Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Fáum að segja vilja okkar...

Áður en það verður sóað meira af pening sem er ekki til í þetta ESB ferli sem afgerandi meirihluti þjóðarinnar vill ekki í, þá eigum við að fá að segja vilja okkar um það hvort við viljum eða viljum ekki í þessa aðild með þjóðaratkvæðagreiðslu... Hún Jóhanna Sigurðardóttir getur þá ómerkt vilja okkar í þeirri kosningu (Munum að hún er með breytt gildi á einni þjóðaratkvæðagreiðslu, en bara einni.) og látið þetta ferli halda áfram, svo þegar kemur að aðalkosningunni þá ber henni að fara algjörlega eftir því sem að þjóðin segir í nei og já og það sem telur hærri tölu sigrar...

Það sem er sorglegast í þessu öllu saman er að það er búin að vera til tími hjá Ríkistjórninni í þetta ESB ferli allt saman sem er komið svona langt á sama tíma og það hefur hvorki verið til tími eða vilji til að taka á þessum gríðarlega vanda heimilana sem og fyrirtækjanna sem urðu ílla fyrir barðinu á þessu ráni öllu saman eða hvað sem að maður á að kalla þessa stöðu, heldur hefur allt snúist um að troða þessum óförum öllum á herðar okkar. ÞAÐ ER BÚIN AÐ VERA TIL TÍMI Í ÞETTA ESB. Núna þegar fólkið er loks að vakna aðeins fyrir því að það stóð aldrei til að gera eitt eða neitt OG ÞESSI FÖGRU KOSNINGARLOFORРINNAN TÓM ORРþá hvað... Jú aukaþing kallað saman eftir nokkra daga til að hugsanlega gera eitthvað... Við skulum athuga það að AGS hefur sagt ekkert meir fyrir húsnæðislánin... svo hvort þjóðin eigi að þora að lifa í einhverri trú um að það sé eitthvað öðruvísi núna og það komi einhver pakki sem er raunhæfur...

Fáum að segja vilja okkar hvort við viljum í þessa ESB aðild segi ég ef umsóknin verður ekki dregin til baka tafarlaust fyrir 17 júni...


mbl.is Vilja að við hættum hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál.

Til hamingju Hanna Birna Kristjánsdóttir með þessa stöðu. Fyrir mitt leiti þá hefði mér fundist sorglegt og mikil missir fyrir Reykvíkinga að missa hana úr borgarstjórn. Hún er búin að standa sig með sóma segi ég vegna þess að það fór loksins að koma friður í borgarstjórn eftir að hún tók við Borgarstjóra á sínum tíma.

Í leiðinni þá má ég til með að óska honum Jóni Gnarr með hans stöðu sem Borgarstjóri og megi honum farnast það verk vel af hendi gert.


mbl.is Hanna Birna kjörin forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæðagreiðslu núna...

Það er væntanlega næsta skref Þjóðaratkvæðagreiðsla sem verður að taka í þessu ESB máli þjóðarinnar.

Þar sem við segjum vilja okkar tafarlaust með Þjóðaratkvæðagreiðslu og þessi mikla andstaða er enn þá verður að kalla til hennar tafarlaust. 

Þar sem Alþingi er ekki ennþá farið í sumarfrí þá krefst ég þess að það verði fengin vilji sem og löngun þjóðarinnar fyrir þessarri ESB aðild strax. Það er mikið í húfi fyrir okkur öll, allar fjölskyldur, sem og einstaklinga í þessu landi þar við horfum á það að okkur er gjörsamlega fórnað sem fórnarkostnaði þessarar Ríkistjórnar til að komast í þessa aðild...

Krefjumst þess að fá tafarlaust að segja vilja okkar...


mbl.is Vilja að ESB-umsóknin verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru þeir sem að rændu öllum peningunum Jóhanna...

Þetta er nú að verða ansi þreytt tugga á þessum réttlætingum hjá þessari blessaðri konu þó Forsætisráðherra sé.

Það vita allir að það var farið á bak við regluverkið..... 

HVAR ERU ÞEIR SEM AÐ RÆNDU ALLAR FJÁRMÁLASTOFNANIRNAR PENINGUM ÞEIM SEM TIL VORU...

AF HVERJU GANGA ÞEIR LAUSIR OG ÞJÓÐIN SETT Í SKULDARFANGELSI...

Það er ekki hægt að horfa fram hjá því lengur að það eru vinir Ríkistjórnarinnar sem að rændu öllu... Vanhæf Ríkistjórn sem á að reka strax frá völdum vegna þessa svika við þjóðina...

Skammist ykkar allir sem einn innandyra í Ríkistjórn og komið ykkur frá. Þið höfðuð umboð fyrir þessum fögru kosningarloforðum ykkar en ekki þessum SVIKUM...


mbl.is Einkavæðing bankanna rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli...

Er það svo að Ríkistjórnin ætlar sér í 2 mánaða sumarfrí án þess að gera annað en klára að hjálpa bönkunum að fá eignir Landsmanna ?...... 

Er ekki hægt að hefja mótmæli á ný af alvöru og koma þessari Ríkisstjórn frá áður en hún veldur meiri skaða fyrir land og þjóð....


mbl.is Þétt dagskrá á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burtu með ykkur...

Við Íslendingar höfum ekkert að gera með hjálp sem er ekki hjálp...

Ég er mikið búin að velta þessum orðum fyrir mér að vilja hjálpa og hvað felst í því að vilja hjálpa einhverjum...

Það sem þessi stofnun AGS er og stendur fyrir er ekki það sem hún er að gera í dag, því að vilja hjálpa einhverjum sem er hjálpar þurfi er ekki að sparka í viðkomandi og koma honum endarlega á kné. Það finnst mér meira vera hlutverk AGS en að vilja hjálpa hjálparinnar vegna.... Við Íslendingar eigum að segja stopp á frekari lán vegna þess að við erum skuldum vafin og höfum ekki efni á frekari skuldum. Það þarf að stokka allt þetta kerfi upp hérna heima á Íslandi og fara að vinna eins og fólk í þessum málum og það er ekki gert með því að taka lán á lán ofan og svo annað lán til og annað og annað. Þetta er það sem að við erum búin að verða vitni að hjá Fjármálaráðherra okkar honum Steingrími J Sigfússyni, taka lán og svo annað lán og annað... Það er ekki verið að reyna að auka framleiðslu til að geta borgað það sem við skuldum. Það' er ekki verið að rífa landið upp úr þessari kreppu nei það er verið að setja þessa kreppu á herðar okkar Íslendinga vegna þess að við erum með AUMINGJA RÍKISTJÓRN sem vantar allt bein í nefið sitt, þessi Ríkistjórn er svo beinlaus í nefinu að hún getur ekki einu sinni komið fram fyrir þjóð sinni og sagt henni sannleikann... 

Vanhæf Ríkistjórn sem á koma sér frá tafarlaust. Þessi Ríkistjórn hefur ekki minn stuðning í þessu ferli sínu.

 


mbl.is Sendinefnd AGS á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nóg komið...

Mér finnst nóg komið af virðingarleysi Ríkistjórnar Íslendinga við fólkið sem var nógu gott til að kjósa hana með fögur kosningarloforð í farteskinu að leiðarljósi.

Hvað brást í vinnu hjá þessari Ríkistjórn er ekki auðvelt að sjá nema að það hafi hreynlega alltaf verið tilgangur hennar að sigla þjóðinni í kaf...

Það er ýmislegt sem bendir til þess að þessi Ríkistjórn hafi alltaf ætlað sér að fara þessa leið, nóg er að skoða þetta Icesave ferli. Þessi fögru loforð um að það væri sko ekki okkar að borga óreiðuskuldir annarra var galað hástöðum á meðan þessari Ríkistjórn vantaði atkvæði til að komast til valda, en svo lesum við það í gögnum sem hafa meðal annars verið sýnd hér á mbl. að á meðan það var galað sem hæðst þá var gengið frá loforði um að við myndum bara borga allar þessar óreiðulskuldir sem einhverjir einstaklingar eiga..(höfum ekki ennþá fengið nöfn) í topp með öllum þeim vanskilakostnaði sem hægt er að leggja á eina skuld og aukaþóknun liggur við að maður segir í kaupbæti...

Vanhæf Ríkistjórn sem á að koma sér frá tafarlaust og ætti hún að biðja okkur almenning fyrirgefningar á þessu mikla klúðri sínu sem er alveg að verða búið að kosta alla landsmenn æru sína og trú.

Svei og skömm til ykkar allra sem eru í Ríkistjórn þið eruð ekki með umboð frá Þjóðinni fyrir þessari vinnu ykkar... Það er alveg ljóst fyrir öllum...


mbl.is Vinna á bak við tjöldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já alveg að takast Steingrímur...

Það má segja það að honum er alveg að takast að setja allar Bankaskuldir á herðar okkar Íslendinga. Það má segja það að honum er alveg að takast að ræna eignum landsmanna. Það má segja það að honum er líka alveg að takast að ræna okkur auðlindum þeim sem Ísland er að gefa okkur.

Það má segja ýmislegt það er alveg ljóst en það gleymist alveg hjá honum að öll orð hafa ábyrgð... Það þarf að gera þessa Ríkistjórn ábyrga fyrir þessum kosningasvikum sem þau eru búin að verða upp vís að... Engin Skjaldborg komin utan um heimilin né fyrirtæki ennþá, en það var kosningarloforð og það stórt loforð fyrir alla húsnæðiseigendur sem og eigendur fyrirtækja. Það sem við erum búin að sjá er að það var sleginn skjaldborg strax utan um Bankana og Tryggingarfélag... Allt þar með búið sem átti að gera í skjaldborg þeirri... Það átti að tryggja að óreiðuskuldir annarra yrðu ekki okkar að greiða... Það var eitt af því fyrsta hjá honum að byrja strax á því að troða öllu á herðar okkar. Það var ekki kosningar loforðið... Svo ef eitthvað Verkefni er alveg að takast hjá honum Steingrími þá er það verkefni sem hefur ekki verið með okkar hag fyrir brjósti sem honum ber skylda að vinna eftir myndi maður halda.. það er alla vegna ekki vekefni sem hann var kosin fyrir sem hann er búinn að vera vinna að og er alveg að takast á launum frá okkur...


mbl.is „Verkefnið er að takast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá vitum við það.

Það hefur þá verið þess vegna sem að Forsætisráðherra Íslendinga var ekki á Alþingi í kvöld...

Ekki er Forsætisráðherra Íslendinga Jóhanna Sigurðardóttir að hafa fyrir því að flytja þjóð sinni þessar fréttir sjálf... Nei það er betra að þær fréttir komi að utan.

Þá vitum við Íslendingar hvað er næsta skref fyrir okkur og það er að fá þjóðaratkvæðagreiðslu um vilja okkar í þessar formlegu viðræður tafarlaust áður en lengra verður haldið með þetta ferli og meira pening sóað...

Fyrir mér er alveg augljóst að það eru auðlindir okkar Íslendinga bæði til lands og sjávar sem hugmyndin er að eigi að bjarga ESB út úr þeim vanda sem að þeir standa frammi fyrir.

Það vantar rafmagn og það vatn...

Það er öllu fórnað virðist vera og ekki til snefill af virðingu við okkur fólkið í landinu hjá Ríkistjórninni segi ég og tek þá mið af síðustu könnun sem sýndi það að það er ennþá afgerandi hluti  þjóðarinnar sem vill ekki í ESB. Það var sorglegt að hlusta á suma á Alþingi í kvöld sem að sögðu að þau hefðu allan stuðning þjóðarinnar frá kosningum. Þar sem að Ríkistjórnin hafði allan stuðningin sinn bundin við kosningarloforðin þeirra, Þá táknar það ekki að það sé stuðningur við svikin... Ekkert ESB segi ég.


mbl.is Umsóknin tekin fyrir 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert ESB.

Það er alveg ljóst eftir þessum skoðanakönnunum að þjóðin veit hvað hún vill, það er ekki hægt að segja það sama með Ríkidtjórn Íslendinga sem virðist hreinlega lifa í eigin veruleika sem er ekki í sambandi við okkar veruleika... 

Siðblind Ríkistjórn sem þurfti að ljúga að þjóð sinni til að fá þessa Aðildarumsókn Íslendinga samþykkta í gegnum Alþingi. Ljúga vegna þess að RÍKISTJÓRN Íslendinga hefði annars aldrei fengið þessa aðildarumsókn samþykkta og það vissi Jóhanna Sigurðardóttir....

Ekkert ESB segi ég.

Við erum sjálfstæð þjóð og nokkurnvegin sjálfbær líka og allur heimurin virðist vera í vanda og fyrir mér er alveg ljóst að þó Ísland sé stórt af náttúruauðlindum þá er Ísland ekki nema eyja í stærð sinni og hún mun ekki bjarga öllum heiminum úr vanda sínum en okkur Íslendingum getur eyjan okkar bjargað ef vilji er fyrir hendi hjá okkur. Vilji virðist vera hjá okkur fólkinu í landinu en ekki ríkistjórninni sem nennir greinilega ekki að hafa fyrir hlutunum og vill bara koma okkur í hendur á einhverjum sem hefur ekki einu sinni snefil af virðingu fyrir landi og þjóð...

Þessari samvinnu á milli AGS og ESB er ekki hægt að líta framhjá og ekki heldur hægt að líta framhjá því að ef fer sem Ríkistjórn og þessar stofnanir vilja það er AGS og ESB þá er ekki langt í það að litla eyjan Ísland verði meira og minna ein stór virkjana eyja og landið okkar fagra með öllu sínu ekki lengur til í sinni mynd. Það er eitthvað sem við getum ekki lagað til baka ef fer sem þessir aðilar vilja það er AGS og ESB...

Ekkert ESB segi ég en og aftur. Stöndum vörð um landið okkar fagra Ísland það er okkar og eingöngu okkar....


mbl.is Meirihluti vill draga umsókn um aðild til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband