Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
10.7.2010 | 15:52
Hvað segir Stjórnarskráin okkar...
Erum við Íslendingar ekki varðir fyrir því af Stjórnarskrá okkar að þær Ríksstjórnir sem eru hverju sinni geti ekki breytt öllu eftir því sem henntar þeim hverju sinni ?
Það á ekki að vera hægt að breyta einu eða neinu nema að við samþykkjum myndi ég halda. Þegar kemur að því að það er verið að brjóta á okkur eins og búið er að gera í þessum fjármálaheimi þá ætti Ríkistjórnin að gera allt sitt til að fólkið hennar fái notið réttar síns.
Að við Íslendingar skuli standa frammi fyrir því að ríkistjórnin okkar skuli beita kjafti og klóm til þess að verja peningana en ekki heimilin og vill helst ekki (fer maður að halda) að fólkið sitt geti lifað í sátt og samlyndi.
Það er ekkert í aðgerðum Ríkistjórnarinnar sem segir að við eigum eða meigum hafa það gott.!! Heldur upplifa margir hið gagnstæða og það er skrítin stefna af Ríkistjórn að fara, að vilja helst að allir landar sínir séu skuldum vafnir, ósjálfbjarga, í miklum vanlíðan alla daga og upplifi sig sem sökudólga á einhverju sem þeir vita ekki um...
Þessi maður Steingrímur J. Sigfússon er ekkert lærður til þessa starfs síns sem Fjármálaráðherra og eigum við að krefjast þess að hann víkji tafarlaust vegna alls þess sem hann er búin að kosta okkur með þessu bulli sínu um að þetta og hitt sé svo gott og svo hefur komið í ljós að hann hefur jafnvel ekki hundsvit á því sem hann hefur verið að róma í ágæti sínu...
Er nóg að nefna Icesave...
Kallar á lagabreytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2010 | 15:18
Þetta fær mig til að muna...
Þetta er nú að verða ljóta sagan öll sömul og fær mig til að hugsa þetta máltæki Í upphafi skal endir skoða...
Mig minnir að það hafi verið Davíð Oddsson sem var meðal þeirra fyrstu, ef ekki sá fyrsti sem kom með þær upplýsingar að það væri ekki hreint mjöl ofan í pokanum á þessum bæ og var Davíð mikið brugðið...
Síðan þá hefur Samfylkingin risið manna hæðst í því að réttlæta alla þessa fjármálagjörninga sem gerðir hafa verið af þessum manni sem hér um ræðir. Var Björgvin G. Sigurðsson meðal þeirra stjórnmálamanna sem réttlætti alla þessa gjörninga sem partur af Einkavæðingunni og útrásarvexti fjármálaheimsins, hann lét það meira að segja út úr sér að annað væri bara gamaldags hugsanaháttur og þröngsýni.
Ríkistjórnin okkar er búinn að gera allt sitt til að ala undir þennan mann segi ég sem og fyrirtæki hans á kostnað okkar.
Þetta er ekki hægt finnst mér.
Stöndum við Íslendingar kannski frammi fyrir því að vera með Ríkistjórn sem fer jafnvel að kosta málskostnað fyrir þennan mann til að verja sig erlendis... Annað eins er Ríkistjórnin búin að verja þenna mann...
Jón Ásgeir fær ráðgjafarþóknun frá 365 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.7.2010 | 02:16
Skynsemi...
Það sem hann er að segja er skynsamlegt finnst mér. Það er mikið í húfi hjá okkur segi ég líka.
Þessi 200 mílna landhelgi sem við eigum og njótum friðhelgi með er okkur ansi dýrmæt segi ég, hún er búin að vera ein af okkar aðal útflutningstekjum sem og fæðulind fyrir okkar Íslendinga. Höfðu forfeður okkar mikið fyrir því að við eignuðumst þennan rétt og eigum ennþá...
Við skulum athuga það að ESB er búin að sína sínum sjávarauðlindum mikla vanvirðingu með ofveiði sinni á öllum sínum miðum og vantar ný mið....
Sú staða ætti frekar að koma núna að hurðardyr opnist fyrir okkur sem og þá sem hafa farið vel með þessa Auðlind sína og eiga afgang, að fleiri sölustaðir fyrir sjávarafurði okkar verði til.
Ekki veitir okkar af að auka gjaldeyrisviðskipti okkar.
Segi ég að þessa leið eigum við frekar að fara.
Ekki að fórna þessari Auðlind sem við eigum með þessari vernd á 200 mílna landhelgisrétti okkar fyrir hugsanlegan aðgöngumiða í ESB...
Hugum vel að því sem er að gerast það má ekki verða samið um eitthvað til bráðarbyrgðar sem verður svo jafnvel breytt með nýrri lagasetningu um leið og inn verði komið ef svo færi...
Ekkert ESB segi ég.
Ekki ganga í ESB! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2010 | 19:39
Fólk eins og ég og þú...
Þetta er mikil umræða sem hefur verið í gangi og mér hugleikin meðal annars vegna þess að ég á margar vinkonur sem eru samkynhneigðar sem og vini sem eru hommar og er að finna í ættinni hjá mér meðal annars og myndi ég halda að það gerði það hjá flestum okkar hérna á Íslandi líka.
Hugleikið vegna þess að þessir einstaklingar hafa sætt ekki neinnri venjulegri gagnrýni fyrir að vera eins og þeir eru... og jafnvel svo mikillri gagnrýni og aðkasti að þeim gert ókleyft að vera þar sem þeir hafa hugsað sér að vera.
Hugleikið vegna þess að þessar manneskjur er alveg eins og ég og þú að öllu öðru leiti.
Þau vinna vinnuna sína borga reikningana sína eru ábyrg í því sem þau gera og ef eitthvað er þá jafnvel er að finna meiri ábyrgð hjá þessum hóp en öðrum vegna þessa umtals sem þau hafa orðið fyrir í heiminum og þeim mikið í mun að sanna að þau er ekkert öðru vísi að neinu öðru leiti og allveg eins og ég og þú.
Þessi umræða endalaust sem gefur í skyn að þessar manneskjur séu ekki samboðnar hinum í heiminum er ekki hægt að líða lengur myndi ég halda og satt að segja þá hefur hvarlað að mér sú hugsun hvort þarna gæti verið á ferð einhverskonar gena eða litningargalli vegna þess að þessir einstaklingar eru alveg eins og ég og svo margir aðrir sem erum ekki samkynhneigð... Kveðja.
Styður ekki aukin réttindi samkynheigðra para | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.7.2010 | 09:42
Nóg komið.
Það er nefnilega það... Ég segi bara er ekki að verða nóg komið.
Þessir menn eru farnir að fara í hringi með sjálfan sig vegna þess að það sem þeir vilja er ekki það sem er rétt fyrir okkur.
Þegar svo er eins og hérna þá reyna menn eins og Rjúpan við staurinn, og alveg sama hvað er reynt að gera þá kemst ekkert áfram vegna þess að það er ekki verið að fara rétta leið...
Það er alveg ljóst að ALLIR þessir menn innandyra í þessum stofnunum eru búnir að vita að þessir gjörningar eru ólöglegir og það er erfitt siðferðislega séð að horfa á hvernig þessir menn réttlæta gjörðir sínar.
Út með allt þetta fólk segi ég það er ekki að hugsa um hag okkar fólksins á Íslandi...
Það er komin tími á að við Íslendingar snúum þessu við segi ég....
Bankarnir lengi að svara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2010 | 09:23
Vonbrigði...
Þannig að það sem er verið að segja okkur er að allt báknið á að halda áfram óbreytt og vaxa eftir þörfum sínum en heimili Landsmanna eiga að taka þetta allt á sig og meira en það segi ég vegna þess að með þessum aðgerðum öllum saman er aljörlega verið að tryggja það að Landsmenn munu allir á endanum verða á spenanum...
Er þetta stefnan sem að Þessi nýi Borgarstjóri vildi, hækka allt ...
Það vantaði ekki sýndarmennskuna segi ég bara þegar atkvæða var þörf...
Var það kannski vitað frá upphafi að bestiflokkurinn færi beint í samflot með Samfylkingunni og sömu gungurnar innandyra þarna eins og í Ríkistjórninni þora ekki að segja fóklinu sínu hvað á að gera fyrir utan frítt í sund og Ísbjörn í fjölskyldugarðinn. Það er búið að hækka rafmagnið hjá okkur og ég heyrði það í fréttum í fyrradag, en man ekki eftir því að það hafi verið tilkynnt áður, en það gæti hafa farið framhjá mér. Reykvíkingar henntu Samfylkingunni út í borgarstjórnarkosningunum en hvað... Það var einn maður þurkkaður út af listanum þeirra Samfylkingarmanna og það var DAGUR B. EGGERTS.
Það er ekki skrítið þó manni finnist stundum margt skrítið í kýrhausnum...
Hæstu skattarnir hækka meira en hinir lægri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.7.2010 | 21:14
Hæstiréttur á síðasta orðið...
Var það ekki bara málið frá upphafi hjá þessum aðilum AGS með Breta og Hollendinga innanborðs í boði ESB að vilja eignast allar eigur sem og eignir Landsmanna. Þvílíkur er sá hamagangur búin að vera til komast yfir allt saman að það hálfa væri nóg í góða bíómynd.
Það er búið að vera stríð um hverjir eigi að borga þetta Icesave og okkur jafnvel hótað til að borga það þó að við höfum hvergi komið nálægt þeim gjörning sem þar var gerður og olli tilkomu þessa reiknings. Þessi Ríkistjórn var kosin meðal annars til að slá skjaldborg utan um heimili Landsmanna og það sem Ríkistjórnin er að gera hérna er ekki það...
Það á að hirða allt af landsmönnum vegna græðgi segi ég og þetta er ekki hægt lengur. Það er búið að skella einu bankahruni á herðar okkar og núna er það ekki nóg. Hvað ætlum við að láta bjóða okkur svona lengi segi ég bara. Það að Landsmenn skuli hafa þurft að leita réttar síns til Dómsstóla er eitt og sér mjög stór áfellisdómur á vinnubrögð Ríkistjórnarinnar og hvað þá þessi viðbrögð sem hún er að sína okkur þjóðinni vegna niðurstöðu Hæstaréttar þar sem Landsmenn unnu stór sigur en Ríkistjórnin hunsar.
Hæstiréttur á síðasta orðið það hef ég lært í gegnum mína tíð. Ef fólk er ekki sátt við hans niðurstöðu þá eru til Dómstólar erlendis svo sem mannréttindadómstólarnir og fleiri, sem geta hjálpað. Þannig að ef rétt á að vera rétt þá myndi maður halda að Ríkistjórnin þyrfti að kæra niðurstöðu Hæstaréttar Íslendinga erlendis til...
Samráðsvettvangur nauðsynlegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.7.2010 | 20:44
Hvað er málið...
Það er alveg á hreinu að meira getum við Íslendingar ekki sett á herðar okkar í aukinni skuldar fjárhagsbyrði .
Hvort sem það erum við Reykvíkingar eða aðrir Landsmenn þá er okkar bikar tómur og alveg ljóst að það verður að mæta þessu öðruvísi en svona. Hvað þá með lánatökum vegna þess að staða borgarsjóðs er svo góð...
Þvílík fyrra sem það er að taka lán vegna góðrar stöðu eins og við höfum heyrt, ef staðan er svona góð þá ætti að vera hægt að gera án þess að taka lán Það segi ég, nú eða að safna þar til við eigum fyrir því sem þarf að gera...
Það er eins gott að maður viti af henni Hönnu Birnu þarna innandyra segi ég núna. Það er þá allavega einhver að hugsa um okkar velferð... Að geta gert allt og eignast allt án þess að þurfa að hafa fyrir því er ekki rétta leiðin í lífinu og maður skildi halda að það sé komið nóg af svona aðgerðum...
Vilja ekki hækka fasteignagjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2010 | 20:20
Margt er skrýtið...
Fasteignin 101 Hótel kyrrsett | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2010 | 12:57
Þjóðin er búin að segja hug sinn...
Þjóðin er búin að segja hug sinn varðandi þennan Icesave óreiðureikning sem er ekki komin til vegna allra þjóðarinnar heldur vegna þess að eftirlitsstofnanir í mörgum löndum sváfu í vinnunni sinni og því miður fyrir alla Íslendinga þá notuðu nokkrir Íslenskir eigendur fjármálafyrirtækja sér sofanda hátt eftirlitsstofnanna á meðan og rændu alla fjármuni úr fyrirtækjum sínum...
Fyrir mér þá lítur þetta svona út og til þess að allt myndi ekki hrynja þá var betra að gera Íslendinga að blórabögglum á þessum sofanda hátt sínum. Skammist ykkar Bretar og Hollendingar fyrir þessi vinnubrögð ykkar, sem og Íslensk stjórnvöld fyrir að taka þátt í þessum vinnubrögðum og reyna allt ykkar til að koma þessari ólánsskuld á herðar okkar.
Eins og sagði hér í byrjun þá er Þjóðin búin að segja sitt orð og ber að virða það í einu og öllu. Hann Steingrímur J. Sigfússon Fjármálaráðherra er óhæfur til að fara fyrir þessu máli fyrir okkar hönd vegna allra þessara hótana sem hann er búin að reyna að beita á okkur til að fá samþykki fyrir greiðslu á þessari óreiðuskuld, á hann að vera löngu búinn að víkja sem og aðrir innan hans vébanda vegna þessa Icesave máls....
Fagnar viðræðum um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar