Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
30.6.2011 | 19:17
Farandlaunþegar...
Farandlaunþegi er væntanlega manneskja sem ferðast á milli þangað sem vinnu er að sækja í hvert og eitt skiptið.
Finnst mér að við eigum að vera ströng á þessu vegna þess að farandverkamaður sem hingað til lands kemur gagngert til að vinna er yfirleitt ekki að koma til landsins til að setjast að til framtíðar...
Ef farandverkamanneskjan verður uppi skroppa með vinnu innan EES þá ætti að gera lögin þannig að heimaland manneskjunar sé það land sem tekur við einstaklingnum og borgar atvinnuleysisbætur, nóg eigum við með okkur sjálf segi ég bara....
Undrast afstöðu ESA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
30.6.2011 | 10:11
Skrýtin staða...
Já það er óhætt að segja að það sé skrýtin staða uppi vegna þessa mála og fær hún mig til þess að velta því fyrir mér hvort Ríkisstjórninni hafi nokkurn tíma verið alvara með að hjálpa okkur Þjóðinni...
Við Þjóðin erum fólkið, við erum líka vinnuveitendur Ríkisstjórnarinnar sem var kosin til þess að bjarga Þjóð og Landi...
Það voru mikil læti síðustu daga á Alþingi vegna frumvarpa um sjávarútvegin okkar sem komu allt of seint inn á þing til meðferðar en áttu að samþykkjast fyrir þinglok hvað sem raulaði og tautaði...
Hvernig væri staðan ef Ríkisstjórnin hefði unnið af jafn miklum ákafa fyrir velferð okkar Íslendinga eins og hún er búin að gera fyrir ESB...
Hvernig fólki reiðir af og velferð þess er það sem málin eiga meðal annars að snúast um hjá Ríkisstjórninni og þessi málefni sem Bjarni Benediktsson nefnir hafa með þann þátt að gera...
Þótt 30, 40 eða 50,000 krónur hafa ekkert að segja fyrir Guðbjart Hannesson í launaumslagið þá hefur sú upphæð mikið að segja fyrir fullt af fólki og ætti Guðbjartur að skammast sín fyrir orð sín vegna þess að hjá meirihluta þjóðarinnar mætti segja manni að það hefði jafnvel mikið að segja...
Drekasvæðið og það málefni finnst mér nauðsynlegt að við Íslendingar séum þátttakendur í og gæti verið mikið í húfi fyrir okkur sem þjóð þar vegna þess að þar eru miklar Auðlindir...
Ekki má gleyma að svo sannarlega er ég hlynnt því að ESB umsóknin verði dregin tafarlaust til baka...
Þingið eyði óvissunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2011 | 09:29
Vanhæf Ríkisstjórn...
Er þetta sú skjaldborg sem Þjóðin átti von á að kæmi henni til hjálpar...
Við vitum öll hvernig skjaldborgin hefur verið í kringum heimili þeirra Landsmanna sem voru hjálpar þurfa og eru og er engin sem ég veit um sáttur við þá skjaldborg...
Það glumdi yfir eyru okkar í fréttum í vor að nú kæmi skjaldborgin fyrir fyrirtækin og satt að segja þá fékk ég hnút í magann fyrir hönd þeirra fyrirtækja sem hjálpar þurfa voru og eru vegna þess að það var ekkert í loftunum sem sagði að fyrirtækin fengu aðra meðferð en heimilin...
Og viti menn 172 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í mai...
Vanhæf Ríkisstjórn segi ég sem á að koma sér frá hið snarasta vegna þess að henni hefur gjörsamlega brugðist bogalistin við að endurreisa Þjóðina og samfélagið, það sem henni er búið að takast er að valda sundrung og ráðaleysi hjá þjóðinni og grafa undan öllu trausti og stöðugleika...
172 fyrirtæki í þrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2011 | 00:06
Rýnivinnu lokið...
Úr því að rýnivinnu er lokið þá ætti að liggja ljóst í hvaða atriðum hverju þarf að breyta og þar af leiðandi hægt að kynna það fyrir okkur þjóðinni svo við getum sagt vilja okkar í Þjóðaratkvæðagreiðslu áður en lengra er haldið...
Það er mjög mikilvægt vegna þess að það er mikil andstaða við þessa umsókn og ekki að ræða það að öllu verði breytt bara til að sína ESB að Þjóðin geti...
Þjóðin þarf að vilja í heild sinni og svo er ekki í þessu máli og úr því að rýnivinnunni er lokið þá ætti eins og ég segi að kynna fyrir okkur hverju hún skilaði og við Þjóðin svo að taka ákvörðun áður en lengra er haldið...
Það er ekki lengur hægt fyrir ESB sinna að segja að við andstæðingar séum hrædd við niðurstöðu vegna þess að svo er ekki, við erum bara skynsöm...
Skynsemin segir að það er betra að hafa leyfi meirihluta og ef svo reynist að meirihluti Þjóðarinnar vilji í ESB samfélag þá er hægt að halda ótrauð áfram þeirri vegreið sem er í gangi...
Ef meirihluti vill ekki þá ber að hlusta á það...
Að afsala öllu og breyta áður en Þjóðin fær að taka ákvörðun er ábyrgðarlaust fram úr hófi og ber vott um mikinn dómgreindarbrest ef ekki heimsku. Hvað stjórnar því að þjóðin skuli ekki fá að segja hug sinn er erfitt að skilja nema ef ótti við að þjóðin sé ekki sammála sé að ráða för, og ef svo er þá er það enn þá frekar nauðsynlegt að þjóðin fái að segja hug sinn.
Þannig er til dæmis hægt að byrja að byggja trúverðugleika á milli þjóðar og Ráðamanna hennar á ný...
Viðræður um aðild að ESB að hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.6.2011 | 00:19
Það vantar rétta forgangsröðun...
Utanríkisráðherra veit greinilega ekkert í sinn haus leyfi ég mér að segja vegna þess að hann er ósjaldan búin að stíga fram og segja að engu verður breytt fyrr en þjóðin hefur sagt sitt orð um vilja sinn í ESB...
Þessi krafa að Ísland þurfi að sýna fram á getu sína til þess að innleiða sameiginlega Landbúnaðarstefnu sambandsins áður en viðræðum um aðild landsins lýkur segir mér og sjálfsagt fleirum hversu nauðsynlegt það er að þjóðin fái sínar 2 þjóðaratkvæðagreiðslur um þetta ESB...
Ríkisstjórnin er búin að ljúga að okkur þjóð sinni fram og til baka í þessu máli sem og öðrum til þess að geta haldið áfram vita vonlausri stefnu sinni sem næstum því engin Íslendingur eða sára fáir eru hlyntir...
Það verður að brjóta þetta Ríkisstjórnarsamstarf upp og boða til Alþingiskosninga tafarlaust vegna þess að þessi vinstri Ríkisstjórn sem loksins fékk vald sitt með því reyndar að ljúga, hefur mistekist verk sitt algjörlega í að koma Landi og Þjóð aftur á lappirnar...
'Eg kalla eftir fólki sem kann að forgangsraða í rétta röð...
Fólki sem spyr fyrst og gerir svo...
Fólki sem stendur við það sem lofað er...
Fólki sem hefur velferð þjóðarinnar í fyrirrúmi...
Það er nauðynlegt að vita hvert maður er að fara áður en lagt er af stað, er það atriði sem mér finnst þessari Ríkisstjórn skorta og er Ríkisstjórnin endarlaust að fá í hausin hlutina vegna þess að það var ekki hugsað til enda ef hægt er að segja svo. Vegna þessa meðal annars þá er allt traust farið hjá þjóðinni til Ríkisstjórnarinnar og teldi ég nauðsynlegt að Ríkisstjórnin endurnýji vinnuumboð sitt til Þjóðarinnar til þess að geta starfað áfram á sama vettvangi...
Meira en einfaldar viðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar