Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
9.6.2010 | 01:54
Lýsandi getuleysi stjórnvalda...
Það er sorglegt að hlusta á þessar réttlætingar sem hún Jóhanna Sigurðardóttir Forsætisráðherra nefnir hér og talar um...
50 úrræðaleiða í aðgerðum segir hún að hafi verið gerðar fyrir skuldavanda heimilanna í landinu... 50 MISMUNANDI LEIÐIR og vandin er meiri en hann var í upphafi og stærri... (ekki nema það sé einhverstaðar viðbót af Íslandi sem við vitum ekki af, og þessar aðgerðir kannski verið fyrir þann bæ.)
Ef þetta dæmi sýnir okkur ekki líka hversu vanhæf og getulaus Ríkistjórnin er þá veit ég ekki hvað...
Fyrir það fyrsta að þurfa að segja frá þessum 50 misheppnuðu tilraunum er hreinlega til skammar... Alveg 47 skiptum of mikið fyrir mér til þess að leyfa viðkomandi að halda áfram... Svo talar hún með vandlætingu eins og við þjóðin séum bara vanþakklát og kunnum ekki gott að meta og þakka... Þessi kona er launþegi hjá mér og þér lesandi góður og finnst mér hún vera búin að vinna sér inn UPPSAGNARBRÉF frá mér.
En þér...
![]() |
Hafa komið til móts við skuldavandann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.6.2010 | 01:04
Allt fyrir ESB...
Það er eingöngu fyrir ESB aðildarumsókn sem er verið að keyra þetta í gegn og Samfylking þar að baki.
Það er verið að tala um ekki MINNA atriði en STJÓRNARSKRÁNNA okkar. Það þarf að gera þetta vel og vandlega og skoða frá öllum hliðum allar þær breytingar sem er verið að fara fram á að gera, öllum hliðum og þá sérstaklega þeirri hlið sem snýr að því HVERSVEGNA á að breyta... Ég man ekki eftir því að okkur Þjóðinni hafi verið sýnd drög að nýrri Stjórnarskrá...
Það má ekki gera þetta í óðagoti eins og allt lítur út fyrir að sé verið að gera... Það á að gera allar þær breytinga sem að gerðar verða ,ef gerðar verða, með þann hag að leiðarljósi sem er okkur fyrir bestu inn í komandi kynslóðir... Okkur fyrir bestu...
Ekkert ESB segi ég. Drögum umsókn tafarlaust til baka. Fyrir það fyrsta þá höfum við ekki efni á þessu. Við eigum ekki fyrir skuldum þjóðarinnar eins er og þurfum því að nota allt það sem afgangs er til að borga okkur útúr því sem er að verða 2 Ríkistjórna klúður.... Meiri hluti þjóðarinnar vill ekki inn í ESB, og það verður að horfast í augu við það... Kveðja.
![]() |
Kostar okkur ekkert að doka við og hugsa" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2010 | 00:29
KREFJUMST AFSAGNAR TAFARLAUST.
Þessi frétt gerir mig sorgmædda í hjarta. Sorgmædda vegna þess að þessi frétt sínir okkur svo svart á hvítu hversu VERULEIKA FYRRTA Ríkistjórn við Íslendingar höfum.
Ríkistjórn sem virðist lifa í sínum eigin draumaheimi og sjá allt á einhverju BLEIKU skýi mætti halda... Skýi sem að engin annar sér nema hún vegna þess að þetta BLEIKA ský er hvergi til nema hjá Ríkistjórninni, og kannski að finna innan ESB á meðan það FYRIRBÆRI sem ESB er leyfi ég mér að kalla, notar kannski til að lokka þjóðir til sín, sem og AGS.
Það á að kalla tafarlaust eftir rannsókn á þessi ferli sem að Ríkistjórnin ákvað að fara í þessu Icesave máli vegna þess að þetta voru allir aðrir búnir að sjá hér heima, og þurfti ekki sérfræðinga til...
Það eru líka allir hérna heima búnir að gera sér grein fyrir því fyrir löngu síðan og sjá að Ríkistjórn okkar er búin að vera að vinna að allt öðrum hagsmunum en okkar.
En og aftur segi ég... þessi Ríkistjórn á ekki skilið sumarfrí.
Þessi Ríkistjórn á að fá UPPSAGNARBRÉF tafarlaust. Það á að setja hana í farbann strax á meðan yfirheyrslur eru. Það á að fá það á hreynt fyrir hverja hún er að vinna...... Það liggur alveg ljóst fyrir mér að þessi vinnubrögð sem að Ríkistjórnin er búin að vera með í þessu Icesave eru ekki búin að vera EÐLILEG svo ég taki VÆGT til orða. kVEÐJA.
![]() |
Íslendingar geta ekki borgað Icesave" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.6.2010 | 19:45
Ljótt mál.
Það var nefnilega svo, ég man nefnilega eftir þessari frétt á sínum tíma og það kom hér á MBL. Þar sem það kom fram að Már Guðmundsson og Forsætisráðherra okkar hún Jóhanna Sigurðardóttir gengu frá þessum launamálum Más Guðmunssonar.
Það sem er öllu alvaralegra er það að Forsætisráðherra okkar hún Jóhanna Sigurðardóttir steig í pontu á Alþingi okkar fyrir framan þjóðina í gegnum sjónvarpið og sór fyrir það að hafa nokkuð með launamál hans að gera.... endurtók það meira að segja .
Þessi Ríkistjórn er búin að vera myndi maður halda núna og ætti hún að kalla sig saman tafarlaust og segja af sér. Þetta er mjög alvaralegt af Forsætisráðherra að ljúga svona til um þetta mál, sem og hjá Fjármálaráðherra okkar honum Steingrími J. Sigfússyni með skuldabréfið stóra í Landsbankanum svo maður nefni það líka og er þetta brotlegir gjörningar, ætti almenningur að krefjast þess að þessi Ríkistjórn segi tafarlaust af sér ef hún fer ekki sjálfviljug núna...
![]() |
Már og Jóhanna ræddu launin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.6.2010 | 09:32
Ekkert sumarfrí skilið frá mér...
Fyrir mér þá er fyrst að vinna vinnuna sína áður en farið er í frí...
Þessi Ríkistjórn er ekki búin að vinna þá vinnu sem að hún var ráðin til verka í með kosningu frá fólkinu í landinu segi ég... skuldavandi heimilana sem og fyrirtækja vaxin úr öllum hæðum vegna aðgerðarleysi ríkistjórnarinar sem og Icesave óreiðuskuldin sem þessi Ríkistjórn var alveg með á hreinu þegar hana vantaði að komast til valda að það væri ekki okkar að greiða...
Því miður fyrir Ríkistjórnina þá á bara ekkert sumarfrí að vera fyrr en þjóðin öll er nokkurnvegin komin útúr þessum vanda segi ég.
Hvernig eigum við að hafa efni á því að borga þann launakostnað hjá Ríkistjórninni þegar við eigum ekki til fyrir reikningum þjóðarinnar segi ég....
![]() |
Fyrirtækin keyra áfram á gufunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2010 | 09:14
Upp á borðið með þetta...
Þetta er ekki spurning hjá mér, og sjálfsagt fleirum ekki heldur að þessi launamál verða að komast á hreint og upp á borð.
Það er ekki hægt að setja mannsæmandi lífskjör á fyrir okkur, okkur sagt að það sé ekki til peningur, en samt eigum við að hafa efni á að borga öðrum þessi ofurlaun, svo ég spyr hvernig eigum við að hafa efni á því að hafa fólk á ofurlaunum þegar meir en helmingur landsmanna á ekki fyrir dags daglegum þörfum...
Vanhæf Ríkistjórn sem virðist hreinlega ekkert vita í sinn haus um gefin loforð sem gefin hafa verið af henni sjálfri, og vísar á hvern annan...
Segið af ykkur tafarlaust segi ég og leyfið öðrum að komast að sem geta kannski hjálpað okkur Íslendingum í vanda okkar og eru tilbúnir að vinna fyrir okkur...
![]() |
Fleiri kallaðir fyrir vegna launa Más |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2010 | 08:54
Sumarfrí...
Sumarfrí á okkar kostnað, það var bara það sem vantaði...
Mér er hugleikið hvort við Íslendingar höfum efni á því að vera með þessa Ríkistjórn... Ríkistjórn sem var kosin af okkur til að vinna fyrir okkur, vinnan sem þessi Ríkistjórn var kosin til að vinna að er óunnin en, svo mér er spurning í huga með þetta sumarfrí...
Það væri nær að við fólkið segðum þessari Ríkistjórn tafarlaust upp.
Sumarfrí frá 16 júni til 2 september er langt og gott frí.
Ef að þessi Ríkistjórn væri búinn að vinna vinnuna sína sem að hún var kosin fyrir þá væri ekkert annað sjálfsagðara en að hún Ríkistjórnin fengi gott sumarfrí, en það er ekki svo... Fyrir mér er þetta spurning um heimili landsmanna sem og vinnur, ljóst má vera að þegar ríkistjórnin kæmi úr þessu sumarfrí sínu ef að af verður, þá verða ansi mörg heimili farin undir hamarinn og fjölskyldurnar sem að kusu þessa Ríkistjórn vegna fagra loforða um að þetta fjármálaklúður ætti ekki að lenda á herðum okkar standa á götunni með allt sem átti ekki að vera okkar að borga á herðunum sínum....
Ljót vinnubrögð og en ljótari vinnuaðferðir sem að hafa verið viðhöfð á okkar kostnað af Ríkistjórn Íslendinga er ekki hægt að horfa á lengur, það er ljóst að allt á að borgast af okkur og þeir sem að rændu fjármálafyrirtækin innanfrá fá lof og klapp frá þessari Ríkistjórn.
Allt á okkar kostnað segi ég vegna þess að þessi Ríkistjórn situr í okkar boði, á fullum launum frá okkur, og hlær sjálfsagt í bakið á okkur yfir því hvernig henni er að takast að koma þessu öllu á okkar herðar...
![]() |
Ekki á eitt sátt um hverju skuli ljúka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar