámark að hann vinni af fullum heillindum fyrir okkur íslensku þjóðina sem borgum honum laun.

Hvað myndum við gera ef við ættum fyrirtæki og kæmumst að því einn daginn að sá sem á að sjá um fjármál fyrirtækisins væri bara markvisst að vinna gegn fyrirtækinu í viðskiptum, vitandi að það er hægt að gera miklu, miklu betri viðskipti eða samninga annarstaðar.....(samlíking) Ég mundi reka viðkomandi hratt og fljótt...  En þú ?      Kveðja.


mbl.is Vöruðu við því að birta álitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Ef fólk kýs vinstri hreyfingu þá ertu stungin í bakið það er mottó vg og fs loforð er fals í þerra tungu. því ég og allir aðrir erum saur í þeirra augum.

Jón Sveinsson, 26.12.2009 kl. 21:08

2 Smámynd: Sigurður Helgason

Er þetta ekki það sem stjórnarandstaðan fór frammá, eru eins og vælandi aumingjar þarna á þingi með allt niðrum sig,

jón það er ekki rétt hjá þér, í lagi að halda þessu fram með já kórnum,og í fyrsta skipti á ævinni ætla ég að kjósa einivað annað en sjálfstæðisflokki, málflutningur sumra sjálfstæðismanna er fyrir neðan allar hellur og skömm firrir flokki,

Flokkur allra stétta með auðmanninn Bjarna í forustunni, held að framsókn og sjálfstæðis menn ættu að fara í langt frí og leifa steina að grafa sína gröf, en í stað þess dípka þeir sína eigin gröf , sem er nú þá þegar orðinn nógu djúp á kjaftæðinu,

Sitjandi hjá er það nú aumingjaskapur, nei Davíð ætti að taka við aftur hann kunni að segja þeim til verka, synd að heyra ekkert frá honum  

Sigurður Helgason, 26.12.2009 kl. 21:47

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

það sem ég á við er að það er alveg hægt að útskýra mál... það þarf ekki að kasta einhverjum skýt útaf því að' niðurstaðan er kannski ekki eins og hann Steingrímur hefði viljað. Þetta skýtkast sem hann lét frá sér varðandi lögmannsstofuna er honum sem persónu til skammar og minkunar. Sigurður... þessi þetta eða þessi hinn er ekki það sem er verið að tala um hér, það eru þessi orð Steingríms, og þó einhver annar einhvern tíma áður eitthvað, þá réttlætir ekkert svona. Þetta er okkur Íslendingum til skammar að hafa ekki ráðherra sem að kann sig og hagar sér eftir aldri, sem MÉR finnst hann ekki vera að gera . Sigurður þú kannski finnur þig sekan eða ábyrgan einhverstaðar gagnvart Icesave og villt þess vegna bara borga þetta... Ég gerði ekkert af mér sem gerir mig ábyrga fyrir greiðslu á þessum reikningi Icesave.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.12.2009 kl. 22:22

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gott Ingibjörg,tek undir með þér.

Helga Kristjánsdóttir, 26.12.2009 kl. 22:29

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já og ef þetta tug milljóna króna snifsi hefði eig verið birt - þá veit maður ekki hvað vælukórinn hérna hefði sungið.  Eða nei - maður veit líkleganákvæmlega alveg  hvernig gólið hefði verið.

Hættið bara þessu bulli.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.12.2009 kl. 22:48

6 identicon

Íhaldsmenn eru búnir að djöflast í Steingrími fyrir að koma ekki með allt upp á borðið í ICESAVE málinu. Nú djöflast þeir í honum fyrir að hafa komið með of mikið upp á borðið!!

Nýlege birti bresk ráðgjafastofa álit sem íhaldsmönnum mislíkaði. Þá var þetta auðvitað pantað álit!

Moggabloggið er að verða halelújakór íhaldsmanna í afneitun.

Ingibjörg, þú skalt bara halda áfram að styðja þá sem settu landið í þrot.

Kannski færðu hina spilltu peningaprinsa Bjarna og Sigmund í stjórn. Þá geta þeir haldið áfram með það sem sem Davíð og Halldór hófust handa um.

Sennilega er Steingrímur heilsteyptast og óspilltasti stjórnmálamaður okkar. Hann er á fullu í að reyna að laga klúður sem hann átti enga sök á.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 23:20

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ómar ef þú átt svona ógeðslega mikið af peningum þá kannski borgar þú þetta bara og tekur ómakið af okkur.....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.12.2009 kl. 23:38

8 identicon

Öööö jú Ingibjörg... þú gerðir það af þér að búa í fulltrúalýðræði þar sem réttkjörin stjórnvöld gengustu undir ákveðnar skuldbindingar. Það er 100% öruggt svo til að dómur félli gegn okkur svo best að reyna að ná eins góðum samningum og hægt er.

halldór (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 23:57

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda þér á að þetta skjal var birt að kröfu stjórnarandstöðunar. Og það var ákveðið í fjárlaganefnd. Svo þú ættir kannski að slaka aðeins á. Þetta álit var unnið fyrir fjárlaganefnd ekki Steingrím J.

Fjárlaganefnd ákvað hins vegar, að kröfu stjórnarandstöðunnar,  að birta álitið þremur dögum fyrir jól.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.12.2009 kl. 00:07

10 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þó að ég búi í fulltrúalýðræði þar sem réttkjörin stjórnvöld ráða þá táknar það ekki að það sé hægt að troða skuldum annarra á mig eða þig. Þetta Icesave er ekki mitt, ég veit ekki með þig. Við höfum siðferðismörk á réttlæti og ranglæti, eða hvað er rétt og hvað er rangt, við höfum líka skyldu til að vera fyrirmynd þeirra sem yngri eru og hvaða skilaboð erum við að gefa með að leyfa svona framkomu við okkur, jú kannski að sá sem lýgur stærra og meira vinnur... sá sem lemur fastar sigrar... sá sem niðurlægir þig mest er sigurvegari og þú alltaf lúser... átt bara að þegja og kyngja skammast þín fyrir einhvað sem þú gerðir ekki... ég vil ekki vera þáttakandi í svoleiðis innleiðingu því hún mun skila vörgum inn í framtíðina...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.12.2009 kl. 00:15

11 identicon

Ég hef fullan skilning á tilfinningum þínum. Því miður virkar fjármálakerfi heimsins ekki þannig að ríki geti hlaupist á bak við loforð sín. Við getum náttúrulega neitað að borga, en þá fáum við ekki lán næstu árin/áratugina. Þá er líklega betra að borga Icesave. Á endanum snýst þetta um hvort við teljum hag Íslands betur borgið með því að borga, eða borga ekki og taka afleiðingunum. Einföld spurning, en mér finnst ömurlegt hvernig þú og skoðanasystkin þín ráðist á Steingrím vegna þess hvernig hann svarar þessari spurningu.

halldór (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 00:22

12 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Magnús ég veit það og það sem ég er að benda hér á er þessi aðferðarfræði.. það er alveg hægt að tala við þjóðina og útskýra stöðuna, það þarf ekki að koma fram og kasta skýt... Nema tilgangurinn sé að reyna að tryggja enn frekar að þessi óhroða samningur verði hugsanlega samþykktur vegna hræðslu um einhvað sem gæti gerst ef ekki....að Steingrímur skuli fara með þessi ummæli í fjölmiðla segir okkur hvað....hræddur maður sem vill reyna að eyðileggja farveg á undan þeim sem hefðu átt að segja þjóðinni frá... Mér finnst þetta allt saman vera að verða að einum skrípaleik hjá RÍKISTJÓRNINNI með þetta Icesave og hvernig hún hefur staðið sig þar FYRIR OKKAR HÖND OG HAG..   Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.12.2009 kl. 00:27

13 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Halldór mér finnst leiðinlegt fyrir þína hönd sem Steingríms maður greinilega að vera, þá er þetta algjörlega mín skoðun hér, það hefur nú ekki verið talað fallega um sjálfstæðisflokkinn allann upp til hópa hvað þá að maður tali nú um einstaka menn, en allir eru einstaklingar fyrir sig með sinn persónuleika og eins og ég hef sagt áður svartir sauðir innan um allstaðar. Ég segi persónulega það er komið að algjörri hreinsun hjá fjórflokkunum allavega núna og sú hreinsun verður að geta átt sér stað svo það sé hægt að rétta aftur upp gildin sem við viljum hafa í siðferði, réttlæti ranglæti mettnaði og tilgangi í lífinu... Það er kennski þörf á þessari breytingu annarstaðar í heiminum líka, en við þurfum að hugsa um okkur, og ef við sjálf gerum það ekki, hver þá. Og eitt að lokum Kurteysi kostar ekki neitt, en dónaskapur getur orðið annsi dýrkeyptur. Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.12.2009 kl. 00:41

14 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ríkið var að hlaupa á undan í sjálfu sér, það má ekki gleyma því að Steingrímur svo maður nefni nú nafnið aftur, skrifaði undir í skjóli nætur án þess að meiga eða hafa leyfi til...og ætlar svo að þröngva alla hina bara til að samþykkja þennan óhroða frekar en að viðurkenna það bara að hann hljóp of stórt skref fram á við, svo stórt að því verður hugsanlega ekki hægt að breyta nema að hann og Ríkistjórnin öll stígi frá á þessari forsendu sem gerðist, og það verður bara að byrja á nýtt með fólk sem hugsar um okkar rétt og velferð í huga og að okkur sé ekki troðið um tær á einhverju sem á ekki að vera. Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.12.2009 kl. 00:52

15 identicon

Ég er sammála því að viðhafa kurteisi og biðst afsökunar á því hafi ég ekki gert það.

Halldór (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 01:11

16 Smámynd: Sigurður Helgason

INGIBJÖRG,,,,,, ég get lofað þér því að ég ætla ekki að borga krónu meir en ég er þegar búinn, um tíu miljónir það er nóg fyrir mig.

Sigurður Helgason, 27.12.2009 kl. 01:32

17 Smámynd: Sigurður Helgason

p.s það er ekki STEINGRÍMI eða JÓHÖNNU að kenna, það var minn ástkæri flokkur sem sendi reikninginn  

Sigurður Helgason, 27.12.2009 kl. 01:34

18 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sigurður það voru Bretar og Hollendingar sem sendu Íslandi þennan reikning, og mér finnst hræðilegt að þetta er búið að kosta þig þennan pening, tala nú ekki um ef þú ert ekki einn af þeim sem stofnuðu til þessarar skuldar. Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.12.2009 kl. 01:45

19 Smámynd: Sigurður Helgason

Nei ekki stofnaði ég til þessara skulda,þetta er bara ævisparnaðurinn,séreignasparnaðurinn og íbúðin sem ég á ekki lengur

Sigurður Helgason, 27.12.2009 kl. 02:37

20 Smámynd: Ingólfur

Ingibjörg, lastu fréttina? Það var ekki fjármálaráðherra sem birti álitið heldur Fjárlaganefnd að kröfu stjórnarandstöðu.

Stjórnarandstaðan tók meðvitaða ákörðun um það að hunsa hagsmuni þjóðarinnar þess að geta komið smá höggi á stjónrinni.

Svei!!!

Ingólfur, 27.12.2009 kl. 05:39

21 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ingólfur akkúrat...stjórnarandstaðan krafðist þess að fá allt upp á borðið, og hver hefði þá átt að segja fréttamönnum eða þjóðinni fréttirnar eða niðurlagið úr vinnunni frá þessarari lögmannsstofu...?  Það skiptir gífulega miklu máli hvernig fréttir eru sagðar, og að það skuli vera Steingrímur eða segjum frekar Fjármálaráðherra sem kemur með þessi ummæli um niðurstöðuna vitandi að það gæti verið notað gegn okkur, og veikt réttarstöðu okkar... það er óskyljanlegt, og svoleiðis gerir maður ekki meðvitaður um að það gæti veikt réttarstöðu okkar eins og ég segi nema hann vilji ekki réttlæti og velferð fyrir þjóð sína....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.12.2009 kl. 10:40

22 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Kæri Sigurður þess frekar að við berjumst fyrir réttlátari framkomu og tilveru til okkar...ég sjálf er ekki með þessi kúlulán í neinu formi, og á bílinn minn skuldlausan, en ég á 4 börn sem eru fari að eiga börn, og fyrir mér þá er framtíð þeirra í húfi og velferð, og að ætlast til að þessar kynslóðir sem eru að rísa eigi að búa við ánauð um ókomna tíð vegna óreiðuskuldir annarra í langan tíma er ekki hægt. Þess vegna stend ég í þessu að mótmæla. Mér finnst þessi framkoma við okkur þjóðina fyrir neðan allar hellur.  Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.12.2009 kl. 10:51

23 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Halldór svo ég endi þetta, þá varðandi þessi orð mín þá var ég ekki að beina þeim til þín. Ég sjálf segi og hef tamið mér það að kurteysi kostar ekki neitt, að segja nei takk þarf ekki að vera dónaskapur, en dónaskapur getur orðið manni ansi dýrkeyptur ef maður kann sig ekki og stjórnar sér ekki. Ég var alls ekki að beina þessu að þér, og fyrirgefðu mér ef þú tóks því þannig. Það er hægt að vera ákveðin og réttsýnn með opinn huga, án þess að vera dónalegur. Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.12.2009 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband