Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011
28.4.2011 | 14:27
Björn Valur vælir eins og...
Það er alltaf sorglegt að sjá fullorðna einstaklinga haga sér eins og smábörn...
Öllu verra er þegar fullorðna fólkið sér ekki að sér og hættir þessum smábarnaleik...
Mér finnst Björn Valur vera að haga sér eins og vælandi krakki sem fær ekki eins og aðrir og frekar en að samgleðjast þá fellur hann í þann pytt að baknaga einstaklinga eins og Guðlaug Þór sem greinilega gekk vel að fá styrki eftir þessum ummælum Björn Vals án þess að ég viti nokkuð um það...
Maður í þeirri stöðu sem Björn Valur er, komin í Ríkisstjórn á að vita betur og ætti að hafa meira vit á milli eyrnana en það sem hann sýnir með þessum orðum sínum...
Krefst afsökunarbeiðni frá þingmanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.4.2011 | 00:26
Algjörlega sammála...
Þessu er ég sammála og sérstaklega að þeir peningar sem fara í Ríkissjóð eyrnamerktir í vegi og viðhald verði endurskoðaðir vegna þess að þeir eru ekki að fara þangað sem þeir eiga að vera að fara...
Svo er ekki verra ef að bensínstöðvarnar gætu lagt sitt af mörkum og lækkað líka þá ætti að aukast svigrúm fyrir meiri bensínsölu...
Eldsneyti verði lækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2011 | 00:06
Eitt af ljótari málum...
Þessar fangabúðir í Guantanamo ættu Bandaríkjamenn að skammast sín fyrir.
Það er með ólíkindum hvernig viðbrögðin hafa verið frá yfirmönnum Bandaríkjanna gagnvart þeim upplýsingum sem lekið hafa út um pyntingar og ílla meðferð á föngum og saklausu fólki til almennings um heiminn allan.
Það var farið beint í það að gera þá seka sem að urðu til þess að þetta ljóta mál liti dagsins ljós, frekar en að yðrast gjörða sinna og biðjast fyrirgefningar á því að þetta gat yfir höfuð farið í þessa átt sem fór...
Biðjast fyrirgefningar á því að hafa misst sig svona algjörlega og valdið allri þeirri kvöl sem orðið hefur vegna þessa...
Það á að skammast sín fyrir svona hluti og taka ábyrgð á gjörðum sínum, ekki að gera þá seka sem að gátu ekki í hjarta sínu lengur horft á og þagað eins og manni finnst að hljóti að hafa gerst í þessu máli, þeir gerðu ekkert af sér...
Lokuðu augunum fyrir misþyrmingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2011 | 07:54
Innantóm og tilgangslaus...
Það er með ólíkindum þetta bull í honum Jóni Gnarr og velti ég því fyrir mér hvort hann viti sjálfur hvað hann er að segja..
Það er kannski vörn hjá honum að snúa þessu svona upp þar sem hann hefur kvartað yfir því að Borgarstjórastarfið sé svo erfitt...
Það sem kemur fram í þessari frétt segir okkur að allar þessar breytingar sem hann er að gera hér í Reykjavík séu meira gerðar til þess að gera grín og hafa borgarbúa að fíflum...
Því miður fyrir Jón Gnarr þá skilja flestir Íslendingar ritað mál en hann greinilega ekki eða það er honum allavega erfitt...
Ef einhver er að innleiða spillingu hér þá er það Borgarstjóri Reykjavíkur vegna þess að hann ræður vini sína sem vita jafn mikið eða lítið og hann til starfa sér við hlið...
Ef að það er ekki spilling þá veit ég ekki hvað spilling er..
Á hvaða vegum er hann og hans fólk þarna úti...
Honum er búið að takast að gera þessa mynd um starf sitt og aðdraganda þess á sama tíma og það er búið að ráða fullt af aðstoðarfólki til að hjálpa honum vegna þess að Borgarstjórastarfið er honum ofviða...
Hverja er hann að hafa að fíflum Reykvíkingar...
Borgarstjóri í New York | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2011 | 07:13
Þrífa skítinn eftir sjálfan sig...
Það er greinilegt að það er mikið að gera hjá þeim við að þrífa eigin orðaskít upp...
Orðaskít um að allt fari á versta veg hér á Landi ef við ekki samþykkjum þessa ólánsskuld Icesave...
Það væri kannski önnur staða hér á landi ef þau hefðu verið svona dugleg í að tala þjóðina upp í aukin hagvöxt og uppbyggingu hér á Landi sem hefði gert það að hjólin okkar væru fyrir löngu farin að snúast í rétta átt...
Nei þessi rúm 2. ár sem þau hafa verið við völd hafa farið í það að rakka okkur Þjóðina niður og tala ílla um okkur út á við...
Það er komið nóg af þessu bulli segi ég bara og nauðsynlegt fyrir okkur fólkið hér á Landi að koma þessum aðilum frá vegna þess að þau hafa ekkert gert annað en að tala mikinn skaða yfir okkur og er komið nóg af því...
Það er verst að þau sjálf gera sér enganvegin grein fyrir því hvernig hin raunverulega staða er hér á Landi vegna eigin orða og ummæli sem frá þeim hafa komið...
Þau eru rúin öllu trausti vegna þess að Íslendingar hafa ekki fengið að heyra annað frá þessu fólki en íllt umtal um sjálfa sig eins og að Íslendingar vilja ekki borga...
Gleðilegt sumar segi ég til ykkar allra og mikið er fuglasöngurinn fallegur hér hjá mér í morgunsárið og ég er að sjá fuglinn komin í hreiður...
Ekki amarleg sumargjöf fyrir augað þar segi ég bara...
Varnarsigur fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.4.2011 | 00:17
Hvað gerðist...
Það sem mig langar að vita er hvað er það sem er að hleypa útgjöldum Reykvíkinga svona upp úr öllu valdi allt í einu...
Ástæðan fyrir því er sú að í tíð Hönnu Birnu og hennar fólks þá var hægt að spara og leggja fyrir...
Það var til sjóður sem var tilkomin vegna þess að það var hægt að leggja fyrir...
Það kemur annar Borgarstjóri og allt fer í klessu...
Borgarstjóri sem hagar sér eins og ja ég veit ekki hvað ég á eiginlega að segja en með fullri virðingu fyrir Jóni Gnarr sem leikara og skemmtikraft þá finnst mér hann meira hafa gert ógagn en gagn fyrir okkur Borgarbúa sem Borgarstjóri, hann hagar sér eins og fífl og hálfviti þegar hann hefur skyldum að gegna sem Borgarstjóri og finnst mér það miður vegna þess að ekki vantaði fagurgalan í hann í byrjun og margir litu vonarauga til hans og börnin sérstaklega til dæmis....
Það þyrfti að kanna þetta vegna þess að þessar breytingar er hægt að gera öðruvísi og á annan hátt ef það er verið að gera þær vegna niðurskurðar og sparnaðar eins og sagt er...
Það hvarlar að mér hvort yfirbygging Reykvíkinga í þessum málum sé of stór fyrir viðmið ESB og að það gæti frekar verið ástæðan fyrir þessu öllu saman....
Sameiningartillögur samþykktar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.4.2011 | 15:46
Er búið að snúa honum í átt að ESB....
Ég velti því fyrir mér hvort Ögmundur sé orðin ESB sinni...
Hann hefur verið andstæðingur hingað til síðast þegar ég vissi, og það sem fær mig til þess að velta þessu fyrir mér er þetta nýjasta orðalag Ráðamanna okkar í Ríkisstjórn gagnvart AUÐLINDUM okkar og kom það fram á Alþingi í gær nokkru sinnum hjá Ráðherrum okkar þegar verið var að tala um mikilvægi þess að Auðlindirnar yrðu ALMANNAEIGN....
Það er ekki lengur talað um ÞJÓÐAREIGN....
Ég hef nefnilega heyrt að orðið Þjóðareign verði að fara út og orðið Almannaeign koma í staðin ef farið verður í ESB...
Þetta er mikilvægt fyrir okkar Íslendinga sem viljum ekki í ESB og þykjir vænt um Sjálfstæði okkar og Fullveldi og teljum hag okkar betur borgið þar en innan ESB að Auðlindir okkar í hvaða formi sem þær eru að þær verði Þjóðareign en ekki Almannaeign. Þetta er mikilvægt fyrir Land og Þjóð...
Mikil eftirsjá að Ásmundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.4.2011 | 23:15
Allir að sína samstöðu...
Já það er gott að það sé tekið strax á þessu vegna þess að það er ótækt að Alþingi starfi áfram eftir að það er búið að lýsa yfir vantrausti á vinnu Ríkisstjórnar...
Núna verða allir að sýna samstöðu sem láta sig varða og mæta niður á Alþingi ekki seinna en kl. 16 á morgun og sýna Alþingi samstöðu í að Þjóðin sé á sama máli...
Íslendingar það er ekkert búið að gerast hér á Landi síðan hrunið varð og þessi Ríkisstjórn tók við í því sem átti að gera, það komu fögur loforð um skjaldborg utan um heimili og fyrirtæki Landsmanna og að óreiðuskuldir annara eins og Icesave væru ekki Þjóðarinnar að borga og allir trúðu eða flestir að svo kæmi og yrði...
Flestir ef ekki allir Landsmenn vita að Ríkisstjórnin brást íllilega þarna og hefur Þjóðin fengið að súpa seyði sitt af því á meðan Ríkisstjórnin hefur tekið hvert skrefið á fætur öðru í ótakt við Þjóðina sem hefur orðið að horfa á eftir hverri vitleysunni á fætur annari sem hefur kostað mikið og þá hefur ekki verið spurt af því hvort við eigum pening til eða ekki...
Það er komið nóg af svona vinnubrögðum til okkar skattgreiðenda segi ég á sama tíma og við fáum að heyra það að það sé ekki til peningur til þess að hjálpa okkur Þjóðinni...
Krefjumst þess að Alþingi rjúfi þing og það verði boðað til kosninga eins fljótt og hægt er...
Krefjumst þess að frumvarpið um persónukjör verði keyrt í gegn og samþykkt vegna þess að það er það sem við þurfum til þess að traust geti komist á hér á Landi og uppbygging hafist...
Vantrauststillagan á dagskrá kl. 16 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2011 | 15:43
Það er pólitísk upplausn í Landinu...
Það er sorglegt að hún sjái ekki sjálf að það er pólitísk upplausn í Landinu og þurfti ekki Bjarna Benediktsson til þess að skapa þá stöðu.
Ríkisstjórnin sjálf hefur skapað sér þá stöðu sem uppi er með því að gera annað en hún lét kjósa sig til með fögrum loforðum sen reyndust svo lygar einar....
Nei Jóhanna Sigurðardóttir lengra getur Ríkisstjórn þín ekki haldið án þess að endurnýja vinnu-umboð ykkar til þeirra sem sköffuðu ykkur þessa vinnu og það er til okkar fólksins....
Loksins, loksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
12.4.2011 | 15:26
Fagna þessu...
Ég fagna þessu skrefi sem Bjarni Benediktsson tekur vegna þess að það sínir þroska...
Ef að Ríkisstjórnin væri með bein í nefinu og þroska þá hefði þessi tillaga átt að koma frá henni sjálfri...
Bara það að þjóðin hafnar skrefum Ríkisstjórnarinnar í tvígang afgerandi með Þjóðaratkvæðagreiðslu ætti að segja Ríkisstjórninni að ekki er hún með mikinn stuðning fyrir vinnu sinni og ætti Ríkisstjórnin að gera sér grein fyrir því að trúverðugleiki hennar er laskaður og eina sem er hægt að gera í því er að sækja nýtt umboð fyrir vinnu sinni til vinnuveitenda...
Vegna þessa þá hefði það verið þroskamerki mikið ef þessi tillaga hefði komið frá henni sjálfri...
Eins og staðan er í dag og með fréttir dagsins í huga varðandi ESB þá er ekkert annað að gera en óska eftir nýjum kosningum og ef Ríkisstjórnin er svona viss um stuðning sinn frá Þjóðinni hvað er þá að óttast hjá henni....
Tillaga um vantraust lögð fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar