Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Skammist ykkar.

Að vilja þjóð sinni svo slæmt eins og þetta Icesave er, er ekki skiljanlegt vegna stöðu þeirra Jóhönnu og Steingríms í Þjóðfélaginu. Hún Forsætisráðherra og hann Fjármálaráðherra. Í svona stöðum má ekki láta persónulega eiginhagsmuni ráða fram yfir fjöldann. Í svona stöðu er það sem heildinni er fyrir bestu og réttast sem á að ráða. Að vilja þjóð sinni ánauð ...bara vegna... er ekki rétt og ekki heldur vegna þess að heimurinn er ekki alltaf réttlátur og þess vegna eigum við bara að borga þessa skuld sem er ekki einu sinni okkar. Segjum NEI við þessarri Ríkisábyrgð sem er verið að biðja okkur um að samþykkja fyrir þessarri Icesave skuld vegna þess að hún er ekki okkar. Verum vakandi yfir stöðu okkar, hún er mikilvæg. 

Vanhæf Ríkistjórn sem á að víkja tafarlaust segi ég vegna vinnubragða sinna í þessu máli. Kveðja.


mbl.is Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sér ekki tilgang...

Mikið hlítur þetta að vera erfitt hjá þeim að sjá ekki tilgang, en þá geta þau sett sig í spor meirhluta þjóðarinnar sem er ekki að sjá neinn tilgang í lífinu ef að þessar byrðar verða settar á herðar okkar hvort sem við getur tekið þeim eða ekki.

Það er sorglegt að lesa þessi orð þeirra og að segja að þau sjái ekki tilgang segir allt sem segja þarf. Þau vilja þjóð sinni ekki einu sinni svo vel að fá betra og leyfi ég mér að segja þetta því ef svo væri þá myndu þau hvetja alla til að segja nei. Steingrímur gefur meira að segja í skyn að núna fyrst sé verið að vinna í þessu Icesave af vilja og heilindum í að fá þetta mál á hreint. Fjármálaráðherra á að segja af sér tafarlaust sem og fleiri innan Ríkistjórnar, það sem hann gæti alveg sagt er að honum komi ekki velferð okkar Íslendinga við, Íslendinga sem að kusu hann vegna orða hans um að halda skjöld og vörð um þjóð sína sem og land.

Að þessum manni sem að falið hefur verið það hlutverk að vera Fjármálaráðherra Íslendinga skuli ekki vera með meiri metnað eða þroska til að vilja þjóð sinni betur en þessa ánauð á að víkja tafarlaust. Bara það að verða uppvís að setja nafn sitt undir fyrir hönd þjóðarinnar án þess að vita hvað hann er eða var að skrifa undir er nóg til að lýsa hann vanhæfan í starfi. Svo erum við með Forsætisráðherra sem að hefur látið það frá sér að henni komi ekki fjármál Íslendinga við, svo ég fer að spyrja mig hvað erum við að gera með Ríkistjórn sem hefur engan áhuga á okkar velferð sem og hagsmunum...

Nei verður það hjá mér og er mikilvægt að allir mæti og kjósi. Þetta Icesave er ekki tilkomið vegna okkar svo þess frekar ekki okkar að borga, nægar eru skuldir þjóðarbúsins fyrir. Nú ef að Bretar og Hollendingar geta sannfært okkur um að þetta hafi verið aleigan þeirra og þeir eigi ekki til fyrir mat í dag vegna þessa kæruleysi sem varð hjá þeim í þessari fjárfestingu og ef að þeir eru og alveg við að missa eignir sínar vegna þessa þá er aldrei að vita hvað við Íslendingar erum ekki tilbúnir að leggja á okkur til að hjálpa. En það er ekki svo held ég, hef ég hvergi lesið það eða heyrt að Bretar eða Hollendingar séu komnir í ánauð vegna þessa. Höldum vörð um okkur og verum vakandi.  Kveðja.


mbl.is Jóhanna ætlar ekki á kjörstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisábyrgð...

Þjóðaratkvæðagreiðslan snýst um það hvort við viljum veita Fjármálaráðherra leyfi fyrir Ríkisábyrgð á þessari Icesave skuld. Ef já verður í framhaldi af því þá erum við að segja já við skulum borga þessa skuld, og ef svo ílla vildi til að við réðum ekki við greiðslur af þessum reikningi þá erum við jafnframt að gefa Bretum sem og Hollendingum leyfi til að taka Ísland allt eins og það leggur sig undir í tryggingu fyrir greiðslu ef svo ílla vildi til... Hvort hún er lítil eða stór þessi Icesave skuld sem er ekki okkar að greiða, og þaðan af síður komin til vegna okkar Íslenskra skattgreiðanda á ekki að skipta máli málanna hérna. Það er þessi Ríkisábyrgð sem kosningin er að snúast um. Nýr samningur eða ekki... það er þessi ríkisábyrgð sem að málið er að snúast um. Verum vakandi og kjósum, segjum okkar orð þar með NEI.  Kveðja.


mbl.is Áfram fundað í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samningsnefndina heim tafarlaust.

Það á að kalla þessa samningsnefnd tafarlaust heim.

Við erum með Ríkistjórn sem er með þá stefnu að það sé okkar Íslenskra skattgreiðenda að greiða þessa óreiðuskuld sem Icesave er. Alveg sama hver réttur okkar er þá er það stefna hennar að láta okkur borga.

Það er spurningin sem við þurfum að svara núna, viljum við þessa stefnu Ríkistjórnarinnar...

Það er til skammar fyrir okkur Íslendinga að vera með Ríkistjórn sem heldur betur utanum hag Breta og Hollendinga en okkar.

Það er hvergi minnst á eða talað um fyrirvarana sem eru í samningi 1. Þessir fyrirvarar hafa allt að segja fyrir okkur ef að af þessu verður með að þröngva þessu Icesave upp á okkur. Það er okkar Íslensku skattgreiðenda að segja næsta skref í þessu Icesave. Það gerum við með svari okkar sem kemur úr þjóðaratkvæðagreiðslunni.  Kveðja.


mbl.is Fundur fyrir hádegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verið að draga okkur á...

Maður fær það á tilfinninguna að það sé verið að draga okkur Íslendinga á ASNA EYRUM af Bretum og Ríkistjórn Íslands ætla ég að voga mér að segja...

Hversalags bull er þetta hreinlega að verða allt saman segi ég bara. Það sem við eigum að gera núna er að kalla þessa samningsnefnd tafarlaust heim, helst í kvöld og hætta þessu bulli. Ef að Bretar og Hollendingar vilja gera eitthvað þá óska þeir eftir að eiga þær viðræður við okkur og koma hingað sjálfir. Það er greinilegt að skjálfti er farin af stað...   Kveðja.


mbl.is Funda mögulega á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var nefnilega það...

Væntanlega ætlar þjóðin að kjósa um það hvort hún vilji borga þennan óreiðureikning Icesave svo ég noti hennar eigin orð sem hún Jóhanna notaði í kosningarbaráttu sinni, óreiðuskuld fjárglæframanna sem áttu einkafyrirtæki og léku grátt.

Fyrir mér þá er það nauðsynlegt að við kjósum um þetta mál, ennþá nausynlegra vegna þess að í dag þá erum við upplýst um rétt okkar sem segir okkur að það er ekki okkar að greiða þessa skuld. Við vitum svo mikið líka að Ríkistjórnin má ekki skuldsetja okkur þjóðina fyrir svona skuld sem Icesave er.

Fyrir mér þá er þetta allt saman að verða meira spurningin um hverju við Íslendingar stöndum frammi fyrir með þessa Ríkistjórn. það er ljóst að stefna Ríkistjórnar er að láta okkur borga þessa óreiðuskuld alveg sama hvað okkur finnst... svo hvað ætlum við Íslendingar að gera í því er stóra spurningin mundi ég halda núna...

Það er ekki okkar að borga þennan reikning svo þessvegna er mikilvægt að allir sem einn fari og kjósi um það í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu næstkomandi Laugardag 6 mars, og hittist svo allir sem einn niður á Austurvelli og sínum Ríkistjórninni vanvirðingu okkar vegna þessara vinnubragða hennar í þessu máli og krefjumst þess að hún víkji tafarlaust.

Þegar þangað er komið hjá okkur þá er komin annar flötur til að vinna útfrá í þessu Icesave, öðruvísi verður þessu máli ekki þokað uppúr þessum hjólförum sem það er í myndi ég halda. Höldum vöku okkar það er mikið í húfi fyrir okkur það er alveg ljóst í þessu öllu saman. Kveðja.


mbl.is Marklaus þjóðaratkvæðagreiðsla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband