Færsluflokkur: Bloggar
28.9.2010 | 18:23
Rjúfa á Alþingi tafarlaust og boða til kosninga...
Sorglegt var sem Íslendingur að horfa á hvernig Alþingi vann vinnuna sína í dag vegna þess að það var ekki að taka á málefninu sem slíku.
Málefninu sem var það að allt hrundi hérna á Íslandi vegna þess að hinir ákærðu, fyrrverandi Ráðherrar ákváðu að gera ekkert eftir að þeir fengu vittneskju um hvert stefndi, ákváðu að gera ekki neitt vegna þess að það hefði ekki bjargað neinu úr því sem komið var....
Hverslags hugsunarháttur var þetta eiginlega sem var ríkjandi, og hver átti hugmyndina að því að það skipti ekki máli úr því sem komið var....
Það sem mér finnst hafa vantað í umræðuna og ekki verið nóg spurt um er...
Hversu mikið stækkuðu innistæður Icesave reikningana í öllum föllnu Bönkunum sem og þessum sjóðsávaxtarreikningum eða hvað þetta allt nú hét frá því vorið 2006 til loka 2008... Var Icesave ekki stofnað 2006 í Hollandi...
Það skal engin segja okkur Almenningi það að það hefði ekki skipt neinu máli hvort allt hefði hrunið vorið 2006 eða veturinn 2008...
Hrunið hefði ekki þurft að verða að þeirri ofurstærðar-gráðu sem það varð það hlítur hverri manneskju að vera það ljóst.
Alþingi sýndi það með vinnubrögðum sínum í dag að það er óstarfhæft vegna þess að það er ekki að hafa hag okkar almennings að leiðarljósi í ákvörðun sinni þar sem að meirihluti Alþingi komst að þeirri niðurstöðu að það væri allt í lagi að ljúga að okkur þjóð sinni sem olli því að svo fór sem fór, allt í lagi að svíkja okkur sem olli því að svo fór sem fór, og greinilega finnst Alþingi allt í lagi að ræna okkur öllum eigum okkar vegna þess að það er það sem þjóðin er að ganga í gegnum núna vegna þessa alls, það að missa eigur sínar og fara á götuna vegna þess að þetta var bara allt í lagi liggur við að maður segi vegna þess að það á bara að gera 1. mann ábyrgan Forsætisráðherra fyrrverandi Geir H.Haarde....
Rjúfa á Alþingi tafarlaust og kalla eftir kosningum....
![]() |
Mál höfðað gegn Geir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2010 | 01:11
Til hamingju VG í Reykjavík.
Þetta eru mikil umskipti í VG í Reykjavík það er á hreinu og örugglega ekki sú niðurstaða sem að sumir ESB sinnar bjuggust við.
Ég segi til hamingju VG með þessa nýju stjórn ykkar sem er skipuð þessu góða fólki.
![]() |
Umskipti í stjórn VGR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2010 | 22:06
Segir Samfylkingarmaðurinn sjálfur...
Ja hérna segi ég líttu þér nær maður...
Það er alveg sama hvað fyrri Ríkisstjórnir hafa gert það réttlætir ekkert, og ég segi ekkert þessi svik sem NÚVERANDI Ríkisstjórn er búin að framkvæma á okkur þjóð sinni...
Ég kalla það svik að lofa því að heimilum og fyrirtækjum Landsmanna verði bjargað með skjaldborg sem slá átti utan um þau. Bara ef Samfylkinguna verði kosið,
í dag er allt gert af hálfu Samfylkingarinnar til þess að sem flestir missi allt sitt og helst vil hún Samfylkingin hafa það þannig að kynslóðir okkar beri þær restar sem af skuldum okkar standa þegar við verðum farin yfir móðuna miklu...
Ég kalla það svik að lofa því að tryggt verði að þjóðin borgi ekki einka-óreiðurskuldina Icesave sem var verið að krefja hana um að borga, bara ef Samfylkingin verði kosin, í dag er Samfylkingin að reyna allt sitt til að troða Icesave á axlir okkar til greiðslu...
Ég kalla það líka svik að lofa því að allt verði upp á borðum en svo er ÖLLU stungið undir stóla og skúffur....
Þjóðin er að horfa á það í dag að henni er verið að fórna fyrir þá sem að komu henni á kaldan klakan í boði núverandi Ríkisstjórn Samfylkingar...
Núverandi Ríkisstjórn er í dag að sína af sér STÓRKOSTLEGT GÁLEYSI og ALVARALEGA VANRÆKSLU með þessari ákvörðun sinni að styðja og bjarga bönkunum og stinga þjóðina frekar í bakið fyrir fjármagnið....
Margur verður af aurum api segi ég bara...
![]() |
Alvarleg vanræksla og stórkostlegt gáleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2010 | 12:57
Algjörlega sammála...
Mikið er ég sammála því sem hann segir um að allt sé í upplausn og allt sé látið reka á reiðan hjá Ríkisstjórninni.
Hvet ég líka Þingið til að kalla eftir nýjum kosningum um leið og það kemur saman í nýtt Þing.
Líka útaf þessari miklu upplausn sem er í gangi í Þjóðfélaginu vegna þessa miklu kosningasvika sem að við Þjóðin urðum fyrir, og erum í dag að missa allt vegna afleiðinga þeirra sem að þessi svik hafa haft....
![]() |
Skynsamlegast að rjúfa þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2010 | 10:51
Veit Össur hvað Mannréttindi eru...
Mannréttindi tala maðurinn um...
Hann segir að Íslendingar óttist ekki afleiðingar þess að berjast fyrir réttindum Palestínumanna þar sem MANNRÉTTINDI væru brotin daglega...
Líti hann sér nær segi ég.
Mannréttindi eru brotin daglega í hans eigin Landi af honum sjálfum og hans flokki Samfylkingunni...
Þvílík hræsni hjá Utanríkisráðherra Íslands sem finnst allt í lagi að ljúga að þjóð sinni og svíkja hana, finnst allt í lagi að vinna vinnuna sína ílla og með hangandi hendi, finnst allt í lagi að fremja MANNRÉTTINDARBROT í sínu eigin Landi á sínu eigin fólki á sama tíma og hann lætur út úr sér að það sé brot á mannréttindum annarstaðar að refsa fyrir HÓRDÓM......
Veit Össur Skarphéðinsson hvað mannréttindi eru....
Ég efast um það vegna þess að okkur Íslendingum hefur hann sýnt óheiðarleika og siðblindu. Að finnast það mannréttindarbrot að refsa fyrir hórdóm á sama tíma og það er refsað fyrir svoleiðis brot í hans eigin Landi er ég ekki að skilja. Vissulega er dómurinn þungur og hver hefur sína skoðun á því. hvert Land hefur sinn eigin Lagaramma og ég veit ekki betur en að í Bandaríkjunum sé en verið að nota dauðarefsingar....
![]() |
Íranar þyrmi lífi Ashtiani |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
25.9.2010 | 10:11
Jóhanna verði látin víkja og svari fyrir sig...
Hverslags framkoma er Þetta eiginlega við okkur Þjóðina...
Það sem kemur fram hjá Ingibjörg Sólrún er það að áður en hún gaf undirskrift sína fyrir hönd Jóhönnu Sígurðardóttir þáverandi Félagsmálaráðherra, þá gekk hún Ingibjörg frá því að hún Jóhanna Sigurðardóttir væri sama sinnis....
Það sem er sorglegast í þessu öllu saman er að það er allveg ljóst að núverandi Ríkisstjórn er ekki að vinna að OKKAR hag og velferð...
Núverandi Ríkisstjórn í Forsæti Jóhönnu Sigurðardóttir er ekki stætt deginum lengur á setu sinni sem Ríkisstjórn Íslands...
Núverandi Ríkisstjórn er starfandi í boði Samfylkingarinnar sem er með manneskjur innanborðs sem eru búnar að vera í áratugi viðloðandi stjórnarstörf á Íslandi eins og Jóhönna Sigurðardóttir sem er búin að vera starfandi frá 1978. Össur Skarphéðinsson er örugglega búin að vera álíka lengi án þess að ég viti það nákvæmlega, þessar tvær manneskjur eru búnar að taka þátt í þessari spillingu og verður að koma þeim frá.
Félagsmálaráðherra var hún Jóhanna þá, Forsætisráðherra er hún í dag, og í dag þá vinnur hún Jóhanna hörðum höndum að því að við Íslendingar missum allar eigur okkar og förum í ánauð það sem eftir er....
Það er ekki hægt að lesa neitt annað úr stöðunni í dag þegar litið er yfir vinnu þá sem Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir er búin að vinna frá því að hún tók við Embættisstörfum...
Þessari vanhæfu Rikisstjórn er ekki stætt lengur á setu sinni vegna þessa miklu svika sem upp hafa komist í vinnubrögðum hennar okkur til, og verst er fyrir VG. að það eru þeir VG. sem að Samfylkingin mun kenna um að fór sem fór, það er háttur Samfylkingarinnar að kenna öllum öðrum um...
![]() |
Skrifaði undir fyrir Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2010 | 13:43
Skattar-skattar-skattar...
Samfélagið er í molum, fólk á hvorki ofan í sig eða á....
Það er búið að spenna bogann á sköttum og gjöldum of mikið á einstaklinga vegna þess að það eru fáir Íslendingar í dag sem eru að ná endum saman...
Í þessu öllu saman segir Steingrímur J. Fjármálaráðherra að rekstur hins obinbera sé ARÐSAMUR...
Hvaða rekstur spyr ég...
Hið obinbera er ekki að geta rekið sig á meðan það á ekki fyrir skuldum sínum svo hvernig getur það verið ARÐSAMT...
Vissulega ætti rekstur hins obinbera að snúast um að byggja upp innivið samfélagsins vegna þess að það er það sem að við erum að borga með sköttum okkar og gjöldum INNIVIÐ SAMFÉLAGSINS...
Það er hinsvegar ljóst að þessir peningar okkar eru ekki að fara þangað sem að þeir eiga að vera að fara eða ættu vegna þess að inniviðurinn í samfélaginu er ekki að ganga sem skildi...
Þá vaknar þessi spurning arðsamur fyrir hverja er þá rekstur samfélagsins...
Fyrir Ráðamenn okkar jú þeir fá þessi fínu laun sín...
![]() |
Skattar mikilvægir og óumflýjanlegir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2010 | 09:04
Nei takk ekki meir...
Íslendingar ef að þessi 3 endurskoðun fer fram þá er ekki aftur snúið...
Er búið að ganga frá Icesave eða lofa Icesave greiðslu til Breta og Hollendinga....
AGS var búið að segja að til þess að 3. endurskoðun geti lokið þá verði að vera búið að ganga frá Icesave...
Það sem okkur Íslendingum vantar að vita áður en þessi 3. endurskoðun fer fram er akkúrat það, er búið að ganga frá Icesave á bakvið okkur Íslendinga....
Við heyrum fréttir af því svo til daglega að AGS krefst þessa og hins, og á sama tíma þá man ég ekki betur en að Fjármálaráðherra okkar Steingrímur J.Sigfússon hafi neitað því að AGS væri að gefa skipanir um hvað á og hvað á ekki...
Af hverju er ekki tekið á þessum lygum sem að Ráðherrar leyfa sér að bjóða eyrum okkar varðandi þetta...
Þessi aðferðafræði að það sé hægt að reka heillt þjóðfélag á lánum á lán ofan eins og þessi Ríkisstjórn er að gera og að ekkert þurfi að gera til að auka innkomu svo það verði þá kannski til peningur fyrir afborgunum er ég ekki að skilja frekar en sjálfsagt margur annar, og að það skuli vera í hávegum núna að AGS sé sá aðili sem að krefjist þess að Íslendingar missi eigur sínar og afborganir og greiðslur séu svo háar að almenningur ráði ekki við þær verður að komast á hreint... Það er ekki hægt lengur að við séum með Ríkisstjórn sem að segir eitt við okkur og geri svo annað...
Ég krefst þess að spyrjendur allra fjölmiðla taki sig nú saman og hjálpi okkur Íslendingum að hreinsa þessa SPILLINGU (Ríkisstjórnina) sem eftir er og er að reyna að hirða allt sem eftir er af okkur í samvinnu við AGS...Þjóðin kaus sér Ríkisstjórn sem átti að halda hendi sinni yfir Þjóðinni en ekki ræningjunum sem rændu öllu og svívirtu í von um að Íslenska þjóðin bjargaði þeim...
![]() |
Fjalla um Ísland næsta miðvikudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2010 | 20:46
Ein laun á alla... 350,000kr.
350,000kr. er það sem að laun eiga að vera...
Allir eiga að fara á 350,000 króna laun á mánuði. Atvinnulausir, ellilífeyrisþegar, öryrkjar, vinnandi fólk og allir Ráðamenn okkar líka.
Allir segi ég vegna þess að hvort sem að þú ert hinn atvinnulausi jafnt sem vinnandi, ellilífeyrisþegi eða öryrki þá þurfa allir að borga reikninga sína...
Þjóðin er skuldum sett svo hvað annað ætti að gera en að setja alla á ein laun á meðan að unnið er úr þessari skuldasúpu sem greiða þarf úr hjá okkur...
Það þarf að vera nóg mánaðar innkoma til þess að almenningur eigi ofan í sig eftir að reikninga er búið að borga, og af 200,000 eða 150,000 eða hvað þá 110,000 er ekkert afgangs til þess... Þetta er eitt af því sem að þarf að laga í okkar samfélagi segi ég...
Ríkisstjórnina og alla hennar ráðamenn á að setja á sömu laun og almenningur er hafður á einfaldlega vegna þess að þá eru þessir Ráðamenn í takt við fólkið sitt og meðvitaðir um það sem er að gerast út í þjóðfélaginu, uppgangur og allir fá bónus, samdráttur og allir standa saman...
![]() |
Krefjist hærri launa á móti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2010 | 20:22
Ekkert ESB...
Þetta er nú meira bullið sem komið hefur frá Ríkisstjórn Íslendinga varðandi ESB og er þessi frétt lýsandi dæmi um það...
Það er logið að þjóðinni til þess að fá hana til að samþykkja að í VIÐRÆÐUR verði farið vegna hugsanlegrar inngöngu í ESB og var svo mjótt á munum að loforð þurfti til okkar þjóðarinnar um að 2. þjóðaratkvæðagreiðslur væri það sem að fengjum til að viðræður gætu hafist.
Núna lesum við í fréttum að aðildarferlið að stjórnkerfi ESB sé jafnvel langleiðina komið í hinum ýmsu málaflokkum....
Viðræður sem áttu að skila því að við áttum að fá að vita hvað fælist í inngöngu í ESB og hvað það væri sem við yrðum að breyta til að falla að ESB háttum.. er orðið að aðildarferli...
Þetta er ekki það sem að okkur þjóðinni var lofað, og vil ég að frétta og blaðamenn taki á þessum svikum sem eru að eiga sér stað gagnvart okkur tafarlaust...
Það er til peningur til að hækka laun þessara Ráðamanna sem að lofuðu okkur þjóðinni 2 þjóðaratkvæðagreiðslum, þrátt fyrir að sömu Ráðamenn hafi stigið fram og sagt því miður þá er ekki til peningur fyrir 2 þjóðaratkvæðagreiðslum, svo 1 verður það.
Við skulum átta okkur á Því að það er breyting á gildi 1. þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi vilja þjóðarinnar í ESB, jú reyndar bara 1. en 1. þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem að yfir 70% þjóðarinnar segir nei við aðild er hægt að hunsa samkvæmt þessari breytingu og þar með er það ekki vilji okkar sem mun ráða...
Hvað er eiginlega í gangi hérna spyr ég...
Af hverju er verið að fara svona aftan að okkur...
Af hverju er ekki hægt að hlusta á meirihluta okkar Íslendinga...
Þessi Ríkisstjórn er ekki að starfa fyrir okkur Íslendinga það er alveg orðið ljóst og þess vegna verður að stinga á þennan óheiðarleika tafarlaust frá blaða og fréttamönnum okkur til. Einnig vegna þess að þetta er ekki sú fyrirmynd sem ég vil að við gefum afkomendum okkar, að það að ljúga og svíkja sé bara allt í lagi...
Ekkert ESB segi ég, og að ætlast til þess að eitthvert skrifstofufólk út í Brussel viti hvað okkur er fyrir bestu er ég ekki að skilja... Ef að við sjálf vitum ekki hvað er okkur fyrir bestu hver á þá að vita það...Það er ekki eins og við vitum ekki hvor að við stöndum eða sitjum...
![]() |
Vilja að staða landbúnaðar í ESB-samningaferli verði skýrð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar