Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Hið besta mál.

já þetta er hið besta mál , og fyrir alþýðu manna er þetta stór frétt myndi ég halda. Mér sýnist þetta vera hárréttur úrskurður á dómi hjá bretum.

Kaupþings menn greinilega búnir að ræna eða stela þessum peningum þegar þarna er komið í sögu, og bresk stjórnvöld að hugsa um hag fólksins síns.

Það sem er merkilegt þarna líka er að breska fjámálaeftirlitið skuli hafa verið búið að senda skriflegar viðvaranir til KAUPÞING nokkru sinnum í ljósi versnandi fjárhagstöðu bankans.

Nú spyr ég, af hverju fær þjóðin ekki að vita nöfnin á þessum mönnum sem stóðu að baki þessum banka.  Þjóðin gæti þá leitt breta og hollendiga inn í rétta mynd að því sem gerðist..það er hverjir þeir eru sem rændu þá og íslendinga líka....

Það er einfaldlega ekki hægt að krefjast þess að þjóðin borgi þennan reikning .. í formi láns, hún einfaldlega getur það ekki nema setja sig í þvílíka ánauð og hreinlega hætta að lifa..hún mun ekki geta leyft sér að eignast húsnæði yfir fjölskyldu sína vegna þess að hún mun ekki hafa efni á því. Hún mun ekki hafa efni á því að geta menntað sjálfan sig, og hvað þá börn sín, sem þurfa hina ýmsu þjónustu á vaxtarskeiði sínu svo sem tannlækningar svo ég nefni einhvað, vegna þess að hún mun ekki eiga afgang til að geta mætt þessu. Þjóðin mun hugsanlega geta greitt ódýra húsaleigu til að geta haft efni á að hafa rafmagn og heitt vatn. Þjóðin mun ekki hafa efni á að geta fætt sig matarlega ef vel ætti að gera í næringu vegna hækkunar á öllum vörum.                                         Ég segi er hægt að gera þetta...krefjast þess að íslenska þjóðin borgi einhvað sem hún tók ekki...

En allavega þá ætti þessi frétt að hjálpa öllum að nálgast sannleikann, svo það ætti að vera auðveldara fyrir alþingi okkar að hafna þessum icesave samningi út af borðinu.  Þetta gæti gefið  íslendingum annan flöt til að vinna með þetta leiðindar og hörmungar mál sem icesave er.          Stöndum með okkur íslendingar í að halda landi okkar og þjóð, og látum ekki koma svona framm við okkur, ekki allavega án þess að láta reyna á dómstólaleiðina.


mbl.is Mál Kaupþings óraunhæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núna reynir á ALÞINGI landsmanna...

Núna reynir á alþingi þjóðarinnar að standa með fólkinu sínu..sem er þjóðinn en ekki ríkisstjórnin.    Hjartað í Ögmundi segir, að réttast væri að fella samninginn...enn... segir hann líka. Skynsemin býður honum að fara varlega, segir að það leiði ekki endilega til réttari og betri niðurstöðu...það getur ekki verið verra en það sem er verið að gera okkur. þröngva þjóðinni til að borga skuld sem hún stofnaði ekki til. Skynsemin..það er nefnilega það.

Hann veltir einnig fyrir sér stöðunni sem upp myndi koma ef ríkistjórnin myndi springa vegna málsins.. Hangir hún ekki á bláþræði eins og maður myndi segja...

Nei það er betra að skella heillri þjóð í ánauð frekar en að fylgja því að rétt á að vera rétt. Þetta eru ekki skuldir okkar sem er verið að skella á okkur.

Ég segi þetta vegna þess að mér finnst hvorki ég eða þjóðinn vita hvers vegna ég eða hún ætti að borga þetta icesave...setja sig og sína í ánauð næstu 100 árin eða svo.

AF HVERJU ÆTTI ÞJóÐINN AÐ BORGA JóHANNA OG STEINGRíMUR..... Vegna ímynd okkar út á við..
Ég vil ekki heyra vegna ímynd okkar út á við..heyrt það nokkru sinnum . Því hver verður hún ef það verður látið undan geðþótta breta og hollendinga..

Vegna AGS... Nei segi ég þar líka, það er ekki rétt heldur, að þjóðinn verði að taka þessa skuld annara .icesave. á sig til að geta fengið hjálp fjárhagslega vegna stöðu sem fjárglæfra menn komu henni og heiminum í. Að AGS geti hagað sér svona er ekki góð fyrirmynd fyrir okkur eða aðrar þjóðir, og er sjóðnum til þvílíkrar skammar og niðurlægingar.Nú ef það á að skella þessari skuld á þjóðina vegna landsbankann og klúður hans, þá eru nöfn þar á bak við...landsbankinn var orðin einkabanki sem allir vita og banki með enga ríkisábyrg á bak við sig heldur , sem er náttúrulega allveg skelfileg fyrir fjármagnseigendur..en einkabanki með enga ríkisábyrgð..svo hvar voru bretar og hollendingar þar..þeir áttu að vita það..og það er ekki rétt að skella þessu á okkur Íslendinga fyrir fáfræði þeirra. Nú landsbankinn var banki landsmanna í sína tíð og ef Jóhanna eða Steingrímur..eða hver sem er þar innandyra í núverandi eða fyrrverandi ríkistjórnum hafa hagsmuni að gæta þar , þá eiga þau að stíga til hliðar því þá er ekki verið að hugsa um hag þjóðarinnar og hvað henni er fyrir bestu.

Við íslenska þjóðinn , flest okkar, erum alinn upp í  góðri trú sem færir okkur vonina , sem nærir hjörtu okkar af kærleika ástúð og umhyggju. Við íslendingar erum líka alinn upp í sterku siðferði og það má ekki taka frá okkur. Siðferðið hefur nefnilega að gera með mun á hvað er rétt og hvað er rangt..og siðferðislega þá er ekki rétt að skella þessu á þjóðina, það voru einstaklingar með nöfn sem ollu þessum ósköpum........

Ríkistjórn á að hugsa um hag þjóðar og lands. Hvað er fólkinu í landinu fyrir bestu, og ætti það að vera metnaður hverjar ríkistjórnar að gera það sem er fólkinu hennar réttast og best. Að fólkið hennar lifi í sátt og samlyndi og finni að það sé verðugt. VERÐUGT TIL ANNARS EN VINNA UPP SKÍTINN FYRIR AÐRA.

Svo að ætla að skella þessari icesave skuld á okkur íslendinga, skuld sem við tókum engan þátt í að stofna, skella þessu á íslendinga, sem eru siðferðislega meðvitaðir um hvað er rétt og hvað er rangt, getur aldrei verið rétt. það hrópar allt hjá þjóðinni að þetta sé siðferðislega rangt..og það verður að hlusta á það... það eru breyttir tímar..þeir eru byrjaðir..og leiðarljósið á að vera hvað er rétt gagnvart okkur íslendingum, og taka ákvörðun út frá því. Vissulega er þetta hræðileg staða fyrir breta og hollendinga..en þeir áttu að vita inn á hvaða reikninga þeir voru að leggja inn á .

Hvað okkur íslendingum er fyrir bestu á að vera markmið. ekki hvað öðrum þjóðum er fyrir bestu. Að verða fyrir sveiflu í lífsgæðum mun alltaf koma og fara. sum ár gefa betur en önnur og það eru eðlilegar sveiflur fyrir þjóðarbú að takast á við, en þessi sveifla icesave, er tilbúinn sveifla af manna völdum, og þá á að gera ábyrga. Ekki heila sjálfstæða og þvílíkt duglega þjóð sem átti sér einskis ílls von, og hefur alltaf allt fyrir alla vilja gera. En þarna hrópar ranglæti...og það verður að hlusta á það.

Við mannfólkið teljum okkur vera vitiborinn....og hvað þýðir að vera vitiborinn..svo mikið veit ég .. það þýðir ekki að geta keypt sig á kostnað annarra og eða vera yfir aðra hafin. Allir vinna sér inn traust og virðingu sem byggjist á  heiðarleika númer eitt tvö og...

svo mikið veit ég líka , að þegar hlutir eru ekki að ganga upp, þá eru þeir ekki í réttum farveg, og þetta icesave er ekki í réttum farvegi vegna þess að það er verið saka rangt fólk þarna. Fólk sem hefur ekkert gert að sér, og það er aldrei rétt.

Höfnum þessu og tökum sénsinn..það er ástæða fyrir því að bretar og hollendingar vilja ekki réttláta meðferð á þessu..gangi okkur íslendingum allt í hag í þessu og höfum trú á okkur. 


mbl.is Kvittað fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að ljúka málinu frekar en...

Jóhanna segir að hagsmunir íslensku þjóðarinnar væru að ljúka málinu...

Frekar enn að skilja það eftir í uppnámi..... 

Hvað á hún við að skilja eftir í uppnámi..er hún að fara frá. Það má lesa það út úr þessu . Mikið væri það gott fyrir okkur. Og fyrir okkur Íslendinga að það komi Forsætisráðherra sem þorir að tala máli þjóðarinnar. Ekki einhver sem hagar sér eins og einn að sökudólgunum ..því jú þeir kenna alltaf hinum um. Einhvern sem er til í að láta reyna á þessa dómstólaleið fyrir þjóðina. Allavega svo í það minnsta að þjóðin verði sáttari við að borga ef henni bæri skylda , sem hún mun samt ekki vera sátt við að borga , en sáttari.

En hjá forsætisráðherra vor hangir allt á þessari spýtu, annars á hún ekki séns í ESB.  

Að segja nei . Þetta er ekki okkar að borga er endir. 


mbl.is Lengra varð ekki komist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð hjálpi Íslandi ef....

Ég segi bara guð hjálpi okkur Íslendingum ef þetta á eftir að ganga í gegn.  Ég trúi varla að Steingrímur J. og Jóhanna S. ætli virkilega að skella þessu á þjóðina svona, ekki rísa upp fyrir okkur... fólkið...átta þau sig ekki á því að þjóðin er upplýst um rétt sinn með þetta mál, og henni ber ekki skylda að borga þessar óreiðuskuldir.

En staðreyndin talar og það er skelfilegt. Þetta á eftir að kalla hörmungar yfir Íslensku þjóðina ef gengur eftir. Minnir mig á draum sem mig dreymdi , og rifjaðist upp við þessa frétt , tengi hann við þessa stöðu.

 Var ég stödd út í London á gangi framhjá buckinghamhöll, geng ég framhjá fyrri hallarverðinum og er að fara framhjá seinni verðinum þegar ég sé útundan mér að hann er öðruvísi, og sný ég mér við, geng að verðinum og horfi vel á hann. Lít upp á höfuðfat hans sem mér fannst merkilegt því það var í breska fánalitnum. Lít ég þá neðar, á jakkann hans sem var mjög vandaður og þykkt og mikið leður belti um miðju hans. En jakki og buxur niður fyrir hné voru í breska fánalitnum líka , en þar fyrir neðan tók Íslenski fáninn við. En  buxur fyrir neðan hné og skór..sem voru góð leðurstígvél , voru í Íslenska fána litnum. Fannst mér þetta merkilegt í draumnum og skoða vörðinn vel aftur og hugsa með mér...ja hérna...hvernig skyldi Bretland eiga eftir að tengjast Íslandi.

Sný ég mér við og ætla að halda áfram en er þá komin austur fyrir fjall. Stend ég við þjóðveginn austan megin við Selfoss og horfi á mjólkurbú Flóamanna yfir götuna á vinstri hönd þegar það kemur þessi mikli jarðskjálfti og horfi ég á jörðina klofna í vestur átt. Verður mér mjög brugðið og verð ég að drífa mig heim fannst mér í draumnum sem var Reykjavík og fannst mér að allir landsmenn ættu að fara niður á höfn...þegar ég kem þangað þá er mergð að fólki komið og á leiðinni. Allir landsmenn að streyma að. Var allur skipa og báta floti landsmanna saman komin að bryggju og áttu allir að fara um borð. Tek fram að ég sá ekki marga fara um borð heldur alla hópast saman á bryggjunni, finnst mér þetta skrítið og lít yfir höfnina . Sé ég þá að það eru saman komnir allir þjóðhöfðingjar heims fannst mér í draumnum og standa saman á bryggjunni. Man ég eftir léttir þarna í draumnum og fannst mér björgun vera að koma. Geng ég að þeim Þjóðhöfðingjunum og skoða hvern fyrir sig, og voru þeir allir í sínum þjóðbúningum frá sínu landi. Tel ég þá og voru þeir 13. Þjóðhöfðingjar.  Var Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrir Íslands hönd.

Hvað þjóðhöfðingjar í heiminum eru margir er ég bara ekki klár á, en í draumnum voru þeir 13 eins og ég sagði. 

Vakna ég þarna og var þessi draumur ekki lengri. Eins og ég segi hér á undan þá rifjaðist þessi draumur upp við lestur þessarar fréttar. En hver túlkar hann á sinn hátt fyrir sig, fyrir mér þá táknar hann ánauð á Íslensku þjóðina ef þessi Icesave óreiðuskuld nokkra manna verður sett á herðar hennar, og verður að gera allt til að koma í veg fyrir að þessi þjófnaður á þessum peningum falli ekki á herðar saklausra Íslendinga, sem er verið að reyna gera , hingað og ekki lengra segi ég.

 


mbl.is Ríkisstjórnarfundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efnahagsaðstæður og væntingar voru aðrar....

Þetta er alveg með eindæmum sem er verið að leggja þarna fram.   

Eina raunhæfa skjaldborgin sem ætti koma utan um heimilin með þessi húsnæðislán , er að færa öll húsnæðislán niður á þann stað sem þau voru á þegar þau voru tekinn. Íbúðalánasjóður á að taka öll húsnæðislánin til sín og leiðrétta þau á þann flöt sem var til dagsins í dag. Á að leiðrétta allar greiðslur sem hafa verið gerðar af þessum lánum til heimilanna og þau að njóta góðs af þeirri leiðéttingu sem hlítur að myndast þarna, nóg eru bankarnir búnir að hafa af fólki á þessu hruni.     Varðandi önnur lán , þá bílalán og neyslulán svo ég nefni einhvað, þá sjálfsagt getur fólk látið sér segjast með þau og þá önnur úrræði með þau.  En húsnæðislánin á að laga og ekki er hægt að segja að það sé fólkinu að kenna þar.

Það má ekki gleyma því að bankarnir vildu yfirtaka Íbúðalánasjóð , og eignast þann markað , fólk hafði ekki annað að leita þessara lána og bankarnir voru með mikil loforð um þessi lán. Að ætla að heimilin í landinu sem treystu bönkunum gjaldi fyrir þennan þjófnað er bara ekki rétt, að treysta getur aldrei verið meira brot en það gerðist hjá bönkunum..svo svona leiðréttingu á ekki einusinni að deila um , það ætti frekar að deila um hugsanlegar skaðabætur til eiganda þessara lána sem eru að kikna , alveg við að kikna og sumir jafnvel búnir að kikna. 

Að það sé rétt að gefa eftir kröfur vegna þess að fyrirtæki stefnir í gjaldþrot , er bara ekki rétt. Og engan veginn siðferðislega hægt að réttlæta það.

það gleymist nefnilega svo lítið þarna virðist vera , og það er það sem lætur fyrirtækin ganga og það er fólkið sem eru fjölskyldurnar í landinu....

Þessi ríkistjórn ætti að skammast sín mikið fyrir þessa framkomu við fólkið , fólkið sem kaus hana af heilum hug. Heilum hug til að hugsa um hag sinn og land. Fólkið í landinu sem er tilbúið að borga ykkur þessi góðu laun , sem hún varla hefur efni á að borga en gerir steinþeigjandi og hljóðalaust enn.

Þessi ríkistjórn á að biðja þjóð sína fyrigefningar. Fyrirgefningar á því að gera hana að blórabögli fyrir algjöran sofandahátt á þvílíkum mistökum sem hún er búinn að gera og er að valda. 

Þetta eru ekki kosningarloforðin sem voru gefinn.Þessi ríkistjórn er búin að stinga þjóð sína í bakið og hugsar bara um sitt skinn , Svo forsetan fyrir setu þeirra er ekki lengur rétt. Það þar ekki nema tæplega 25000 manns til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu skylst mér, og núna á þjóðin að krefjast réttar síns á þjóðaratkvæðagreiðslu um setu þessar stjórnar ef hún hefur ekki vitið fyrir því sjálf að segja af sér. Svona á meðan það er hægt að krefjast þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu sem verður ekki lengur hægt að krefjast að mér skylst ef þessi breiting sem er verið að fara fram á um hana nær í gegn á þingi, sem ætti ekki að vera hægt að breyta því hún er réttur okkar sem sjálfstæð þjóð myndi maður halda.  Ég vil kosningar strax...


mbl.is Frumvarp um skuldir lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband