Færsluflokkur: Bloggar

Svik og ekkert annað...

Þessi frétt fær mig til að hugsa hvort þessi stefna hafi alltaf verið sú stefna sem Ríkisstjórnin ætlaði sér að fara...

Að bjarga bönkunum og þar afleiðandi  þeim sem komu bönkunum í þá stöðu sem þeir voru komnir í á kostnað heimila og fyrirtækja á Íslandi...

Að það skuli þykja allt í lagi að bjarga bönkunum eins og þeim var bjargað og afskrifa tugi og hundruði milljarða í leiðinni til þeirra og setja svo blygðunarlaust allan þann kostnað á heimilin og fyrirtækin sem eftir standa er ekki í lagi...

Að Ríkisstjórnin skuli voga sér að bjóða okkur upp á svona vinnubrögð sínir svo ekki fari á milli mála að Velferð okkar og Hag er hún ekki að hafa að leiðarljósi og finnst mér það miður og leiðinlegt. Bara það að Ríkisstjórninni skuli finnast það sjálfsagt að afskrifa á einum stað en ekki öðrum er ekki í lagi og þá er ég að tala um erlendu Húsnæðislánin sem fóru á lítið til baka í bankana og bílalánin einnig og Ríkisstjórninni sem og bönkunum finnst það bara í góðu lagi að heimilin og fyrirtækin taki allt á sig án nokkrar leiðréttingar...

Ég segi að ef það er hægt að afskrifa á einum stað þá er það hægt á öðrum stað...

Það er hvergi talað um það tjón sem að þetta er búið að valda almenningi þó svo að það sé búið að dæma ólölegt lánaform á þeim lánum sem eiga í hlut og algjör forsendubrestur hafi átt sér stað...

Nei heldur er reynt allt til þess að finna leiðir til þess að almenningur verði margar kynslóðir með þetta hrun á bakinu, hrun sem þeir ollu ekki sjálfir einu sinni... 

Það er ekki lausn að fresta frekari aðgerðum, Það á að fella allar þessar skuldir niður segi ég.


mbl.is Brot af tapi heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afskrifa allar skuldir Landsmanna segi ég...

Ef jafnt á yfir alla að ganga þá ætti Forsætisráðherra Íslendinga Jóhanna Sigurðardóttir, að afskrifa allar húsnæðisskuldir Landsmanna eins og þær leggja sig...

Þar sem henni finnst allt í lagi að það séu afskrifaðir milljarðar á milljarða ofan hjá örfáum fyrirtækjum þá ætti að vera í góðu lagi að afskrifa ALLAR skuldir Landsmanna...

Það er ljóst að það var alltaf ætlun hennar að fara þessa leið að láta Landsmenn blæða fyrir fjármagnið annars ætti hún ekki séns í þennan stóra draum sinn í ESB með Þjóðina....

Mér finnst þetta svo mikil vanvirðing við okkur Þjóðina alla hvernig hún hefur ákveðið að standa gegn hagsmunum Landsmanna þó svo að hún þykjist annað út á við....

Ég vil hana burt tafarlaust, sem og hennar Ríkisstjórn sem kallar sig Norræna velferðar-Ríkisstjórn vegna þess að þetta er ekki velferð okkur til segi ég....


mbl.is Kaupleigurétt á eignir við lokasölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjaftæði og ekkert annað...

Ef að Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir þessi Norræna velferðar-Ríkisstjórn er einhver alvara í orðum sínum þá á að bregðast við NÚNA STRAX......

Að bíða þar til eftir helgi með næsta fund er ekki hægt að líða og á að funda strax á morgun ef ekki er hægt að kalla þá sem þarf að strax seinna í dag...

Ef að þetta er ekki en eitt kjaftæði Ríkisstjórnarinnar í von um frest og helst uppgjöf hjá almenningi, þá á þessi Ríkisstjórn að bregðast við  strax í dag segi ég vegna þess að þolinmæði fólksins er þrotin, og við fólkið höfum ekkert í höndum okkar sem segir annað en að það eigi að setja þjóðina út á gaddinn kaldan sem allra allra fyrst í boði þessara sömu Ríkisstjórnar...


mbl.is „Þetta var gott samtal“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lygavefur Ríkisstjórnarinnar....

Það er sláandi að lesa þessa frétt...

Sláandi vegna þess að Friðrik segir samtökin hafa fengið ábendingar um að 80% af þeim nauðungarsölum sem eru yfirvofandi séu knúnar fram af OBINBERUM AÐILUM en ekki BÖNKUNUM það er Ríkissjóð Íslands....

Hann segir jafnframt að það skjóti skökku við að á sama tíma sé ábyrgðinni varpað alfarið á bankana af Ríkistjórn Íslands...

Það er erfitt að trúa Ráðherrum okkar Íslendinga vegna þess að þeir hafa logið fram og til baka að okkur...

 Þessi Norrræna-velferðar Ríkisstjórn lét kjósa sig til að bjarga heimilum og fyrirtækjum Landsmanna meðal annars...

Þessi norrræna-velferðar Ríkisstjórn er búin að gera allt sitt til að Íslendingar missi allt sitt....

Ríkisstjórn komið ykkur í burtu...

Ykkur er ekki stætt í stólum ykkar lengur vegna þessa miklu svika sem þið eruð búin að bjóða ykkar fólki uppá, OKKUR ÍSLENDINGUM...

Við Íslendingar erum búin að gefa ykkur allan þann tíma sem þið hafið haft til að koma með úrlausnir fyrir heimilin og fyrirtækin en ekkert gerist annað en svik á svik ofan...

Þess vegna segi ég komið ykkur frá núna....


mbl.is Verða 73 þúsund heimili eignalaus?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upp á borð með þessi fyrirtæki...

Það er ekki hægt að líða svona fréttir á sama tíma og Landsmenn eru látnir blæða með heimilum sínum og fyrirtækjum til að rétta hrunið af... 

Þetta fær mann til að hugsa VAR EKKI HRUN HJÁ ÖLLUM....

Hinn almenni skattgreiðandi á Íslandi er látin blæða á allan hátt, hann er látin standa í biðröð til að geta matarfætt sig og börn sín, látin missa heimili sitt, missa vinnuna sína og mannorð sitt vegna þess að það verður að bjarga einhverjum fasteignasölum og fáeinum fyrirtækjum sem eru í milljarða halla...

Hver er forsendan að þessi ónefndu fyrirtæki gátu fengið allar þessar afskriftir á sama tíma og Landsmenn eru hraktir út á götu er nauðsynlegt að komi fram og verður að fá þetta upp á borð vegna þess að það er verið að MISBJÓÐA Landsmönnum all-hressilega....


mbl.is 54,7 milljarðar afskrifaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rúin trausti...

Ríkisstjórnin er rúin ÖLLU TRAUSTI og á að koma sér frá.... 

Að Jóhanna Sigurðardóttir gefi sér það að þjóðin treysti henni og hennar Ríkisstjórn er VERULEIKA-FYRRING.

Það eina sem er í stöðunni fyrir okkur Íslendinga er að kalla eftir nýju fólki við Stjórnvöld, og ef Jóhanna Sigurðardóttir er svona viss um stuðning sinn frá þjóðinni þá væntanlega verður hún endurkjörin....

Núverandi Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir er búin að stinga Þjóðina í bakið...

Hún sér kannski einhverja staði sem eftir er að stinga á baki Þjóðarinnar, staði sem þjóðin sér ekki sjálf í fljótubragði...

Það er mikið í húfi fyrir Ríkisstjórnina og greinilegt að hún ætlar ekki að hlusta á mótmæli þjóðarinnar... 

Greinilega á að setja allt í sölurnar núna hjá Jóhönnu Sigurðardóttir Forsætisráðherra í von um að geta klárað að koma Þjóðinni í ESB...

Vanhæf Rikisstjórn sem þarf að gera sér grein fyrir því að í mótmælunum núna er uppsagnarbréf til hennar frá Þjóðinni sem hefur ekkert traust lengur til Ríkisstjórnarinnar...


mbl.is Mikilvægt að ná samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrum á að senda reikninginn....

Það sorglega í þessu öllu saman er að ef Ríkisstjórnin hefði nú staðið við kosningarloforðin sín þá væri þessi staða ekki...

Ef að Ríkisstjórnin hefði nú hlustað á undirölduna í Þjóðfélaginu og haft vitið fyrir sjálfri sér þá væri þessi staða ekki uppi...

Það sem Ríkisstjórnin þarf að gera sér grein fyrir er að TRAUSTIÐ hefur hún ekki lengur frá þjóðinni sinni fyrir setu, og þegar TRAUSTIÐ er farið þá er engin stoð lengur fyrir viðveru....

Þjóðin er að kalla eftir TRÚVERÐUGUM einstaklingum sem standa við orð sín, einstaklingum sem eru tilbúnir að vinna að heilum hug fyrir Land og Þjóð.

Að ætla það að Ríkisstjórn sem er búin að stinga Þjóðina sína í bakið geti haldið áfram setu sinni með nýjum loforðum er VERULEIKAFYRRING eins og Bjarni Benediktsson orðaði það í ræðu sinni...

Þjóðin upplifir að hún hafi verið stungin í bakið....

Vanhæf Ríkisstjórn sem á bara einn kost í stöðunni segi ég og hann er sá að Ríkisstjórnin á að segja af sér strax í dag...

 


mbl.is Hreinsað til við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurtekin viðbrögð...

Erum við Íslendingar að sjá endurtekin viðbrögð...

Viðbrögð Forsætisráðherra í gærkvöldi minntu mig óþægilega mikið á viðbrögðin sem komu þegar niðurstaða Þjóðarinnar lá fyrir eftir Þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave og þá kom Forsætisráðherra ásamt Fjármálaráðherra fram og göluðu í beinni "nýtt tilboð" nýtt tilboð" á leiðinni og eftir viðbrögðum þeirra hélt þjóðin að það væri að gerast......

Öll Þjóðin veit hvernig Icesave stendur í dag...

Núna er galað og galað björgun á leiðinni....

Það eina sem gæti bjargað okkur Íslendingum ef að við ætlum ekki að standa í sömu sporum eftir hálft ár eða ár er að Þessi Ríkisstjórn komi sér frá ekki seinna en núna...

 

 


mbl.is Boðar stjórnarandstöðuna á fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin á að segja af sér...

 Þjóðin er að segja Ríkisstjórninni upp...

Það eina sem Ríkisstjórnin getur gert í stöðunni er að segja af sér...

Ríkisstjórninni ber skylda til að hlusta á Þjóð sína og fara eftir vilja meirihluta hennar...


mbl.is Girðing um Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt fyrir ESB...

Ég segi að þessi niðurskurður ef niðurskurð er hægt að kalla sé ekki gerður á réttri forsendu vegna þess að þessar breytingar munu aldrei hafa neitt annað en hörmungar í eftirdrag fyrir okkur...

Ég segi að þetta sé gert svo Íslendingar falli betur að reglugerð ESB...

Við skulum átta okkur á því að við erum ekki nema rúmlega 318,000 manns á Ísland sem telst stórt Landssvæði fyrir ekki fleira fólk innan ESB, og innan reglugerða ESB þá þurfa 318,000 manns ekki allar þessar heilbrigðisstofnanir.

Þessar breitingar eru gerðar til að Íslendingar falli betur að reglugerð ESB segi ég, frekar en að þær séu gerðar til að spara vegna þess að hver heilvita maður sér að það er engin sparnaður eða hagræðing í þessu fyrir okkur FÓLKIÐ...

Ekkert ESB segi ég meðal annars vegna þessa.....


mbl.is „Hreinlegra að loka stofnunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband