Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
2.12.2010 | 01:24
Segðu af þér kona...
Er það nokkuð skrítið að lítið fylgi mælist og vinsældirnar fari þegar það eru viðhöfð svona vinnubrögð eins og notuð voru (og eru) til þess að koma sér til valda.....
Það var skemmtileg Jólagjöfin frá henni til heimilana í dag eða hitt þá heldur, Jóhanna Sigurðardóttir Forsætisráðherra á að segja strax af sér vegna þess að hún ber ábyrgð á því að hennar Ríkisstjórn er búin að draga heimilin í Landinu á STÓRUM ASNA EYRUM í 2 ár á þeirri setningu að skjaldborgin sem hún lofaði heimilunum sé á næsta leiti. Með þeim skilaboðum sem komu frá henni í dag að það verði ekki ráðist í almennar aðgerðir, engin leiðrétting heldur, þó svo að það hafi verið brotið á heimilunum með þessu ólöglega lánaformi þá á hún að víkja vegna þessa þegar í stað og Ríkisstjórnin öll....
Svo ég láti það koma með þó svo að það tengist ekki alveg þessari frétt, þá er Jólagjöfin frá Fjármálaráðherra sú að hann vill að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á 23 milljörðum sem sé gömul arfleið frá einkabankanum Landsbankanum....
Ég segi þetta er ekki okkar að borga, og mér finnst það svívirða að ætlast til þess að það sé hægt að setja allt þetta hrun sem varð vegna þess að það voru einstaklingar sem rændu öllum peningum úr einkafyrirtækjum sínum á okkar herðar...
Rísum upp og látum ekki ganga svona yfir okkur Íslendingar það eru til aðrar leiðir en sú sem Ríkisstjórnin er að fara...
Þessar bankaskuldir eru ekki okkar....
Yfir 60% óánægð með störf forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2010 | 08:55
Nýjan Borgarstjóra vil ég....
Ég vil fá annan Borgarstjóra, Borgarstjóra sem kann að haga sér eins og vitiborin og ábyrgur maður...
Ég vil Borgarstjóra sem hugsar um hag okkur Reykvíkinga í heildina en ekki Borgarstjóra sem er fastur í Múmíálfabæjar draumi, geimveru draumi eða sjóræningja draumi...
Ég vil Borgarstjóra sem veit hvað nei þýðir og já þýðir...
Af hverju ég segi þetta svona er vegna þess að það erum við Reykvíkingar sem eigum að ráða og í síðustu Borgarstjórnarkosningum þá sögðu Reykvíkingar nei við því að fá Dag B. Eggerts. við stjórnvöld með því að stroka nafn hans algjörlega út af lista, og eftir vinnubrögðum Borgarstjóra þá veit hann ekki hvað það þýðir...
Við Reykvíkingar hefðum kosið Dag B. ef að það hefði verið sá maður sem við vildum, en svo var ekki...
Ég vil fá að vita í hverju þessi kostnaðarauki liggur sem og í hverju þessi útgjaldaliður ný verkefni eru fólgin sem eru að kosta svona mikil útgjöld....
Skattheimta sögð auka samdrátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar