Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011
14.7.2011 | 09:01
Vegna innleiðingu lögjafar ESB...
Eftir breytingarnar sem er verið að gera vegna innleiðingu matvælalöggjafar ESB, þrátt fyrir að Utanríkisráðherra Íslendinga hr. Össur Skarphéðinsson hafi margsagt við þjóðina að það verða engar breytingar gerðar fyrr en Íslendingar hafa sagt til um vilja sinn á því hvort þeir vilja í ESB eða ekki með Þjóðaratkvæðagreiðslu verða Héraðsdýralæknarnir 6. og þeir verða eingöngu ERTIRLITSNEFND...
Eingöngu eftirlitsnefnd er ég ekki að skilja sem hlutverk læknis hvort sem um Dýralæknir eða aðrar læknastéttir er að ræða vegna þess hlutverk læknis hlítur alltaf að vera að lækna í hvaða mynd sem það er...
Á þá hlutverk Héraðsdýralækna eingöngu að vera eftilitsnefnd...
Þjónusta verður áfram tryggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2011 | 22:27
Æjæ skyldi það fylgja...
Æjæ segi ég bara vegna þess að þegar ég heyrði hátíðina á Gaddstaðaflötum allt í einu auglýsta sem Besta-hátíðin var ekki laust við að það færi pínu hrollur um mig og akkúrat vegna þessa...
Það loðir kannski við þá sem vilja láta gera sig að því Besta að vera ekki það Besta...
En aftur að hátíðinni sem ég fór að vísu ekki á en hefði ekkert haft á móti því til að heyra Tónlistina sem leikin var vegna þess að þarna voru snillingar á ferð og hlýtur Tónlistin að hafa verið ein sú Besta fyrir eyrað sem boðið var upp á...
Ekki góð umgengni á hátíðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2011 | 22:04
Góð hugmynd sem á að henda í framkvæmd.
Já þessa hugmynd ætti að taka og henda í framkvæmd tafarlaust vegna þess að hún er góð í alla staði og skapar bæði vinnu og tekjur...
Þetta er hugmynd sem hægt er að setja strax í gang og nota á meðan það er verið að smíða nýju brúna.
Fyrir utan það að þá er það alltaf visst ævintýri að sigla þó það sé ekki langt í þessu tilfelli en þetta er líka ferðarmáti sem er ekki óþekktur fyrir utan Landsteina okkar, það er að taka ferjuna á milli með bílinn sinn. Hef ég sjálf ferðast þannig á milli Landa erlendis...
Ekki er verra að bjóða uppá möguleika á leiðum fyrir ferðarmanninn...
Hvetur til ferjuflutninga yfir ána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.7.2011 | 21:50
Grafa sjálf undan sér...
Það er með ólíkindum að ætla að kenna Ríkisstjórninni um þessa stöðu sem uppi...
Það vita það allir skynsamir aðilar að svona brúarsmíði eins og þarf að ráðast í tekur sinn tíma, og að gera kröfu til annars gæti þýtt að bjóða hættunni heim í óvönduðum vinnubrögðum og gæðastuðli sem hlýtur að þurfa að vera all nokkur, og það er ekki það sem við viljum....
Að heyra vælið hjá Ferðarþjónustunni í fréttaflutningnum í hljóð-fjölmiðlunum í kvöld var alveg skelfilegt að heyra og varð það örugglega ekki aðlaðandi fyrir ferðarmanninn að heyra...
Það urðu náttúruharmfarir hér á Landi sem vonandi eru búnar í bili en þær eru búnar að gerast...
Náttúruharmfarirnar hefðu sko getað orðið miklu-miklu verri en þær urðu við skulum átta okkur á því...
Ferðaþjónustuaðilar það er hægt að bregðast öðruvísi við en gert er og þið sjálfir eruð að grafa dýpri gröf en þarf kæru ferðarþjónustuaðilar....
Það er ekki eins og hringurinn í kringum Landið okkar fagra Ísland hafi lokast alveg og það er alveg hægt að gera ævintýri úr því sem hægt er að bjóða upp á við skulum átta okkur á því...
Það er hægt að auglýsa til-dæmis að þeir sem hingað ætla að koma á farartækjum þurfa að taka tillit til útbúnaðar á faratækinu vegna þessa og jafnframt er hægt að auglýsa aðra náttúruperlu sem Ísland hefur upp á að bjóða þegar farnir eru fjallarvegir okkar...
Varðandi Rútuferðarflotann þá verður hann að bregðast eins við og þar er spurning hvort viðlagasjóður (eða hvað hann nú heitir) eigi að koma þar inn til að hjálpa þeim sem þurfa að gera breytingar á farartækjum sínum vegna vinnu sinnar við ferðarþjónustuna...
Jæja það er alla vegna hægt að bregðast öðruvísin við en gert hefur verið kæra fólk og við skulum hafa það í huga og þakka fyrir að það er engin ASKA í þetta sinn...
Finnst þetta með ólíkindum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2011 | 16:38
Akkúrat segi ég....
Forseti Sviss Micheline Calmy-Rey hittir akkúrat á punktin þegar hún talar um að virðingu vantar hjá ESB....
Gagnkvæma virðingu finnst mér vanta í þessum peningamálum víða...
En hvað er það sem skapar peningana í upphafi annað en vinna og framleiðsla og ætti að stjórna þeim annað en gagnkvæm virðing veit ég ekki...
Til þess að hagvöxtur hverjar Þjóðar sem er með eigin Gjaldmiðil geti gengið Þjóðinni í vil þá þurfa þeir sem viðskipti eiga við viðkomandi Þjóð að virða hennar Gjaldmiðil og versla sín viðskipti með þeirri mynt sem viðkomandi vöruland er með....
Það segi ég að sé partur af virðingu að gera svo...
Þar segi ég að mikið vanti uppá hjá Ráðamönnum okkar Íslendinga sem hafa lítið gert annað en tala niður okkar Gjaldmiðil á þeirri forsendu að hann sé allt frá því að vera handónýtur, einskis nýtur í að hann sé orðin gamaldags og úr sér gengin...
Það virðist vera betra fyrir Ráðamenn okkar að niðurlægja Gjaldmiðil okkar frekar en að fara að sína honum þá virðingu sem hann þarf til að hann standi undir sér...
Ekkert ESB segi ég meðal annars vegna þess að það virðist vera þannig að allt snýst um hvað ESB fær á okkar kostnað...
Svisslendingar ósáttir við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2011 | 10:02
Enn eitt merki um vanhæfni Ríkisstjórnar...
Þessi staða segir mér og væntanlega fleirum hversu arfa-vitlaus sú stefna var sem Ríkisstjórnin tók þegar hún ákvað að fórna heimilum og fyrirtækjum Landsmanna fyrir bankakerfið sem ofvaxið var út í yrstu æsar ef hægt er að segja svo...
Fórnað heimilum og fyrirtækjum segi ég vegna þess að það er það sem búið er og er að gerast...
Ekki nóg með að Íslendingar þurfi að láta ólöglegt lánaform yfir sig að ganga heldur er það í boði Ríkisstjórnarinnar sem bauð sig fram til þess að BJARGA heimilum og fyrirtækjum Landsmanna...
Það er ekkert búið að gera til að auka hagvöxtin hér á Landi og ekkert í sjónmáli hjá Ríkisstjórninni sem gæti gefið Íslendingum bjarta von með framtíðina annað en INNANTÓM LOFORÐ sem eru farin að minna á tómahljóðið sem hljómað hefur í tunnum mótmælenda...
Það þarf kannski að vekja tunnumótmæli upp aftur og hætta þeim ekki fyrr en þessi svika Ríkisstjórn kemur sér frá...
Það er ekki laust við að maður fái það á tilfinninguna að þetta sé jafnvel heimatilbúin vandi Ríkisstjórnar í von um að geta beygt þjóðina inn í ESB vegna fátæktar og bágra stöðu hennar, stöðu sem Ríkisstjórnin sjálf er búin að stefna á að koma þjóðinni í...
Íslendingar það er ekki laust við manni finnist Ríkisstjórnin haga sér eins og við eigum engar Auðlindir okkur til segi ég vegna þess að Auðlindirnar okkar eru miklar og sú staða sem uppi er er þess vegna heima-tilbúinn segi ég...
Hvernig stendur á því að Ríkisstjórnin vinnur ekki að því að efla og styrkja Þjóð sína...
Hvernig stendur á því að Ríkisstjórn Íslendinga vinnur fyrir bankakerfið en ekki Þjóðina...
Vanhæf Ríkisstjórn sem hefur gjörsamlega brugðist Þjóð sinni segi ég og vegna þessa stöðu sem uppi er sé ég bara eitt í stöðunni og það er að koma Ríkisstjórninni frá og fá nýja að...
Stefnir í mikil fjárútlát | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.7.2011 | 07:42
Nær ekki að viðhalda stærð sinni...
Það er ljótt að lesa hvernig ESB fer með þau Sjávarmið sem þeir hafa aðgang að...
Það stendur að þeir í ESB sækja svo hart í fiskinn að hann nær ekki að viðhalda stærð sinni og þetta er það sem Ríkisstjórnin vill inn á okkar veiðimið...
Þegar Össur Skarphéðinsson Utanríkisráðherra er að reyna að telja okkur Íslendingum trú um að okkar Sjávarmið munum við hafa útaf fyrir okkur vegna þess að við eigum að vera svo sérstök, þá rís ESB upp og segir að það séu engar varanlegar undanþágur veittar...
Það er ljóst að þetta er það sem mun koma til okkar ef í ESB verður farið, það er ofveiði á Sjávarmiðin okkar.
Við Íslendingar getum ekki lengur gengið út frá því að Utanríkisráðherra Íslands segir okkur satt og rétt frá vegna þess að hann virðist segja það sem honum henntar hverju sinni til að geta haldið sinni för áfram og þegar hann talar þá finnst mér alltaf að það vanti upp á tal hans að það mun vera ESB sem sjái um allar úthlutanir á kvóta sem tilheyrir ESB ríkjum...
Það á að taka þessa ESB umsókn Íslendinga tafarlaust til baka vegna þess að hún er ekki inni á réttri forsendu.
Íslendingar urðu fyrir því að núverandi Ríkisstjórn LAUG að Þjóðinni til þess að komast til valda og LAUG að Þjóðinni varðandi þessi ESB mál...
Ekkert ESB segi ég...
Niðurgreiðir óarðbæra ofveiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.7.2011 | 10:14
Er Össur andsnúinn Íslendingum...
Já það var nefnilega það, það er óhætt að segja að Össur Skarphéðinsson Utanríkisráðherra sé meira en lítið í takt við Þjóðina Ísland...
Að Össur skuli láta það út úr sér að við munum ekki þurfa neinar sérstakar undanþágur vegna sjávarútvegsins okkar er alveg með ólíkindum vegna þess að Sjávarútvegurinn okkar er ein af aðal Auðlindum okkar Þjóðarinnar og höfum við Íslendingar barist hart fyrir því að hafa núna 200 mílna landhelgi fyrir okkur og þurftu forfeður okkar að heyja stríð til þess að ná henni fram...
Að Össur skuli láta þessi orð frá sér krefst útskýringar og afsagnar STRAX vegna þess að hann Össur er búinn að sína það og sanna að Íslenskri Þjóð er hann ekki hliðhollur...
En ef við skoðum þetta betur þá er alveg á hreinu að það eru engar varanlegar undantekningar að fá við inngöngu í ESB...
Það er líka alveg skýrt í regluverki ESB að keyra þarf regluverk ESB að aðildarríki áður en til inngöngu kemur og þegar Össur talar um að Ísland sé undanþegið þar vegna þess að hann hafi farið fram á það og vegna þess að engin andmælti því þá segir Össur að hann hafi fengið það í gegn...
Ég trúi ekki lengur orði af því sem kemur frá Utanríkisráðherra vegna þess að ótrúverðugur hefur hann verið í málefnum sínum sem og vinnubrögðum og vegna þess þá finnst mér að við Íslendingar eigum að krefjast skriflegrar yfirlýsingar frá ESB um sannleiksgildi á ummælum Utanríkisráðherra...
Utanríkisráðherra virðist vera alveg sama um Þjóð sína og Land vegna þess að hann er tilbúinn að afsala öllu svo lengi sem hann getur haldið áfram...
Segir eitt við okkur Þjóðina á sama tíma og hann segir annað opinberlega erlendis...
Mér detta orð Helga Hjörvars. í hug sem ég heyrði í morgun á Bylgjunni þar sem hann nefndi loforð um lækkun skatta ef til kosninga kæmi og viðmælandi hans sagði að það væri nú ekki fótur fyrir því og svaraði Helgi þá á þá leið að það væri loforð sem alltaf virkaði fyrir kosningar...
Undrast orð ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2011 | 14:17
Ótrúlegt bara...
Þetta er ótrúlegt verð ég að segja vegna þess að það er engin að ná endum saman á framfærslu einni saman og að það skuli ekki verða samþykkt að fylgja atvinnuleysisbótum í krónutölu er til háborinnar skammar...
Borgarstjóri er búin að ráða í fullt að nýjum störfum vegna þess að hann er ekki meiri maður en það að vinnu sína ræður hann ekki við einn eins og komið hefur fram áður...
Reykvíkingar finnst ykkur þetta hægt...
Það ætti að setja Borgarstjóra og allt hans fólk á lágmarksframfærslu sem laun það sem eftir er af ráðnum vinnutíma þeirra svo þau viti hvað þau eru að gera þegar þau fara fram á að þeir sem eru að þyggja framfærslu eigi að geta bjargað sér á henni...
Maður skildi aldrei ætla öðrum það sem maður getur ekki sjálfur...
Það er spurning að setja Ríkisstjórnina líka á lágmarksframfærslu vegna þess að þetta fólk ætlar Þjóðinni að geta lifað á henni svo af hverju ætti það þá ekki sjálft að geta það...
Fjárhagsaðstoð ekki aukin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2011 | 09:06
Málpípa hvers er hann...
Það sem Steingrímur J.Sigfússon hefur gert er ekkert annað en svik og prettir við Þjóðina sína...
Þessi maður var kosin vegna loforða hans um að slá skjaldborg utan um heimili og fyrirtæki Landsmanna sem þess þurftu, það átti ekki að vera okkar að borga óreiðuskuldir annarra, og síðast en ekki síst þá voru kosningarloforðin um að í ESB vildi hann og hans flokkur ekki fara ansi hávær...
Það sem þessi maður er búin að gera eftir að hann komst til valda vegna loforða sinna er að kollvarpa öllu hér á Landi til þess eingöngu virðist vera að ganga í augun á erlendum aðilum...
Þessi maður var gallharður á að í ESB vildi hann og hans flokkur ekki en það sem við erum búinn að horfa á er að hann skríður fyrir ESB og ekki laust við að maður fái það á tilfinninguna að tærnar þeirra mundi hann sleikja ef hann yrði beðin um...
Það er komið bullandi verðbólguflug á ferð, ekkert búið að gera til að endurreisa hagvöxt hér, og í þokkabót þá er ekkert annað en endarlaust bull og endalaus þvæla sem kemur frá honum...
Þessi maður veit ekki hvernig það er að skulda og hvernig í ósköpunum gátum við trúað því að maður í þannig stöðu viti hvernig á að taka á erfiðum fjármálunum...
Það sem okkur vantar er að hjólin okkar hér á Íslandi fari að snúast rétt fyrir okkur...
Ekki hvernig þau eiga að snúast fyrir erlenda aðila eins og manni finnst allt vera búið að snúast um hjá Steingrími og þessari Norrænu-velferðar Ríkisstjórn...
Ég fer ekkert í felur með það að ég vil þessa hörmungar Ríkisstjórn í burtu tafarlaust vegna þess að ef áfram heldur sem horfir þá er Land okkar og Þjóð búin að vera fyrir okkur Íslendinga...
Mig langar að vita hversu mikið er búið að skuldsetja Ríkissjóð frá því að hann tók við sem Fjármálaráðherra og hvernig hann og hans fólk er að sjá okkur Þjóðina greiða þær skuldir þar sem það er ekkert búið að gera til að auka hagvöxt á sama tíma. Aftur á móti höfum við verið dugleg að fá fréttir af lánatökum hans fyrir okkar hönd...
Svo mikið veit ég að við getum aldrei borgað okkur út úr skuldum með fleiri skuldum eins og manni finnst hann og hans fólk hafa gert á sama tíma og það er hvergi í sjónmáli betri tíð...
Vanhæf Ríkisstjórn segi ég sem ég vil að fari strax frá vegna þess að hún er okkur Þjóðinni ekki til góðs..
Mikil tiltekt framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar