Margir vinir, fáir vinir, pólitískir vinir...

Einstaklingar sem eru í svona miklum ábyrgðarstörfum sem starf Forseta er, geta ekki persónugert ákvarðanir sínar.

Svona starf, þar sem þarf að taka ákvarðanir um hvað þjóðinni er fyrir bestu, Hversu mikið þjóðin getur, kemur málefnið henni til góðs eða ílls, leiðir málið til sáttar eða deilu, hefur þjóðin efni á ... eða ekki, ber henni skylda eða ekki...

Þetta hljóta allt að vera hliðar sem Forsetinn verður að skoða málið út frá og sjálfsagt miklu miklu fleiri hliðar.

Þetta er mikið mál fyrir okkur, okkur sem er verið að fara fram á að við greiðum þennan ICESAVE reikning. Það er ljóst á öllum skrifum að mikið fellur og stendur hjá okkur þjóðinni á þessari ákvörðun Forseta okkar. Að vera að lesa ummæli eins og eftir Gunnar Helga Kristinsson stjórnmálafræðing þar sem hann gefur það jafnvel í ljós að Forsetinn muni skrifa undir ella standi hann uppi vinalaus í hinu pólitíska landslagi er náttúrulega alveg út í hött. Einnig var hægt að lesa það að þessi afgerandi tala um 70% ( afgerandi niðurstaða úr öllum könnunum ) sem og undirskriftarlisti InDefence hópsins með tæp 57000 þúsund nöfn Íslendinga sem vilja ekki að hann skrifi undir séu litlir vinir hans. Að láta sér detta annað eins í hug að undirskrift Hr.Ólafs Ragnars Grímssonar Forseta ráðist á því hversu margir vinir standi eftir að baki hans eða ekki er algjörlega út í hött. Þetta er mikið menntaður maður, með mikla lífsreynslu að baki sér og maður sem veit að fjölskyldugildin ráða miklu. 

Litlir vinir, miklir vinir, engin vinur, eða pólitískur vinur á ekki að ráða ákvörðun Forseta. Hr.Ólafur Ragnar Grímsson á alla þjóðina að baki sér og hún treystir honum, eins og hann hefur getað treyst á þjóðina sína með setu í embætti Forseta. Ég neita að trúa öðru fyrr en á reynir að hann standi ekki með þjóðinni sinni. Þetta er ekki okkar reikningur með réttu og hann veit það. Stöndum saman og verjum rétt okkar. Kveðja.


mbl.is Áskorun afhent í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Egill Helga gerði smá könnun og tók út hundrað nöfn og 19 þeirra reyndust einstaklingar fæddir á árunum 2004-2008. ,,Í þessum hópi er talsvert af unglingum sem vantar ekki mikið upp á að verða kjörgengir, en líka börn – þeir yngstu á listanum eru fæddir 2004, 2005, 2007 og tveir sem eru fæddir 2008, og strax komnir í tölvuna".

Valsól (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 11:32

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Indefence-hópurinn,mun fara yfir allar undirskriftir.

Helga Kristjánsdóttir, 2.1.2010 kl. 12:30

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Valsól.. enda duttu nokkur þúsund nöfn út af skráningu þegar listinn var yfirfarinn, en eftir stóð rúmlega 56000 manns, það var lengst af bara fólk sem var komið með kosningaraldur sem skráði sig, en einhver gerði athugasemd við það að unglingar og börn fengju ekki að skrá sig og var ákveðið að leyfa það þar sem það er verið að fara fram á þau, blessuð börnin og unglingarnir okkar greiði þennan reikning líka þegar stór verða, sem og börn þeirra.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.1.2010 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband