Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Drögum þessa umsókn til baka...

Það er sorglegt að sjá hvernig þetta er allt saman orðið.

Rifrildi allt í einu um allt liggur við að ég segi. Rifrildi vegna þess að við erum búin að hafa þessar auðlindir okkar að okkar hætti, vatnið okkar, landið okkar, landbúnaðinn okkar, og sjávarútveginn okkar, sem og allt þar á milli að okkar hætti og allt í einu stöndum við frammi fyrir því að það henntar ekki samfélagi út í heimi eins og ESB að við höfum þetta að okkar hætti og krefst ESB þess að það verði gerðar gagngerðar breytingar á öllum okkar lífsstíl til þess að það verði hægt að koma á móts við langanir lítils hóps af Íslendingum sem langar í ESB... Vegna þess að það er bara lítill prósenta af Íslendingum sem langar að ganga í ESB og hin prósentan er ekki á þessum breytingum öllum og vill ekki inngöngu þá veltir maður því fyrir sér hvað á þá að gera hjá lýðræðislegri þjóð annað en að hlusta á meiri hlutann...

Vissulega þarf að gera breytingar hér heima til að hjólin okkar fari að snúast fyrir okkur og um okkur, en það getum við gert án þess að verða að ganga í ESB...

Af Forfeðrum okkar erum við komin í öll þessi þægindi sem við búum við í dag Sjálfstæð, Fullvalda, með okkar eigin Gjaldmiðil, með 200 mílna lögsögu sem er okkar.. og var um einhug og baráttu vilja að ræða í þessum aðgerðum hjá Forfeðrum okkar sem urðu við að öðlast þetta allt og var þetta allt gert með það í huga að við afkomendur þeirra gætum haft það sem allra best inn í ókomna framtíð þar að ræða sem að hjálpaði forfeðrum okkar áfram í sinni barráttu fyrir því að við erum komin þangað sem við erum komin í dag. Hvers óskum við afkomendum okkar...


mbl.is Segir ESB vilja íslensk mið en ekki skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En og aftur...

Það er greinilega vaxandi hópurinn sem vill ekki inn í ESB og satt að segja þá er ég svolítið glöð yfir því vegna þess að mér hefur alltaf fundist við vera betur stödd utan þess en innan.

Þar sem þessi könnun sínir og sannar okkur er að þessi staðreynd stendur.

Það stendur líka að það liggur fyrir þingsályktunartillaga inn á Alþingi um að draga þessa umsókn til baka.

Það stendur líka að það er komin skýr lína hvar Sjálfstæðisflokkurinn er í þessu.

Það stendur líka að það er mikla andstöðu að finna með þessari umsóknaraðild innan allra hinna flokkana svo af hverju er ekki stoppað þetta ferli strax og umsóknin dregin tafarlaust til baka eða þjóðinni gert kleift að segja vilja sinn með Þjóðaratkvæðagreiðslu sem fljótast...

Það á ekki að bíða fram á haust eins og VG hafa lagt til. Ef þeir hafa ekki dug eða kjark til að fara strax í þá vinnu að fá þennan ágreining á hreint og taka skýra stefnu í þessu núna þá eiga þeir eða ættu að hafa svo mikið vit að setja sig úr þessum leik...

Fáum þetta á hreint áður en lengra er haldið segi ég...


mbl.is Aðeins fjórðungur vill í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigendurnir hvað...

Það sem vekur athygli mína er þetta orðalag eigendur OR...

Hverjir eru svo þessir skráðu eigendur !

Getur einhver frætt mig um það og þá í leiðinni hvenær þeir urðu skráðir eigendur og hver seldi þeim !...

Ég hélt að það væri við Íslendingar sem ættum hana...

Ég vil fá svar við þessum spurningum mínum og ættum við öll að krefjast þess að þeim verði svarað hið snarasta. Þetta hlítur að slá aðra en mig...


mbl.is Samstaða meðal eigenda OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha...

Erum við ekki ný búin að meðtaka fréttir þar sem að okkur var tilkynnt að kreppan væri búin !

Það er ekki að marka eitt eða neitt sem kemur frá Ríkistjórninni okkar það er alveg ljóst á þessari frétt og væri hreinlega þörf á því að fara ofan í saumana á þessari frétt um að kreppan væri búin og hvað var það sem að gaf það í skyn... því ef fréttin hefði verið rétt og fótur fyrir henni þá værum við ekki að lesa svona frétt í dag...


mbl.is 76 sagt upp hjá verktakafyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál...

Mikið er ég ánægð með þessa niðurstöðu og hún hlítur að vera raunveruleg vegna þessa sem við erum búin að ganga í gegnum og erum að ganga í gegnum. Fólk lætur ekki plata sig mörgum sinnum hummm...

Hvað næsta skref verður hjá okkur hlítur að vera að koma þessari verstu óhroða svika Ríkistjórn sem við Íslendingar höfum nokkurn tíma haft frá völdum. Það þarf ekki nema að horfa til síðustu helgar til að sjá ólík vinnubrögð hjá flokkunum og hverjir vinna lýðræðisleg vinnubrögð og hverjir ekki. Ég var stolt af því að Sjálfsæðiskona þegar ég sá þessi vinnubrögð og mættu margir taka þau sér til fyrirmyndar...


mbl.is Sjálfstæðisflokkur í sókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum við ekki fyrst að segja hug okkar...

Þegar ég las þessa frétt þá hvarlaði að mér... það er eins og við séum gengin í ESB... 

Það sem ég vil fá að vita er það hvort við Íslendingar fáum bakreikning í hausin vegna þessa breytinga sem er verið að gera á öllu fyrir ESB...!

Við erum ekki búin að fá að segja hug okkar um vilja okkar þarna inn og finnst mér það lágmarks réttindi okkar þar sem það er afgerandi meirihluti Íslendinga sem vill ekki í þetta ESB samfélag..!

Þetta er mikil vanvirðing við okkur Íslendinga sem Ríkistjórnin er að sína okkur með þessari framkomu sinni og yfirgangur að leyfa okkur ekki að segja hug okkar hvort við viljum eða ekki.

Allar þessar breytingar fyrir ESB kosta pening og það vitum við en spurningin er hvort það verður svo einn stór reikningur sendur okkur af ESB þegar í ljós kemur að inn í ESB vill þjóðin ekki...


mbl.is Varaðir við gagnanotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband