Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
13.6.2010 | 12:49
Á ekki skilið sumarfrí...
Þetta er skrítin staða sem að við Íslendingar erum að horfa á í dag. Það hefur verið harður niðurskurður á borðum landsmanna sem ekki sér fyrir enda á ef fer sem Ríkistjórn vill.
Landsmenn standa frammi fyrir því að vera með Ríkistjórn sem er siðblind að mínu mati. Að mínu mati tek ég fram.. Siðblind vegna þess að það er svo mikill niðurskurður sem að landsmenn hafa tekið á sig nú þegar og eiga eftir að fá á sig ef fer sem lætur og Ríkistjórnin sér ekki afleiðingarnar sem nú þegar eru komnar. Landsmenn standa frammi fyrir að mínu mati því að vera með Ríkistjórn sem sveik sig inn á okkur með fögrum loforðum sem Landsmenn TRÚÐU á að væri sannleikur. Öll þjóðin (næstum því) trúði því og treysti, það er þessum loforðum, öll þjóðin (næstum því) bölvaði Sjálfstæðisflokknum og hefur meira og minna ásakað hann um þetta allt saman. Vissulega er hann það sem kallað er höfundur þessa regluverks sem hefur verið í gangi... En er hann sá sem að tæmdi alla peninga úr bönkunum, er hann sá sem að átti alla þessa Einkabanka spyr ég, við erum að horfa upp á það að Samfylkingin með samþykki VG er að láta alla Íslendinga borga þetta klúður á sama tíma og hún elur undir þessa útrásavíkinga með ríkisábyrgðum út og suður segi ég, svo ég nefni dæmi þá er hægt að nefna þetta Gagnaver suður með sjó og þessa ríkisábyrgð fyrir hann Bjúrgúlf yngri...ÞESS VEGNA ER MIKILVÆGA AÐ BÓKHALD RÍKISSINS FYRIR 2008 VERÐI GERT OPINBERT OG ÞVÍ EKKI LOKAÐ EINS OG RÍKISTJÓRN VILL.... Það urðu kosningar og vinstri stjórn kom að með öll sín fögru loforð um að hún væri komin fyrir fólkið í landinu. Í dag þá er eins og þjóðin sé hægt og rólega að vakna upp við það henni er fórnað. Fórnað allri sem og Landsauði fyrir þessa útrásavíkinga sem að komu okkur þjóðinni í þessa stöðu í upphafi... þjóðin er líka að horfa upp á vinnubrögð á Alþingi frá Samfylkingunni sem eiga sér enga hliðstæðu sem ég veit um í Íslenskum stjórnmálum, það er þetta Einræði sem Forsætisráðherra Íslendinga hún Jóhanna Sigurðardóttir hefur beitt til að ná SÍNU fram. (tek fram að ég hef ekki lesið alla stjórnmálasöguna okkar) það virðist sem Ríkistjórnin geri sér ekki grein fyrir því að þjóðin sér þetta og þess vegna finnist henni allt í lagi að heimilin sem að þessi Ríkistjórn var kosin til að vernda og halda skjaldborg utan um geti tekið hvað sem er á sig og fólkið sjái ekki að það sé gert einskisvert og allt í lagi að það missi allt sitt... Siðblind vegna þess að á sama tíma þá er nýbúið að hækka ferða og dagpeninga Ríkistjórnarinnar (peningur til í það)sem finnst það allt í lagi, og óþolinmæði gætir hjá þessari blessaðri Ríkistjórn vegna þess að í rúmlega 2 mánaða sumarfrí sitt ætlar hún. Enn ekki hvað segir maður þá.. skattarnir teknir af okkur svo launin sín fær ríkistjórnin þó í sumarfrí fari...
ERU LANDSMENN AÐ KOMAST Í 2 MÁNAÐA SUMARFRÍ Á GÓÐUM LAUNUM...
Nei Landsmenn margir hverjir verða í þeirri stöðu að þeir tæma það sem að þeir héldu að væri þeirra örugga skjól, heimili sín og fara á götuna hreinlega nema vinir eða vandamenn sjái sér fært að veita húsaskjól vegna þess að þessi skjaldborg sem átti að slá utan um heimilin var bara svikið loforð til að komast til valda. Landsmenn margir hverjir verða líka í röð fyrir utan hjálparstofnanir vegna þess að í dag þá eiga þeir ekki fyrir mat þegar það er búið að borga þá reikninga sem þarf að borga vegna þessa niðurskurðar sem þegar er komin. Þessar Hjálparstofnanir fara líka í sitt sumarfrí les maður um... hver kemur þá þessu matarlausa og húsnæðislausa fólki og fjölskyldum til hjálpar... Aðra eins Siðblindu varðandi Landsbankann og Fjármálaráðherra okkar höfum við orðið vitni að, þar var búið til nýtt dótturfélag (hversu 2007 er það) til að það væri hægt að veita launahækkanir innan Nýja Landsbankans sem er Ríkisbanki samt sem áður... þannig að hann er í raun og veru rekin á okkar peningum í gegnum skattkerfið.
Þegar ég fer yfir þetta svona og trúið mér þetta átti aldrei að verða svona löng skrif þá fallast mér svolítið hendur vegna þessa spillinga sem er beint fyrir framan okkur, og í raun og veru þá erum við að horfa á það að það sem átti að stoppa (byltingin og kosningarnar) komst áfram og er að klára að tæma endanlega alla vasa landsmanna og á sama tíma þá er ekki hægt núna að kenna Sjálfstæðisflokknum um vegna þess að í Ríkistjórn er hann ekki... En það er annar flokkur sem var með Sjálfstæðisflokknum við völd og sá flokkur heitir SAMFYLKINGIN og er hún búin að vera í aðalsæti í þessu sem er að ganga yfir okkur núna. Það er ekkert sem að réttlætir svona svik eins og við Íslendingar höfum orðið fyrir segi ég og það eina sem að við Íslendingar gætum gert er að koma þessar Ríkistjórn tafarlaust frá völdum. Hún á ekki skilið sumarfrí frá mér fyrir þessi vinnubrögð hún á skilið UPPSAGNARBRÉF...
Ekki samkomulag um þinglok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2010 | 16:53
Það væri óskandi...
Já það væri óskandi að ESB sjálft sæi þessa miklu andstöðu sem er við þessa aðildarumsókn okkar Íslendinga, þó að hún sé frá okkur þjóðinni komin þá fengum við hvorki að segja hug okkar eða vilja um það hvort við vildum í þessa ESB aðild eða ekki.
Í ljósi þess að niðurstöður úr könnunum er búnar að sína það aftur og aftur að afgerandi 70% þjóðarinnar vilji ekki þarna inn og myndi hafna aðild í kosningum þá á það ekki að vera spurning um hvort eða...
Það á að draga umsókn okkar tafarlaust til baka einfaldlega vegna þess að það er ekki stuðningur meðal þjóðarinnar fyrir þessari aðild. Hitt er líka alveg ljóst að við erum með Forsætisráðherra og Fjármálaráðherra sem að kjósa að hunsa það sem að meiri hluti þjóðarinnar vill.
Það væri óskandi að ráðamenn innan stjórnar ESB sjái hvað er að gerast og gefi Íslendingum það að gjöf á Þjóðhátíðardegi okkar að hafna þessari umsókn frá okkur einfaldlega vegna þess að þeir sjá það sem er að gerast hér...
Höldum vörð um landið okkar fagra Ísland sem og Sjálfstæði okkar Það er framtíð okkar og afkomenda okkar sem er í húfi.
Umsóknin er ekki á dagskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2010 | 12:41
Hversu mikið rugl er þetta...
Gjaldeyrisstaða Seðlabankans neikvæð um 80 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.6.2010 | 10:14
Allt upp á borð takk.
Það fór þá svo að Icesave fáum við að tala um einu sinni en. Alveg sama hvaðan þessi þingsályktunartillaga er komin þá er full þörf á henni.
Það er spurning um það hvort við Íslenska þjóðin eigum ekki rétt á því að bókhald fyrir árið 2008 verði lagt fram fyrir okkur til lesningar sem og samþykktar og þá okkar að dæma um það hvort rétt sé eða ekki. Það er jú um bókhald okkar að ræða...
Það er ekki hægt að líða það að þjóðin hafi kjósið sér Ríkistjórn sem átti að tryggja það að þessi óreiðuskuld sem Icesave er lenti ekki á baki okkar séum í stríði við Ríkistjórnina sem vill bara troða þessu á herðar okkar vegna að það hentar henni betur. Þetta var eitt af kosningarloforðum Ríkistjórnarinnar, og til að undirstrika það þá sögðum við þjóðin afdráttarlaust orð okkar með þjóðaratkvæðagreiðslu um þessa Icesave skuld.
Við Íslendingar stöndum frammi fyrir því að þessi vilji okkar er algjörlega hunsaður af Ríkistjórn okkar. Að við Íslendingar skulum vera með Ríkistjórn sem hefur unnið hörðum höndum að baki okkar að troða þessu bara á okkur hvort sem að við viljum eða ekki er ekki hægt að líða... Hverslags vinnubrögð eru það í Lýðræðislegu ríki segi ég bara...
Við erum með Össur Skarphéðinsson Utanríkisráðherra sem hefur orðið uppvís að því að eiga í innherjaviðskiptum á bréfum hjá Byr og græða tugi milljóna í vasann sinn á því og finnst það bara allt í lagi, sömuleiðis er hann Árni Þór Sigurðsson sem er í sömu stöðu og Össur, græddi milljónirnar með sölu á bankabréfum. Þessir bankar eru komnir í hendur ríkisins vegna þessa fjármálasukks meðal annars og er að lenda á herðum okkar að greiða í formi gjalda sem og skatta. Þessum mönnum er ekki gert að víkja... Mér finnst þessi gjörningur miklu MIKLU alvaralegri en að taka á móti styrk frá einhverjum vegna trú viðkomandi á viðkomanda ...
Það eru skuldir okkar þjóðarbús sem um er að ræða og okkar að greiða það sem verið er að tala um. Varðandi uppgjör Landsbankans árið 2008 þá er það sérstaklega átaka ár á fjármálamarkaðinum. Það á ekki að vera neinn reikningur eða skuld sem að við eigum ekki að vita af og þess vegna er það mikilvægt að þessi rannsókn fari fram. Það er verið að leggja allt okkar þjóðarbú að veði fyrir þetta Icesave sem og ESB umsókn okkar án þess að við fáum nokkuð um það að segja eða hvað þá að á okkur sé hlustað... En Þjóðin er nógu góð og verðmæt þegar að atkvæði hennar vantar. Þessi Ríkistjórn hefur svifist einskis til að ná sínu fram og alveg ljóst á öllu að það hefur ekki verið hugsað um okkar hag í þessu Icesave. Allt upp á borð segi ég.
Rannsókn á Icesave-málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2010 | 09:10
Já.
Já þessa tillögu styð ég 110 % ef hægt væri það er ekki spurning. Þessi Ríkistjórn er búin að bregðast landi sínu svo alvaralega að það hálfa væri nóg.
Heimilum landsmanna sem og fyrirtækjum hefur verið fórnað fyrir þessa umsókn og það er ekki hægt að líða.
Íslendingar búa við lýðveldi og er Ísland Sjálfstætt og fullvalda ríki. Við áttum og eigum að fá að segja okkar vilja um þessa umsókn, en vegna hræðslu Ríkistjórnarinnar við fólkið sitt sem kaus hana þá þorði hún ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu með ESB aðildarumsóknina vegna ótta við að þjóðin hafni henni.
Ríkistjórn okkar hefur þröngvað þessari umsókn inn með öllum þeim svikum og prettum sem að henni er einni lagið að grípa til, og eru þær aðgerðir búnar að valda mikillri ólgu og ósamstöðu innan Ríkistjórnarinnar sem og hjá almenningi í landinu.
Eins og ég sagði hérna fyrr þá hefur Ríkistjórn Íslands lagt þann fórnarkostnað að heimili og fyrirtæki landsmanna eru lögð að veði og fórnað fyrir þessa umsókn og er ekki hægt að líða það þegar það er gert í óþökk við eigendur heimilana sem og fyrirtækja.
Stöndum saman Íslendingar í þessu þetta er landið okkar Ísland. Fagra Ísland sem er í húfi og mig langa ekki að við Íslendingar fáum þær fréttir á Þjóðhátíðardegi okkar 17 júni 2010 að aðild okkar að ESB verði formlega gerð virk...
Ekkert ESB segi ég.
Umsókn um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2010 | 18:28
Ótrúlegt...
Það er alveg með ólíkindum að lesa þessa frétt...
Að láta það út úr sér að Íslensk stjórnvöld hafi leitað sér fyrirmyndar til Kínverja við endurreisn hagkerfisins er alveg ótrúlegt að heyra, ég veit ekki betur en að þar sé hagkerfið þeirra að ganga mjög vel.
Hagkerfið okkar hinsvegar virðist ganga út á það að taka meira lán til að borga þetta lán, annað lán til að gera þessa framkvæmd, og svo lán til að kosta þetta allt saman, svo annað til að borga það og svo annað og annað þar til ekki er hægt að fá fleiri lán vegna þess að það er ekki lengur til peningur til að borga af því sem að borga þarf til að geta látið hjólin snúast. Allar framkvæmdir held ég bara , en það er kannski einhver ekki alveg svo, en fyrir mér þá finnst mér allar framkvæmdir sem eru upp á borði hjá Ríkisstjórninni snúast um mikinn peningakostnað til að hægt sé að framkvæma, og framkvæmdir taka mörg ár áður en þær fara að skila einhverju raunhæfu í Ríkisjóð ef þær eiga þá nokkurn tíma eftir að gera það. Þær framkvæmdir sem að við Íslendingar hefðum þurft að fá í framkvæmd var aukning á allri þeirri framleiðslu sem við getum aukið, er ég þá að tala bæði um landbúnað sem og sjávarútveg og allt þar á milli.
En alla vegna þá held ég örugglega að Kínverjar séu ekki að reka sitt hagkerfi eins og við á lánum á lán ofan...
Jóhanna: Lítum til Kína eftir fyrirmyndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2010 | 15:09
Siðblinda er það kallað...
Siðblinda er það kallað þegar menn sjá ekki sinn eigin nafla, en sjá allra annara nafla sem þeir vilja sjá.
Er VG ekki búin að vera að kvarta undan því að það sé ekki hægt að halda áfram vinnu vegna þessara skotgrafa sem menn fara beint í á Alþingi...
Hvað er þetta annað hjá honum Birni Val Gíslasyni en að fara beint ofan í skotgröfina...
Og horfa svo á þessa siðblindu sem er hjá honum Árna Þór Sigurðsyni, sem finnst það að þiggja styrk sé refsivert og brotlegt og allt í lagi að ræða, en að græða svo og svo margar milljónir á innherjaviðskiptum með sölu á bankabréfum sem olli svo meðal annars hruni bankans svo maður tali mannamál... það má ekki ræða það...
Ég vil að Alþingi ræði það mál, þar sem að hann Árni Þór Sigurðsson VG sem og Utanríkisráðherra okkar hann Össur Skarphéðinsson Samfylkingin græddu tugir milljóna....
Þetta er siðblinda og á að vera búið að víkja þessum mönnum frá fyrir löngu síðan, þessir menn hafa sína eigin hagsmuni að verja, og þar af leiðandi þeirra hagsmunir teknir fram fyrir okkar hagsmunum. Situr hann Árni Þór Sigurðsson ekki í fjármálanefnd á Alþingi líka...
Þurfti að biðjast afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2010 | 10:07
Hvað er almenningur ekki að skilja...
Það er alveg ljóst að Ríkistjórn Íslands ætlar sér ekkert að gera fyrir heimilin í landinu...
Það er líka alveg ljóst að Ríkistjórn Íslands ætlaði sér aldrei að láta þá sem að rændu öllu úr bönkunum borga það til baka...
Það er alveg ljóst í dag að markmiðið var alltaf að setja allar þessar byrðar á herðar okkur.
Það er líka alveg á hreinu að inn í ESB ætlaði Samfylkingin og um það er allt búið að snúast um það...
Okkur er sagt að allar þessar breytingar sem búið er að gera bæði í heilbrigðisgeiranum sem og ráðuneitunum séu vegna niðurskurðar... en það er ekki rétt og ef við skoðum betur allar þær aðgerðir sem hafa verið gerðar bara á þessum 2 atriðum sem ég nefndi þá hefur engin sparnaður hlotist af þessu, frekar en lausnunum sem áttu að bjarga heimilunum, bara fleiri vandamál komin og meiri kostnaður þar af leiðandi. Þetta er allt fyrir inngönguferlið í ESB og það veit Samfylkingin en Samfylkingin er huglaus og hefur ekki þorað að stíga fram og segja okkur að þetta verði að gera annars er ekki hægt að taka umsókn Íslendinga fyrir núna 17 júni 2010 nema að það sé búið að breyta öllu regluverki Íslendinga að ESB....
Það sem almenningur verður að gera, er að sjá að það á ekki og var aldrei ætlun Ríkistjórnarinnar að hjálpa okkur Íslendingum. Það sem við getum gert er að krefjast þess að þessi Ríkistjórn komi sér frá hið snarasta svo það sé einhver möguleiki að bjarga því sem bjargað verður. Þetta er landið okkar Ísland og við Íslendingar erum með ráðamenn sem að gefa skít í okkur. Allt á kostnað okkar landans sem og á kostnað auðlinda okkar.
ERUM VIÐ TILBÚINN Í ÞESSA ÁNAUÐ UM ÓKOMNA TÍÐ...?
ER ÞETTA ÞAÐ SEM AÐ VIÐ ÓSKUM AFKOMENDUM OKKAR...?
Óttast setningu bráðabirgðalaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2010 | 14:46
Enn ein viljayfirlýsing...
Bíðum nú aðeins við, hvað þýðir þessi viljayfirlýsing eiginlega hjá Ríkistjórninni... er það ekki loforð sem jafngildir bindandi samning hjá Ríkistjórninni fyrir því sem var verið að lofa eða ræða, og í þessu tilfelli tengist það einni auðlind okkar ...
Þetta orð er mikið búið að flækjast í Icesave málinu, viljayfirlýsing um loforð fyrir greiðslu.... Svo það er eins gott að við þjóðin fáum að vita hvað þessi viljayfirlýsing þýðir í raun og veru fyrir ríkistjórn..
Er hann Steingrímur J. Sigfússon Fjármálaráðherra ekki búin að segja það að viljayfirlýsingin í því máli jafngildir JÁ.
Ræddu samskipti Íslands og Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.6.2010 | 11:33
Þetta er hægt að gera...
Þetta er hægt að gera blygðunarlaust án þess að blikkna, á sama tíma og það er verið að tala um að frysta öll laun í 3 ár vegna þess að það er ekki til peningur til að mæta þörfum fólksins í landinu í formi launahækkanna.....
Ferðadagpeningar hækkaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar